Charlie Sifford heiðraður í Hvíta húsinu 29. nóvember 2014 13:00 Charlie Sifford braut niður múra í golfheiminum. AP Bandaríski kylfingurinn Charlie Sifford var heiðraður fyrr í vikunni með frelsisorðu frá forseta Bandaríkjanna, Barack Obama. Sifford, sem er 92 ára gamall, braut blað í sögu golfíþróttarinnar árið 1961 þegar að hann varð fyrsti blökkumaðurinn til þess að spila á PGA-mótaröðinni þar sem hann sigraði í tveimur mótum á ferlinum. Sifford þurfti að berjast við mikla fordóma á sínum tíma en hann var meðal annars reglulega truflaður af fordómafullum áhorfendum ásamt því að fá ekki að ganga inn í sum klúbbhús þar sem aðeins hvítt fólk mátti koma inn. Það er því óhætt að segja að hann hafi verið ákveðinn frumkvöðull fyrir svarta kylfinga en þegar Sifford tók við frelsisorðunni sagði hann við fréttamenn að hann barátta hans fyrir jafnrétti í golfheiminum hefði verið löng og ströng. Tiger Woods fylgdist með þegar að Sifford fékk orðuna en hann skrifaði hjartahlýja kveðju til hans á Twittersíðu sína í kjölfarið. „Innilega til hamingju með að vera kominn í sögubækurnar kæri Charlie, þú varst mikill innblástur fyrir föður minn sem síðan smitaði mig með golfbakteríunni, þú barðist hetjulega og vannst að lokum sigur fyrir okkur öll.“ Aðeins tveir atvinnukylfingar í sögunni höfðu fengið frelsisorðuna áður en Sifford veitti henni viðtöku en það voru þeir Jack Nicklaus og Arnold Palmer. Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Charlie Sifford var heiðraður fyrr í vikunni með frelsisorðu frá forseta Bandaríkjanna, Barack Obama. Sifford, sem er 92 ára gamall, braut blað í sögu golfíþróttarinnar árið 1961 þegar að hann varð fyrsti blökkumaðurinn til þess að spila á PGA-mótaröðinni þar sem hann sigraði í tveimur mótum á ferlinum. Sifford þurfti að berjast við mikla fordóma á sínum tíma en hann var meðal annars reglulega truflaður af fordómafullum áhorfendum ásamt því að fá ekki að ganga inn í sum klúbbhús þar sem aðeins hvítt fólk mátti koma inn. Það er því óhætt að segja að hann hafi verið ákveðinn frumkvöðull fyrir svarta kylfinga en þegar Sifford tók við frelsisorðunni sagði hann við fréttamenn að hann barátta hans fyrir jafnrétti í golfheiminum hefði verið löng og ströng. Tiger Woods fylgdist með þegar að Sifford fékk orðuna en hann skrifaði hjartahlýja kveðju til hans á Twittersíðu sína í kjölfarið. „Innilega til hamingju með að vera kominn í sögubækurnar kæri Charlie, þú varst mikill innblástur fyrir föður minn sem síðan smitaði mig með golfbakteríunni, þú barðist hetjulega og vannst að lokum sigur fyrir okkur öll.“ Aðeins tveir atvinnukylfingar í sögunni höfðu fengið frelsisorðuna áður en Sifford veitti henni viðtöku en það voru þeir Jack Nicklaus og Arnold Palmer.
Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira