Íslendingar borðuðu hálft tonn af kalkúni í IKEA Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 28. nóvember 2014 11:45 Góð stemning myndaðist á veitingastað IKEA í gær. vísir/ernir Verslunin IKEA byrjaði að bjóða upp á þakkargjörðarmáltíð í gær en hún verður í sölu til jóla. Máltíðin samanstendur af kalkúnabringu, sykurbrúnuðum kartöflum, kalkúnafyllingu, rauðkáli, maísbaunum og sósu. Að sögn Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA, seldust um það bil 550 kíló af kalkúni og meðlæti í gær. „Við erum ekki með nákvæma tölu um hve margir borðuðu í gær þar sem margir geta verið á bak við hverja færslu. Við seldum hinsvegar tæplega þúsund skammta af kalkún og það borðuðu líklega um þrjú þúsund manns hjá okkur í gær,“ segir Þórarinn og bætir við að góð stemning hafi verið í matsölunni þó mikið hafi verið að gera. „Það var rífandi stemming í gær, sérstaklega seinnipartinn. Þó það hafi um tima myndast raðir, þá ganga þær mjög hratt fyrir sig, en fólk kann mjög vel að meta hraða þjónustu, frábært verð og þau gæði sem veitingastaður IKEA er þekktur fyrir.“ Fjölmargir landsþekktir menn skelltu sér í IKEA. Meðal þeirra sem fengu sér kalkún voru Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í knattspyrnu, Skúli Óskarsson, kraftlyftingamaður og tvisvar sinnum íþróttamaður ársins og tónskáldið Hilmar Örn Hilmarsson. IKEA Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Fleiri fréttir Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Verslunin IKEA byrjaði að bjóða upp á þakkargjörðarmáltíð í gær en hún verður í sölu til jóla. Máltíðin samanstendur af kalkúnabringu, sykurbrúnuðum kartöflum, kalkúnafyllingu, rauðkáli, maísbaunum og sósu. Að sögn Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA, seldust um það bil 550 kíló af kalkúni og meðlæti í gær. „Við erum ekki með nákvæma tölu um hve margir borðuðu í gær þar sem margir geta verið á bak við hverja færslu. Við seldum hinsvegar tæplega þúsund skammta af kalkún og það borðuðu líklega um þrjú þúsund manns hjá okkur í gær,“ segir Þórarinn og bætir við að góð stemning hafi verið í matsölunni þó mikið hafi verið að gera. „Það var rífandi stemming í gær, sérstaklega seinnipartinn. Þó það hafi um tima myndast raðir, þá ganga þær mjög hratt fyrir sig, en fólk kann mjög vel að meta hraða þjónustu, frábært verð og þau gæði sem veitingastaður IKEA er þekktur fyrir.“ Fjölmargir landsþekktir menn skelltu sér í IKEA. Meðal þeirra sem fengu sér kalkún voru Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í knattspyrnu, Skúli Óskarsson, kraftlyftingamaður og tvisvar sinnum íþróttamaður ársins og tónskáldið Hilmar Örn Hilmarsson.
IKEA Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Fleiri fréttir Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira