Körfubolti

LeBron bannar börnunum sínum að spila fótbolta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James.
LeBron James. Vísir/Getty
LeBron James, einn allra besti körfuboltamaður heims, er ekki sama um hvaða íþrótt börnin hans stunda en hann hefur nú bannað tveimur sonum sínum að spila fótbolta, það er amerískan fótbolta.

LeBron James er þriggja barna faðir en dóttir hans er nýfædd. Drengirnir eru hinsvegar efnilegir íþróttamenn en James hefur áhyggjur af meiðslahættunni í amerískum fótbolta.

Chris Broussard, blaðamaður á ESPN, sagði frá þessu banni LeBron James á twitter-síðu sinni. Hann segir að börnin hans LeBron James megi bara spila körfubolta, hafnarbolta og venjulegan fótbolta (soccer).

LeBron James spilaði sjálfur amerískan fótbolta og ver verðlaunaður útherji hjá St. Vincent St. Mary menntaskólanum en hætti að æfa sportið þegar það fór að vera ljóst að hann yrði NBA-leikmaður.

Synir hans LeBron Jr. og Bryce, þykja báðir góðir í körfubolta og það lítur allt út fyrir að þeir endi í körfuboltanum eins og pabbi sinn. James hefur líka passað sig á því að mæta aldrei strákunum á leik í amerískum fótbolta en hann hefur hinsvegar farið með þá á leiki í öðrum íþróttagreinum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×