Körfubolti

Williams og Curry bestir í NBA í vikunni | Myndbönd

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stephen Curry.
Stephen Curry. Vísir/Getty
Deron Williams, bakvörður Brooklyn Nets, og Stephen Curry, bakvörður Golden State Warriors, voru valdir bestu leikmenn í NBA-deildinni í körfubolta, vikuna 3. til 9. nóvember.

Deron Williams hjálpaði liði Brooklyn Nets að vinna 3 af 4 leikjum sínum og þar á meðal voru sigrar á Oklahoma City Thunder og New York Knicks. Hann var kosinn bestur allra í Austurdeildinni.

Williams var með 20,8 stig að meðaltali í leik í vikunni og hitti úr 56,9 prósent skota sinna auk þess að vera með 7.0 stoðsendingar að meðaltali. Hann skoraði meðal annars 29 stig og gaf 6 stoðsendingar í 110-99 sigra á nágrönnunum í Knicks.

Golden State Warriors vann 2 af 3 leikjum sínum í vikunni en Stephen Curry var með 30,0 stig, 7,3 stoðsendingar og 3,33 stolna bolta að meðaltali í þessum þremur leikjum. Hann var kosinn bestur allra í Vesturdeildinni.

Stephen Curry hitti úr 14 af 27 þriggja stiga skotum sínum í vikunni (52 prósent) þar af á meðal setti hann niður 6 af 8 skotum í 34 stiga leik hans á móti Houston Rockets.

Aðrir sem komu til greina í Austurdeildinni voru þeir Pau Gasol hjá Chicago Bulls, Chris Bosh og Dwyane Wade hjá Miami Heat, Nikola Vucevic hjá orlando Magic, DeMar DeRozan og Kyle Lowry hjá Toronto Raptors og John Wall hjá washington Wizards.

Aðrir sem komu til greina í Vesturdeildinni voru þeir James Harden hjá Houston Rockets, Chris Paul hjá Los Angeles Clippers, Kobe Bryant hjá Los Angeles Lakers, Anthony Davis hjá New Orleans Pelicans, LaMarcus Aldridge hjá Portland Trailblazers og DeMarcus Cousins hjá Sacramento Kings.



Hér fyrir neðan eru nokkur flott tilþrif frá vikunni í NBA-deildinni.







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×