Húsasmiðjan og Vesturport gera samstarfssamning Stefán Árni Pálsson skrifar 11. nóvember 2014 11:59 vísir/aðsend Húsasmiðjan og Vesturport hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér að fyrirtækið verður einn aðalstyrktaraðila leikhúsahópsins næstu tvö árin. Undirstaða samningsins er að Húsasmiðjan útvegar efni í sviðsmyndir fyrir verkefni Vesturports á tímabilinu, bæði leikin verk á sviði, í sjónvarpi og kvikmyndaverkefni. Fjölmörg verkefni eru framundan hjá leikhópnum á næstunni. Vesturport hefur frá stofnun vakið athygli fyrir nýstárlegar og framsæknar leikmyndir og hlaut m.a. Elliot Norton verðlaunin í Boston árið 2013 fyrir sviðsmyndina í Hamskiptunum. Vesturport var stofnað árið 2001 og vakti fljótt athygli landsmanna. Leikhópurinn sló í gegn eftir að hann setti á fjalirnar nýstárlega uppfærslu af leikriti Shakespeares, Rómeó og Júlíu, og hefur síðan þá flutt hvert stórverkið á fætur öðru jafn á Íslandi sem erlendis. Í vor hlaut uppsetning Vesturports á Hróa hetti, The Heart of Robin Hood, tvenn verðlaun vestanhafs. „Við hjá Húsasmiðjunni höfum, líkt og margir Íslendingar, lengi verið aðdáendur Vesturports. Þau hafa gert frábæra hluti með leikhúsformið og við teljum að fyrirtæki eins og okkar eigi að leggja sitt af mörkum til menningar og lista – í þessu tilfelli með því að útvega nagla, spýtur og sög og sitthvað fleira. Allt þarf þetta að vera til staðar til að færa leikverk á svið fyrir áhorfendur og við erum stolt af því að eiga þátt í því. Þá vakti öflug og metnaðarfull starfsáætlun Vesturports athygli okkar og við hlökkum til að sjá áformin raungerast á næstu árum,“ segir Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar. „Það er gaman að finna mikinn áhuga Árna forstjóra og félaga hjá Húsasmiðjunni á skapandi listum. Það mun koma sér vel að geta leitað til þeirra bæði með efni og ráðleggingar þegar við smíðum umgjörðina um næstu verkefni Vesturports. Það er margt á teikniborðinu og við stefnum að því að fjármagna sýningar okkar að stórum hluta erlendis frá og þá er mikilvægt að vera með öflugt bakland og samstöðu í því að vinna verkin hér heima til útflutnings,“ segir Gísli Örn Garðarsson, einn af stofnendum Vesturports. Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Húsasmiðjan og Vesturport hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér að fyrirtækið verður einn aðalstyrktaraðila leikhúsahópsins næstu tvö árin. Undirstaða samningsins er að Húsasmiðjan útvegar efni í sviðsmyndir fyrir verkefni Vesturports á tímabilinu, bæði leikin verk á sviði, í sjónvarpi og kvikmyndaverkefni. Fjölmörg verkefni eru framundan hjá leikhópnum á næstunni. Vesturport hefur frá stofnun vakið athygli fyrir nýstárlegar og framsæknar leikmyndir og hlaut m.a. Elliot Norton verðlaunin í Boston árið 2013 fyrir sviðsmyndina í Hamskiptunum. Vesturport var stofnað árið 2001 og vakti fljótt athygli landsmanna. Leikhópurinn sló í gegn eftir að hann setti á fjalirnar nýstárlega uppfærslu af leikriti Shakespeares, Rómeó og Júlíu, og hefur síðan þá flutt hvert stórverkið á fætur öðru jafn á Íslandi sem erlendis. Í vor hlaut uppsetning Vesturports á Hróa hetti, The Heart of Robin Hood, tvenn verðlaun vestanhafs. „Við hjá Húsasmiðjunni höfum, líkt og margir Íslendingar, lengi verið aðdáendur Vesturports. Þau hafa gert frábæra hluti með leikhúsformið og við teljum að fyrirtæki eins og okkar eigi að leggja sitt af mörkum til menningar og lista – í þessu tilfelli með því að útvega nagla, spýtur og sög og sitthvað fleira. Allt þarf þetta að vera til staðar til að færa leikverk á svið fyrir áhorfendur og við erum stolt af því að eiga þátt í því. Þá vakti öflug og metnaðarfull starfsáætlun Vesturports athygli okkar og við hlökkum til að sjá áformin raungerast á næstu árum,“ segir Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar. „Það er gaman að finna mikinn áhuga Árna forstjóra og félaga hjá Húsasmiðjunni á skapandi listum. Það mun koma sér vel að geta leitað til þeirra bæði með efni og ráðleggingar þegar við smíðum umgjörðina um næstu verkefni Vesturports. Það er margt á teikniborðinu og við stefnum að því að fjármagna sýningar okkar að stórum hluta erlendis frá og þá er mikilvægt að vera með öflugt bakland og samstöðu í því að vinna verkin hér heima til útflutnings,“ segir Gísli Örn Garðarsson, einn af stofnendum Vesturports.
Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira