Brooks Koepka sigraði í Tyrklandi eftir frábæran lokahring 16. nóvember 2014 13:43 Brooks Koepka lék frábært golf í dag. Getty Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka sigraði í sínu fyrsta móti á Evrópumótaröðinni en hann lék best allra á Turkish Airlines Open sem fram fór á Montgomerie Maxx Royal vellnum í Tyrklandi. Koepka átti sigurinn svo sannarlega skilið en hann fór á kostum á lokahringnum, fékk fimm fugla, einn örn og engan skolla en hann kom inn á 65 höggum eða sjö undir pari. Hann endaði mótið á 17 höggum undir pari, einu höggi betri heldur en Ian Poulter sem missti rúmlega tveggja metra pútt á lokaholunni til þess að jafna metinn og knýja fram bráðabana.Henrik Stenson nældi sér í þriðja sætið í mótinu með lokahring upp á 64 högg en nokkrir kylfingar deildu fjórða sætinu á 13 höggum undir pari, meðal annars Wade Ormsby sem leiddi fyrir lokahringinn og Miguel Angel Jimenez. Koepka hefur leikið á Áskorendamótaröðinni, Evrópumótaröðinni og PGA-mótaröðinni undanfarin ár en þetta er stærsti sigur hans á ferlinum. Fyrir sigurinn fékk hann rúmlega 130 milljónir í sinn hlut og þátttökurétt á stærstu mótum veraldar á næsta ári. Koepka sagði við fréttamenn eftir hringinn að hann hefði verið búinn að bíða lengi eftir þessum sigri sem hann vonaði að væri ekki sá fyrsti, enda væri hann enn að taka miklum framförum. Lokamót Evrópumótaraðarinnar fer fram í Dubai í næstu viku en þar leika 60 stigahæstu kylfingar mótaraðarinnar upp á gríðarlega háar fjárhæðir. Golf Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka sigraði í sínu fyrsta móti á Evrópumótaröðinni en hann lék best allra á Turkish Airlines Open sem fram fór á Montgomerie Maxx Royal vellnum í Tyrklandi. Koepka átti sigurinn svo sannarlega skilið en hann fór á kostum á lokahringnum, fékk fimm fugla, einn örn og engan skolla en hann kom inn á 65 höggum eða sjö undir pari. Hann endaði mótið á 17 höggum undir pari, einu höggi betri heldur en Ian Poulter sem missti rúmlega tveggja metra pútt á lokaholunni til þess að jafna metinn og knýja fram bráðabana.Henrik Stenson nældi sér í þriðja sætið í mótinu með lokahring upp á 64 högg en nokkrir kylfingar deildu fjórða sætinu á 13 höggum undir pari, meðal annars Wade Ormsby sem leiddi fyrir lokahringinn og Miguel Angel Jimenez. Koepka hefur leikið á Áskorendamótaröðinni, Evrópumótaröðinni og PGA-mótaröðinni undanfarin ár en þetta er stærsti sigur hans á ferlinum. Fyrir sigurinn fékk hann rúmlega 130 milljónir í sinn hlut og þátttökurétt á stærstu mótum veraldar á næsta ári. Koepka sagði við fréttamenn eftir hringinn að hann hefði verið búinn að bíða lengi eftir þessum sigri sem hann vonaði að væri ekki sá fyrsti, enda væri hann enn að taka miklum framförum. Lokamót Evrópumótaraðarinnar fer fram í Dubai í næstu viku en þar leika 60 stigahæstu kylfingar mótaraðarinnar upp á gríðarlega háar fjárhæðir.
Golf Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira