Innlent

Krefst opins þinghalds í máli vændiskaupenda

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Meðferð málsins í héraði var frestað til 17. desember.
Meðferð málsins í héraði var frestað til 17. desember. Vísir/Getty
Ríkissaksóknari krafðist þess við þingfestingu í morgun að þinghald yrði opið í máli fjörutíu einstaklinga sem ákærðir hafa verið fyrir vændiskaup eða tilraun til vændiskaupa. Dómstjóri tók sér frest til þriðjudags til að kveða upp úrskurð sinn í málinu.

Ákvörðun hafði verið tekin um að málið yrði lokað og kom það fram á dagskrá. Áttu mennirnir fjörutíu að taka afstöðu til ákærunnar fyrir luktum dyrum dómssals. Einar Tryggvason, fulltrúi ríkissaksóknara, fór hins vegar fram á að málið yrði opið.

Sveinn Andri Sveinsson, verjandi eins mannanna, mótmælti því með vísan til 10. greinar sakamálalaga, a og d liða, sem fjalla um að þinghöld skuli lokuð til hlífðar sakborningi, brotaþola, vandamanni þeirra, vitna eða af velsæmisástæðum.

Ingimundur Einarsson dómstjóri tók sér frest til þriðjudags til að taka afstöðu til kröfu saksóknara. Þeirri niðurstöðu, hver svo sem hún verður, er svo hægt að skjóta til Hæstaréttar.

Meðferð málsins í héraði var frestað til 17. desember.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×