Körfubolti

Tim Duncan yfir 25 þúsund stiga múrinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tim Duncan er seigur.
Tim Duncan er seigur. Vísir/Getty
Fjölmargir leikir fóru fram í NBA-körfuboltanum í nótt, en illa gengur hjá Los Angeles Lakers. LeBron James var í stuði gegn Boston og kláraði þó nánast upp á sitt einsdæmi.

LeBron James skoraði 41 stig og gaf sjö stoðsendingar, en Cleveland vann að lokum eins stigs sigur; 122-121 eftir dramatískar lokamínútur.

Það gengur illa hjá Los Angeles Lakers. San Antonio vann þrettán stiga sigur á Kobe og félögum, en Tim Duncan skoraði sitt 25 þúsundasta stig í sigrinum. Hann skoraði alls þréttan stig í leiknum.

Kobe Bryant náði sér ekki á strix hjá gestunum í Lakers, en hann skoraði einungis níu stig. Carlos Boozer var stigahæstur með nítján.

Öll úrslit næturinnar og flott myndbönd má sjá hér að neðan.

Öll úrslitin:

Denver - Indiana 108-87

Utah - New York Knicks 102-100

Charlotte - Phoenix Suns 103-95

Milwaukee - Orlando 85-101

Philadelphia - Houston 87-88

San Antonio Spurs - Los Angeles Lakers 93-90

Miami - Atlanta 103-114

Minnesota - New Orleans 91-139

Cleveland - Boston 122-121

Detroit - Oklahoma City 96-89

Duncan í 25 þúsund stigaskor félagið: Lebron var í stuði í nótt: Kemur, Garry Harris: Svakaleg troðsla frá Tony Wroten:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×