Stím-málið: Telja að vitni hafi samið við ákæruvaldið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. nóvember 2014 11:54 Lárus Welding og Óttar Pálsson, verjandi hans. vísir/gva Kröfu Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, þess efnis að fá aðgang að gögnum sérstaks saksóknara og vitna í Stím-málinu svokallaða, var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Gögnin snúa meðal annars að því hvort vitni í málinu hafi gert samninga við ákæruvaldið til að sleppa við saksókn. Kröfur Óttars Pálssonar, verjanda Lárusar, voru þríþættar. Í fyrsta lagi sneru þær að gögnum í tengslum við samskipti vitna við ákæruvaldið í málinu, en var þeirri kröfu hafnað. Þá var farið fram á að sérfróðir matsmenn yrðu kvaddir fyrir dóm til að meta þá fjárhagslegu hættu sem fylgdi viðskiptum Glitnis við Stím, sem Lárus hefur verið ákærður fyrir, sem dómurinn féllst á. Jafnframt var fram á að málinu verði skipt upp þess eðlis að skipta skuli sakarefninu upp og að öll mál gegn Lárusi verði rekin í einu lagi en var þeirri kröfu einnig hafnað. Ekki liggur fyrir hvort Lárus muni áfrýja úrskurðinum. Um er að ræða ákæru sérstaks saksóknara á hendur Lárusi Welding, Jóhannesi Baldurssyni, einum stjórnenda bankans, og Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, fyrrverandi forstjóra Saga Capital. Forsaga málsins er sú að félag að nafni Stím fékk tæplega 20 milljarða króna að láni frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group. Glitnir var sjálfur seljandi bréfanna sem Stím keypti og lögðu hluthafarnir einnig fram tæplega 5 milljarða króna eiginfjárframlag vegna kaupanna á bréfunum. Þremenningarnir eru ákærðir fyrir þátt sinn í þessum lánveitingum, en grunur leikur á um hafi verið að ræða tilraun til að halda verði á bréfum í Glitni hærri en eðlilegar forsendur voru fyrir. Í ákærunni segir að Lárus hafi sem forstjóri og formaður áhættunefndar Glitnis misnotað aðstöðu sína til lánveitinga og stefnt fjármunum bankans í verulega hættu með því að lána Stím milljarða til að kaupa í bankanum sjálfum og FL Group. Lárus hefur tvívegis verið sýknaður, annars vegar í Vafningsmálinu í Hæstarétti og síðar í Aurum-Holdings málinu í héraðsdómi. Þremenningarnir neituðu allir sök við þingfestingu málsins. Málið er afar umfangsmikið og hefur verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara frá árinu 2009, og er þar af leiðandi á meðal þeirra elstu mála. Stím málið Tengdar fréttir Áfrýjar Aurum málinu og krefst ómerkingar Ríkissaksóknari hefur áfrýjað héraðdómi í Aurum málinu til Hæstaréttar og vill að niðurstaðan verði ómerkt. 3. júlí 2014 14:18 Saksóknari krefst sex ára dóms yfir Lárusi „Ég átti frumkvæðið að því,“ sagði Bjarni Ármannsson aðspurður hvers vegna hann lét af störfum sem bankastjóri Glitnis. 16. maí 2014 07:00 Allir sýknaðir í Aurum-málinu Dómsuppsaga í Aurum-málinu var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur en allir ákærðu voru sýknaðir. Ríkið þarf að greiða verjendunum samtals um 45 milljónir í lögmannskostnað vegna málsins. 5. júní 2014 09:35 „Mátt þú eiga þessi símtöl?“ Aðalmeðferð í Aurum Holding-málinu heldur áfram í dag. Meðal þeirra sem bera vitni er Bjarni Ármannsson. 15. maí 2014 09:32 Báru vitni frá Dubai Báðir sögðu að verðið á Aurum, 100 milljónir sterlingspunda hefði komið frá félaginu sjálfu. 14. maí 2014 12:03 Framhald aðalmeðferðar í Aurum-málinu Framhald aðalmeðferðar í Aurum Holding-málinu svokallaða heldur áfram í dag. 14. maí 2014 09:46 Segir samningamennina hafa verið vonda Fyrrverandi stjórnarmenn Glitnis báru í dag vitni símleiðis í Aurum-málinu. 14. maí 2014 15:08 Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Sjá meira
Kröfu Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, þess efnis að fá aðgang að gögnum sérstaks saksóknara og vitna í Stím-málinu svokallaða, var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Gögnin snúa meðal annars að því hvort vitni í málinu hafi gert samninga við ákæruvaldið til að sleppa við saksókn. Kröfur Óttars Pálssonar, verjanda Lárusar, voru þríþættar. Í fyrsta lagi sneru þær að gögnum í tengslum við samskipti vitna við ákæruvaldið í málinu, en var þeirri kröfu hafnað. Þá var farið fram á að sérfróðir matsmenn yrðu kvaddir fyrir dóm til að meta þá fjárhagslegu hættu sem fylgdi viðskiptum Glitnis við Stím, sem Lárus hefur verið ákærður fyrir, sem dómurinn féllst á. Jafnframt var fram á að málinu verði skipt upp þess eðlis að skipta skuli sakarefninu upp og að öll mál gegn Lárusi verði rekin í einu lagi en var þeirri kröfu einnig hafnað. Ekki liggur fyrir hvort Lárus muni áfrýja úrskurðinum. Um er að ræða ákæru sérstaks saksóknara á hendur Lárusi Welding, Jóhannesi Baldurssyni, einum stjórnenda bankans, og Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, fyrrverandi forstjóra Saga Capital. Forsaga málsins er sú að félag að nafni Stím fékk tæplega 20 milljarða króna að láni frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group. Glitnir var sjálfur seljandi bréfanna sem Stím keypti og lögðu hluthafarnir einnig fram tæplega 5 milljarða króna eiginfjárframlag vegna kaupanna á bréfunum. Þremenningarnir eru ákærðir fyrir þátt sinn í þessum lánveitingum, en grunur leikur á um hafi verið að ræða tilraun til að halda verði á bréfum í Glitni hærri en eðlilegar forsendur voru fyrir. Í ákærunni segir að Lárus hafi sem forstjóri og formaður áhættunefndar Glitnis misnotað aðstöðu sína til lánveitinga og stefnt fjármunum bankans í verulega hættu með því að lána Stím milljarða til að kaupa í bankanum sjálfum og FL Group. Lárus hefur tvívegis verið sýknaður, annars vegar í Vafningsmálinu í Hæstarétti og síðar í Aurum-Holdings málinu í héraðsdómi. Þremenningarnir neituðu allir sök við þingfestingu málsins. Málið er afar umfangsmikið og hefur verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara frá árinu 2009, og er þar af leiðandi á meðal þeirra elstu mála.
Stím málið Tengdar fréttir Áfrýjar Aurum málinu og krefst ómerkingar Ríkissaksóknari hefur áfrýjað héraðdómi í Aurum málinu til Hæstaréttar og vill að niðurstaðan verði ómerkt. 3. júlí 2014 14:18 Saksóknari krefst sex ára dóms yfir Lárusi „Ég átti frumkvæðið að því,“ sagði Bjarni Ármannsson aðspurður hvers vegna hann lét af störfum sem bankastjóri Glitnis. 16. maí 2014 07:00 Allir sýknaðir í Aurum-málinu Dómsuppsaga í Aurum-málinu var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur en allir ákærðu voru sýknaðir. Ríkið þarf að greiða verjendunum samtals um 45 milljónir í lögmannskostnað vegna málsins. 5. júní 2014 09:35 „Mátt þú eiga þessi símtöl?“ Aðalmeðferð í Aurum Holding-málinu heldur áfram í dag. Meðal þeirra sem bera vitni er Bjarni Ármannsson. 15. maí 2014 09:32 Báru vitni frá Dubai Báðir sögðu að verðið á Aurum, 100 milljónir sterlingspunda hefði komið frá félaginu sjálfu. 14. maí 2014 12:03 Framhald aðalmeðferðar í Aurum-málinu Framhald aðalmeðferðar í Aurum Holding-málinu svokallaða heldur áfram í dag. 14. maí 2014 09:46 Segir samningamennina hafa verið vonda Fyrrverandi stjórnarmenn Glitnis báru í dag vitni símleiðis í Aurum-málinu. 14. maí 2014 15:08 Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Sjá meira
Áfrýjar Aurum málinu og krefst ómerkingar Ríkissaksóknari hefur áfrýjað héraðdómi í Aurum málinu til Hæstaréttar og vill að niðurstaðan verði ómerkt. 3. júlí 2014 14:18
Saksóknari krefst sex ára dóms yfir Lárusi „Ég átti frumkvæðið að því,“ sagði Bjarni Ármannsson aðspurður hvers vegna hann lét af störfum sem bankastjóri Glitnis. 16. maí 2014 07:00
Allir sýknaðir í Aurum-málinu Dómsuppsaga í Aurum-málinu var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur en allir ákærðu voru sýknaðir. Ríkið þarf að greiða verjendunum samtals um 45 milljónir í lögmannskostnað vegna málsins. 5. júní 2014 09:35
„Mátt þú eiga þessi símtöl?“ Aðalmeðferð í Aurum Holding-málinu heldur áfram í dag. Meðal þeirra sem bera vitni er Bjarni Ármannsson. 15. maí 2014 09:32
Báru vitni frá Dubai Báðir sögðu að verðið á Aurum, 100 milljónir sterlingspunda hefði komið frá félaginu sjálfu. 14. maí 2014 12:03
Framhald aðalmeðferðar í Aurum-málinu Framhald aðalmeðferðar í Aurum Holding-málinu svokallaða heldur áfram í dag. 14. maí 2014 09:46
Segir samningamennina hafa verið vonda Fyrrverandi stjórnarmenn Glitnis báru í dag vitni símleiðis í Aurum-málinu. 14. maí 2014 15:08