LeBron James var í banastuði í nótt er Cleveland skellti New Orleans í NBA-deildinni.
Hann gat ekkert í fyrsta leik sínum með Cleveland eftir heimkomuna og vildi gefa áhorfendum í Cleveland sýningu. Það gerði hann með þrefaldri tvennu. 32 stig, 12 stoðsendingar og 10 fráköst takk fyrir.
Kevin Love einnig mjög heitur með 22 stig og þar af voru sex þriggja stiga körfur. Kyrie Irving ekki síður öflugur með 27 stig.
„Ég skuldaði fólkinu hérna og ég skulda því enn. Það verður meira af þessu," sagði Le Bron eftir leik.
Úrslit:
Cleveland-New Orleans 118-111
Indiana-Utah 97-86
NY Knicks-Atlanta 85-91
Chicago-Detroit 102-91
LA Clippers-San Antonio 85-89
Körfubolti