Við tókum þennan rokkstjörnupakka á mjög skömmum tíma Tinni Sveinsson skrifar 26. nóvember 2014 16:30 Í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar Hljóðheima hér á Vísi er tónlistarmaðurinn og alþingismaðurinn Óttarr Proppé í aðalhlutverki. Óttarr ræðir hér tónlistarferil sinn, þar á meðal hljómsveitirnar Dr. Spock og Ham og fer um víðan völl. „Það var mín gæfa að ég var aldrei sérstaklega góður á hljóðfæri. Ég neyddist til að gera eitthvað annað. Var ekki góður söngvari en neyddist til að syngja og semja texta. Ég hafði gaman að því að semja texta,“ segir Óttarr þegar hann rifjar upp sín fyrstu ár í tónlist í Hafnarfirðinum.Myndatökumaðurinn Sindri Grétarsson og Guðni Einarsson við tökur á þættinum.„Ég kynnist síðan Sigurjóni Kjartanssyni, þessum villingi frá Ísafirði sem var fluttur í Kópavoginn. Hann var froðufellandi pönkrugludallur með gítaráhuga. Einhvern tímann kom sú hugmynd að tengja Hafnarfjarðarklíkuna og Kópavogsklíkuna og Björn Blöndal reddaði æfingahúsnæði,“ segir Óttarr um upphaf hljómsveitarinnar Ham. „Þetta gerðist síðan mjög hratt þarna 1988. Þetta var á sama tíma og Sykurmolarnir voru að slá í gegn í útlöndum. Nokkrum mánuðum seinna vorum við farnir að túra með þeim í Þýskalandi. Við tókum þennan rokkstjörnupakka á mjög skömmum tíma.“ Þátturinn er sá fyrsti í þessarri þáttaröð af Hljóðheimum. Meðal fleiri gesta í þáttaröðinni eru Sölvi Blöndal, Reykjavíkurdætur, Valgeir Sigurðsson í Bedroom Community og Boogie Trouble. Þættirnir hétu áður Á bak við borðin og hafa verið í sýningu hér á Vísi síðan í fyrra. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá tökunum á þáttaröðinni. Hljóðheimar Tónlist Tengdar fréttir Hljóðheimar hefja göngu sína á Vísi í næstu viku Guðni Einarsson skyggnist inn í vinnuferli tónlistarmanna í Hljóðheimum á Vísi. 20. nóvember 2014 12:15 Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Hvar eru þau nú? Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar Hljóðheima hér á Vísi er tónlistarmaðurinn og alþingismaðurinn Óttarr Proppé í aðalhlutverki. Óttarr ræðir hér tónlistarferil sinn, þar á meðal hljómsveitirnar Dr. Spock og Ham og fer um víðan völl. „Það var mín gæfa að ég var aldrei sérstaklega góður á hljóðfæri. Ég neyddist til að gera eitthvað annað. Var ekki góður söngvari en neyddist til að syngja og semja texta. Ég hafði gaman að því að semja texta,“ segir Óttarr þegar hann rifjar upp sín fyrstu ár í tónlist í Hafnarfirðinum.Myndatökumaðurinn Sindri Grétarsson og Guðni Einarsson við tökur á þættinum.„Ég kynnist síðan Sigurjóni Kjartanssyni, þessum villingi frá Ísafirði sem var fluttur í Kópavoginn. Hann var froðufellandi pönkrugludallur með gítaráhuga. Einhvern tímann kom sú hugmynd að tengja Hafnarfjarðarklíkuna og Kópavogsklíkuna og Björn Blöndal reddaði æfingahúsnæði,“ segir Óttarr um upphaf hljómsveitarinnar Ham. „Þetta gerðist síðan mjög hratt þarna 1988. Þetta var á sama tíma og Sykurmolarnir voru að slá í gegn í útlöndum. Nokkrum mánuðum seinna vorum við farnir að túra með þeim í Þýskalandi. Við tókum þennan rokkstjörnupakka á mjög skömmum tíma.“ Þátturinn er sá fyrsti í þessarri þáttaröð af Hljóðheimum. Meðal fleiri gesta í þáttaröðinni eru Sölvi Blöndal, Reykjavíkurdætur, Valgeir Sigurðsson í Bedroom Community og Boogie Trouble. Þættirnir hétu áður Á bak við borðin og hafa verið í sýningu hér á Vísi síðan í fyrra. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá tökunum á þáttaröðinni.
Hljóðheimar Tónlist Tengdar fréttir Hljóðheimar hefja göngu sína á Vísi í næstu viku Guðni Einarsson skyggnist inn í vinnuferli tónlistarmanna í Hljóðheimum á Vísi. 20. nóvember 2014 12:15 Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Hvar eru þau nú? Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Hljóðheimar hefja göngu sína á Vísi í næstu viku Guðni Einarsson skyggnist inn í vinnuferli tónlistarmanna í Hljóðheimum á Vísi. 20. nóvember 2014 12:15
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög