Innlent

Loftgæði nokkuð góð á landinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Blágræna svæðið sýnir hvar líkur eru á gasmengun í dag.
Blágræna svæðið sýnir hvar líkur eru á gasmengun í dag. Mynd/Veðurstofa Íslands
Í dag berst gasmengun frá eldgosinu til vesturs af gosstöðvunum. Búast má við gasmengun víða á vestanverðu landinu á svæði frá Þjórsá í suðri, vestur á Barðaströnd og norður á Húnaflóa. Um klukkan ellefu í dag voru loftgæði á landinu góð á öllum þeim stöðum þar sem mengunarmælar eru staðfestir samkvæmt upplýsingum á vef Umhverfisstofnunar.

Á morgun er áfram spáð austlægri átt. Hætt er við gasmengun einnig á Vestfjörðum og víðar á Norðurlandi að því er segir á vef Veðurstofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×