Körfubolti

Þurfti bara 0,3 sekúndur til að skora sigurkörfuna | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Courtney Lee var fagnað vel í nótt.
Courtney Lee var fagnað vel í nótt. Vísir/AP
Bakvörðurinn Courtney Lee var hetja Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar hann skoraði sigurkörfuna á móti Sacramento Kings en þetta var sannkölluð tilþrifakarfa.

Sacramento Kings var einu stigi yfir þegar Memphis Grizzlies átti innkast við þriggja stiga línuna og aðeins 0,3 sekúndur voru eftir af leiknum.

Leikmenn Sacramento Kings ætluðu svo að passa að Marc Gasol fengi ekki boltann að þeir gleymdu Courtney Lee sem var galopinn undir körfunni og tókst að koma boltanum í körfuna eftir háa sendingu frá Vince Carter.

Tilþrif Courtney Lee voru skemmtilegt og þá má sjá myndband með sigurkörfunni hérna fyrir neðan. Courtney Lee skoraði alls sextán stig í leiknum.

Þetta var 18. heimasigur Memphis Grizzlies í röð en enginn þeirra var þó eins dramatískur og sá í nótt. Grizzlies-liðið hefur byrjað tímabilið vel og er nú búið að vinna 8 af fyrstu 9 leikjum sínum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×