Innlent

Meintir fjörutíu vændiskaupendur taka afstöðu á föstudaginn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Málin eru komin á dagskrá héraðsdóms þar sem reiknað er með að málin verði tekin fyrir í beit, hvert á eftir öðru.
Málin eru komin á dagskrá héraðsdóms þar sem reiknað er með að málin verði tekin fyrir í beit, hvert á eftir öðru. Vísir/Getty
Til stendur að þingfesta mál á ríkissaksóknara hendur fjörutíu einstaklingum fyrir kaup eða tilraun til kaupa á vændi í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn. Tekist hefur að birta flestum ákærurnar en örfáar ákærur á eftir að birta.

Málin eru komin á dagskrá héraðsdóms þar sem reiknað er með að málin verði tekin fyrir í beit, hvert á eftir öðru. Brotin eru misjöfn og eru allt frá tilraunum um kaup á vændi þar sem fallið var frá kaupum yfir í endurtekin kaup á vændi.

Ákærurnar voru gefnar út í byrjun október en ríkissaksóknara bárust alls 64 mál frá lögregluembættinu á Suðurnesjum. Samkvæmt hegningarlögum getur brot varðað allt að eins árs fangelsi.


Tengdar fréttir

Segist aldrei hafa hitt hamingjusama vændiskonu

Tugir kvenna leita til Stígamóta á hverju ári vegna vændis en talskona samtakanna segir að þær hafi allar þurft að þola líkamlegt og andlegt ofbeldi. Hún kveðst aldrei hafa hitt hamingjusama vændiskonu.

Eftirspurn eftir vændi er í hámarki

Á annan tug hjálparbeiðna frá konum og körlum berast Stígamótum eða sambærilegum samtökum vegna vændis á ári og eftirspurn eftir vændi hefur aldrei verið meiri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×