Ungur Kanadamaður lék best allra í Mississippi 10. nóvember 2014 11:20 Taylor hafði ríka ástæðu til að fagna í gær. AP Kanadamaðurinn Nick Taylor sigraði á Sanderson Farms meistaramótinu sem fram fór í Mississippi og kláraðist í gær. Sigurinn er hans fyrsti á PGA-mótaröðinni en þessi 26 ára kylfingur lék hringina fjóra á Jackson vellium á 16 höggum undir pari, tveimur betur en Jason Bohn og Boo Weekley sem deildu öðru sætinu á 14 höggum undir pari. Lykillinn að sigri Taylor var stórkostleg frammistaða á flötunum en á lokahringnum notaði hann aðeins 24 pútt á fyrstu 17 holunum. Hann þrípúttaði á 18. flöt fyrir sigrinum en það var allt í góðu enda var forystan á þeim tímapunkti þrjú högg. Undanfarnir mánuðir hafa verið afar viðburðaríkir hjá Taylor en hann gifti sig í sumar, tryggði sér þátttökurétt á PGA-mótaröðinni í haust og nú er fyrsti sigurinn meðal þeirra bestu staðreynd. Næsta mót á mótaröðinni er OHL Classic sem fram fer í Mexíkó en þar á Bandaríkjamaðurinn Harris English titil að verja. Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kanadamaðurinn Nick Taylor sigraði á Sanderson Farms meistaramótinu sem fram fór í Mississippi og kláraðist í gær. Sigurinn er hans fyrsti á PGA-mótaröðinni en þessi 26 ára kylfingur lék hringina fjóra á Jackson vellium á 16 höggum undir pari, tveimur betur en Jason Bohn og Boo Weekley sem deildu öðru sætinu á 14 höggum undir pari. Lykillinn að sigri Taylor var stórkostleg frammistaða á flötunum en á lokahringnum notaði hann aðeins 24 pútt á fyrstu 17 holunum. Hann þrípúttaði á 18. flöt fyrir sigrinum en það var allt í góðu enda var forystan á þeim tímapunkti þrjú högg. Undanfarnir mánuðir hafa verið afar viðburðaríkir hjá Taylor en hann gifti sig í sumar, tryggði sér þátttökurétt á PGA-mótaröðinni í haust og nú er fyrsti sigurinn meðal þeirra bestu staðreynd. Næsta mót á mótaröðinni er OHL Classic sem fram fer í Mexíkó en þar á Bandaríkjamaðurinn Harris English titil að verja.
Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira