Litlu liðin biðja um hjálp í bréfi sem var lekið Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 18. nóvember 2014 11:00 Claire Williams, liðsstjóri Williams og Bob Fernley, aðstoðarliðsstjóri Force India ræða málin. Vísir/Getty Bréf frá aðstoðarliðsstjóra Force India, Bob Fernley til Bernie Ecclestone eiganda sjónvarpsréttar af Formúlu 1 hefur verið lekið. Í bréfinu biðlar Fernley til Ecclestone um aukið fjármagn til minni liðanna eða að sett verði eyðsluþak. Ecclestone hafði þegar sagst ætla að ræða við stóru liðin og óska eftir að þau gefi eftir hluta af verðlaunafé sínu til að hjálpa þeim minni. Hugmyndin var ekki samþykkt af hinum „stóru fimm,“ sem þýðir að Force India, Lotus og Sauber hafa ekki fengið ósk sína uppfyllta. Í brefinu hvetur Fernley Ecclestone til að finna leið til að dreifa fjármagninu innan Formúlu 1 á sanngjarnari hátt. Eins og staðan er núna fá stóru fimm liðin (Ferrari, Red Bull, McLaren, Mercedes og Williams) um það bil 70 prósent af því fjarmagni sem er ætlað liðunum, sem eru rúmar 700 milljónir punda (135,7 milljarðar króna). Af þessu dreifast um 20 prósent til Force India, Lotus, Sauber og Toro Rosso en 10 prósent skiptast á milli Caterham og Marussia. „Eftir fund okkar í Brasilíu er augljóst að Formúla 1 stefnir í átt til þess að litlu liðin kaupa tilbúna bíla af stóru liðunum, einskonar ofur GP2. Það er jafn augljóst að skipulagshópurinn er ekki að fara að lækka kostnað,“ skrifaði Fernley í bréfið. „Við viljum undirstrika það að við komum aðallega til þín með ósk um lægri kostnað. Vegna áhugaleysis fyrir því óskum við nú eftir að innkomunni verði dreift á jafnari hátt til að koma á móti auknum kostnaði,“ bætti Fernley við. Hann hafnar því í bréfinu að peningasóun og stjórnleysi sé um að kenna, líkt og Ecclestone hefur haft orð á. Fernley bendir á að um 70 prósent af innkomunni fari í kaup á vélum fyrir tímabilið. Að lokum óskar Fernley eftir öðrum fundi á næstunni til að ræða frekari leiðir til að koma fjárhag Formúlu 1 í betri skorður. Formúla Tengdar fréttir Caterham má missa af tveimur keppnum Bernie Ecclestone er tilbúinn að leyfa Caterham liðinu að sleppa tveimur næstu keppnum til að einbeita sér að því að finna kaupendur. 24. október 2014 22:15 Haas: Fyrstu fimm árin snúast um að komast af Gene Haas segir að fyrstu fimm árin hjá nýju formúlu 1 liði hans muni snúast um að komast af. Hann ætlar að læra af mistökum annarra nýrra liða í gegnum tíðina. 23. október 2014 22:00 Bílskúrinn: Ballið í Brasilíu í bland við framtíðarspá Næst síðasta keppni tímabilsins er búin. Lewis Hamilton leiðir enn þrátt fyrir að Nico Rosberg hafi unnið í Brasilíu. Hvað þarf að gerast til að Rosberg verði meistari, hver sagði hvað um framtíð Formúlu 1 og hver ætlar að hjálpa hverjum að verða heimsmeistari? 11. nóvember 2014 20:30 Bræður vilja bjarga Marussia Bresk-indverskir bræður, Baljinder Sohi og Sonny Kaushal eru nú í samningaviðræðum við forsvarsmenn Marussia. Þeim virðist vera full alvara í að reyna að bjarga liðinu. 28. október 2014 20:30 Marussia missir af næstu keppni Bernie Ecclestone, einráður formúlu 1 hefur staðfest að Marussia muni, ásamt Caterham liðinu missa af bandaríska kappakstrinum næstu helgi. 26. október 2014 11:45 Caterham ætlar til Abú Dabí Caterham undirbýr nú endurkomu til keppni í Formúlu 1. Eftir að hafa misst af keppninni í Texas mun liðið einnig missa af keppninni í Brasilíu um helgina. Caterham ætlar að koma til Abú Dabí sem er lokakeppni tímabilsins. 6. nóvember 2014 16:45 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Bréf frá aðstoðarliðsstjóra Force India, Bob Fernley til Bernie Ecclestone eiganda sjónvarpsréttar af Formúlu 1 hefur verið lekið. Í bréfinu biðlar Fernley til Ecclestone um aukið fjármagn til minni liðanna eða að sett verði eyðsluþak. Ecclestone hafði þegar sagst ætla að ræða við stóru liðin og óska eftir að þau gefi eftir hluta af verðlaunafé sínu til að hjálpa þeim minni. Hugmyndin var ekki samþykkt af hinum „stóru fimm,“ sem þýðir að Force India, Lotus og Sauber hafa ekki fengið ósk sína uppfyllta. Í brefinu hvetur Fernley Ecclestone til að finna leið til að dreifa fjármagninu innan Formúlu 1 á sanngjarnari hátt. Eins og staðan er núna fá stóru fimm liðin (Ferrari, Red Bull, McLaren, Mercedes og Williams) um það bil 70 prósent af því fjarmagni sem er ætlað liðunum, sem eru rúmar 700 milljónir punda (135,7 milljarðar króna). Af þessu dreifast um 20 prósent til Force India, Lotus, Sauber og Toro Rosso en 10 prósent skiptast á milli Caterham og Marussia. „Eftir fund okkar í Brasilíu er augljóst að Formúla 1 stefnir í átt til þess að litlu liðin kaupa tilbúna bíla af stóru liðunum, einskonar ofur GP2. Það er jafn augljóst að skipulagshópurinn er ekki að fara að lækka kostnað,“ skrifaði Fernley í bréfið. „Við viljum undirstrika það að við komum aðallega til þín með ósk um lægri kostnað. Vegna áhugaleysis fyrir því óskum við nú eftir að innkomunni verði dreift á jafnari hátt til að koma á móti auknum kostnaði,“ bætti Fernley við. Hann hafnar því í bréfinu að peningasóun og stjórnleysi sé um að kenna, líkt og Ecclestone hefur haft orð á. Fernley bendir á að um 70 prósent af innkomunni fari í kaup á vélum fyrir tímabilið. Að lokum óskar Fernley eftir öðrum fundi á næstunni til að ræða frekari leiðir til að koma fjárhag Formúlu 1 í betri skorður.
Formúla Tengdar fréttir Caterham má missa af tveimur keppnum Bernie Ecclestone er tilbúinn að leyfa Caterham liðinu að sleppa tveimur næstu keppnum til að einbeita sér að því að finna kaupendur. 24. október 2014 22:15 Haas: Fyrstu fimm árin snúast um að komast af Gene Haas segir að fyrstu fimm árin hjá nýju formúlu 1 liði hans muni snúast um að komast af. Hann ætlar að læra af mistökum annarra nýrra liða í gegnum tíðina. 23. október 2014 22:00 Bílskúrinn: Ballið í Brasilíu í bland við framtíðarspá Næst síðasta keppni tímabilsins er búin. Lewis Hamilton leiðir enn þrátt fyrir að Nico Rosberg hafi unnið í Brasilíu. Hvað þarf að gerast til að Rosberg verði meistari, hver sagði hvað um framtíð Formúlu 1 og hver ætlar að hjálpa hverjum að verða heimsmeistari? 11. nóvember 2014 20:30 Bræður vilja bjarga Marussia Bresk-indverskir bræður, Baljinder Sohi og Sonny Kaushal eru nú í samningaviðræðum við forsvarsmenn Marussia. Þeim virðist vera full alvara í að reyna að bjarga liðinu. 28. október 2014 20:30 Marussia missir af næstu keppni Bernie Ecclestone, einráður formúlu 1 hefur staðfest að Marussia muni, ásamt Caterham liðinu missa af bandaríska kappakstrinum næstu helgi. 26. október 2014 11:45 Caterham ætlar til Abú Dabí Caterham undirbýr nú endurkomu til keppni í Formúlu 1. Eftir að hafa misst af keppninni í Texas mun liðið einnig missa af keppninni í Brasilíu um helgina. Caterham ætlar að koma til Abú Dabí sem er lokakeppni tímabilsins. 6. nóvember 2014 16:45 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Caterham má missa af tveimur keppnum Bernie Ecclestone er tilbúinn að leyfa Caterham liðinu að sleppa tveimur næstu keppnum til að einbeita sér að því að finna kaupendur. 24. október 2014 22:15
Haas: Fyrstu fimm árin snúast um að komast af Gene Haas segir að fyrstu fimm árin hjá nýju formúlu 1 liði hans muni snúast um að komast af. Hann ætlar að læra af mistökum annarra nýrra liða í gegnum tíðina. 23. október 2014 22:00
Bílskúrinn: Ballið í Brasilíu í bland við framtíðarspá Næst síðasta keppni tímabilsins er búin. Lewis Hamilton leiðir enn þrátt fyrir að Nico Rosberg hafi unnið í Brasilíu. Hvað þarf að gerast til að Rosberg verði meistari, hver sagði hvað um framtíð Formúlu 1 og hver ætlar að hjálpa hverjum að verða heimsmeistari? 11. nóvember 2014 20:30
Bræður vilja bjarga Marussia Bresk-indverskir bræður, Baljinder Sohi og Sonny Kaushal eru nú í samningaviðræðum við forsvarsmenn Marussia. Þeim virðist vera full alvara í að reyna að bjarga liðinu. 28. október 2014 20:30
Marussia missir af næstu keppni Bernie Ecclestone, einráður formúlu 1 hefur staðfest að Marussia muni, ásamt Caterham liðinu missa af bandaríska kappakstrinum næstu helgi. 26. október 2014 11:45
Caterham ætlar til Abú Dabí Caterham undirbýr nú endurkomu til keppni í Formúlu 1. Eftir að hafa misst af keppninni í Texas mun liðið einnig missa af keppninni í Brasilíu um helgina. Caterham ætlar að koma til Abú Dabí sem er lokakeppni tímabilsins. 6. nóvember 2014 16:45