Frumflutningur á Vísi: „Fjallar um þessa stórkostlegu tilfinningu að vera ástfanginn á jólunum“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 28. nóvember 2014 09:23 „Ég hef alltaf haft sérstaklega gaman af því að semja jólalög. Frá því að Sleðasöngurinn með Brooklyn fæv kom út árið 1998 hef ég reynt að sinna þessu,“ segir tónlistarmaðurinn Karl Olgeirsson. Hann samdi jólalagið Kraftaverk á jólum sem hann frumflytur á Vísi í dag en flytjendur lagsins eru þau Sigríður Beinteinsdóttir og Dagur Sigurðsson. Karl er kunnugur jólalögum af ýmsu tagi og er algjör reynslubolti þegar kemur að tónlist. „Frá árinu 2002 þangað til í fyrra sá ég um tónlistarstjórn og útsetningar í Frostrósum og hef samið þó nokkur lög fyrir þær. Meðal annars Af álfum sem kom úr á afmælisári Frostrósa 2011. Þegar ég áttaði mig á því að það væru engar Frostrósir í ár ákvað ég að drífa í að taka upp jólalag til að fylla upp í tómið,“ segir Karl. Hann var ekki í vafa um hvaða flytjendur hann ætti að fá til að túlka lagið. „Sigga Beinteins er náttúrulega ókrýnd jóladrottning okkar Íslendinga. Ég vann með Degi í Bat Out of Hell sýningunni í Eldborg og var þrumulostinn yfir þessari rödd. Ég er mjög stoltur yfir því að fá þau til að flytja þetta lag, þau gera það frábærlega, setja mikla sál í þetta.“ En um hvað er lagið? „Lagið fjallar um þessa stórkostlegu tilfinningu að vera ástfanginn á jólunum, eitthvað sem ég vona að flestir hafi upplifað. Sjálfur er ég ástfanginn upp fyrir haus um þessar mundir þannig að lagið segir satt og rétt frá,“ segir Karl í skýjunum en hann á von á barni með sinni heittelskuðu, söng- og leikkonunni Siggu Eyrúnu, þann 20. desember. Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Ég hef alltaf haft sérstaklega gaman af því að semja jólalög. Frá því að Sleðasöngurinn með Brooklyn fæv kom út árið 1998 hef ég reynt að sinna þessu,“ segir tónlistarmaðurinn Karl Olgeirsson. Hann samdi jólalagið Kraftaverk á jólum sem hann frumflytur á Vísi í dag en flytjendur lagsins eru þau Sigríður Beinteinsdóttir og Dagur Sigurðsson. Karl er kunnugur jólalögum af ýmsu tagi og er algjör reynslubolti þegar kemur að tónlist. „Frá árinu 2002 þangað til í fyrra sá ég um tónlistarstjórn og útsetningar í Frostrósum og hef samið þó nokkur lög fyrir þær. Meðal annars Af álfum sem kom úr á afmælisári Frostrósa 2011. Þegar ég áttaði mig á því að það væru engar Frostrósir í ár ákvað ég að drífa í að taka upp jólalag til að fylla upp í tómið,“ segir Karl. Hann var ekki í vafa um hvaða flytjendur hann ætti að fá til að túlka lagið. „Sigga Beinteins er náttúrulega ókrýnd jóladrottning okkar Íslendinga. Ég vann með Degi í Bat Out of Hell sýningunni í Eldborg og var þrumulostinn yfir þessari rödd. Ég er mjög stoltur yfir því að fá þau til að flytja þetta lag, þau gera það frábærlega, setja mikla sál í þetta.“ En um hvað er lagið? „Lagið fjallar um þessa stórkostlegu tilfinningu að vera ástfanginn á jólunum, eitthvað sem ég vona að flestir hafi upplifað. Sjálfur er ég ástfanginn upp fyrir haus um þessar mundir þannig að lagið segir satt og rétt frá,“ segir Karl í skýjunum en hann á von á barni með sinni heittelskuðu, söng- og leikkonunni Siggu Eyrúnu, þann 20. desember.
Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira