Körfubolti

Hversu góður er Stephen Curry? - Svona góður | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stephen Curry.
Stephen Curry. Vísir/Getty
Stephen Curry, bakvörður Golden State Warriors, hefur byrjað tímabilið vel í NBA-deildinni í körfubolta og hann átti enn einn stórleikinn í stórsigri á Los Angeles Lakers í nótt.

Curry endaði leikinn með 30 stig og 15 stoðsendingar á 30 mínútum en hann hitti meðal annars úr 5 af 9 þriggja stiga skotum sínum.

Þetta var fimmti 30-15 leikur Stephen Curry í stigum og stoðsendingum frá byrjun síðasta tímabils en aðeins þrír aðrir leikmenn hafa náð því á sama tíma; Chris Paul (2 sinnum), Ty Lawson (1 sinni) og Randy Foye (1 sinni).

Stephen Curry er greinilega að finna sig vel undir stjórn nýja þjálfarans Steve Kerr en hann er með 24,8 stig og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu tíu leikjum tímabilsins.  Það fylgir líka sögunni að Warriors-liðið er búið að vinna 8 af fyrstu 10 leikjum sínum.

Hér fyrir neðan má sjá tilþrif hjá Stephen Curry í sigurleiknum á móti Los Angeles Lakers í nótt.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×