17 ára unglingur tryggði sér 180 milljónir króna um helgina 27. nóvember 2014 22:45 Lydia Ko hafði ríka ástæðu til að fagna um síðustu helgi. AP Hin 17 ára Lydia Ko, sem hefur á skömmum tíma skotist upp á stjörnuhimininn í golfheiminum en hún kórónaði frábært ár á LPGA-mótaröðinni um síðustu helgi með því að sigra á CME Group Tour meistaramótinu sem haldið var á Ritz Carlton vellinum í Flórída. Ko sigraði mótið eftir spennandi bráðabana við hina spænsku Carlottu Ciganda og Julieta Granada frá Paragvæ. Fyrir sigurinn fékk Ko rúmlega 60 milljónir íslenskra króna en þar sem hún sigraði einnig á tveimur öðrum mótum á árinu endaði hún efst á stigalista í lokamótaröð LPGA-mótaraðarinnar. Fyrir það fékk hún aukalega 120 milljónir króna. „Þegar að ég gekk inn og sá allan þennan pening í kistu í klúbbhúsinu hugsaði ég með mér hvað það væri magnað að sigra þetta, ég hef aldrei séð jafn mikinn pening á einum stað,“ sagði Ko við fréttamenn eftir hringinn. Ko var þó ekki eina sem fagnaði mikið eftir lokahringinn á CME Group Tour meistaramótinu en Bandaríski kylfingurinn Stacey Lewis kórónaði sögulega þrennu með því að vera valin kylfingur ársins á LPGA-mótaröðinni, að vera með besta meðalskorið á mótaröðinni og fyrir að hafa halað inn mestum pening á árinu. LPGA-mótaröðin fer núna í frí en hefst aftur í janúar á næsta ári. Golf Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Hin 17 ára Lydia Ko, sem hefur á skömmum tíma skotist upp á stjörnuhimininn í golfheiminum en hún kórónaði frábært ár á LPGA-mótaröðinni um síðustu helgi með því að sigra á CME Group Tour meistaramótinu sem haldið var á Ritz Carlton vellinum í Flórída. Ko sigraði mótið eftir spennandi bráðabana við hina spænsku Carlottu Ciganda og Julieta Granada frá Paragvæ. Fyrir sigurinn fékk Ko rúmlega 60 milljónir íslenskra króna en þar sem hún sigraði einnig á tveimur öðrum mótum á árinu endaði hún efst á stigalista í lokamótaröð LPGA-mótaraðarinnar. Fyrir það fékk hún aukalega 120 milljónir króna. „Þegar að ég gekk inn og sá allan þennan pening í kistu í klúbbhúsinu hugsaði ég með mér hvað það væri magnað að sigra þetta, ég hef aldrei séð jafn mikinn pening á einum stað,“ sagði Ko við fréttamenn eftir hringinn. Ko var þó ekki eina sem fagnaði mikið eftir lokahringinn á CME Group Tour meistaramótinu en Bandaríski kylfingurinn Stacey Lewis kórónaði sögulega þrennu með því að vera valin kylfingur ársins á LPGA-mótaröðinni, að vera með besta meðalskorið á mótaröðinni og fyrir að hafa halað inn mestum pening á árinu. LPGA-mótaröðin fer núna í frí en hefst aftur í janúar á næsta ári.
Golf Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira