„Það var mín gæfa að ég var aldrei sérstaklega góður á hljóðfæri. Ég neyddist til að gera eitthvað annað. Var ekki góður söngvari en neyddist til að syngja og semja texta. Ég hafði gaman að því að semja texta,“ segir Óttarr þegar hann rifjar upp sín fyrstu ár í tónlist í Hafnarfirðinum.

„Þetta gerðist síðan mjög hratt þarna 1988. Þetta var á sama tíma og Sykurmolarnir voru að slá í gegn í útlöndum. Nokkrum mánuðum seinna vorum við farnir að túra með þeim í Þýskalandi. Við tókum þennan rokkstjörnupakka á mjög skömmum tíma.“
Þátturinn er sá fyrsti í þessarri þáttaröð af Hljóðheimum. Meðal fleiri gesta í þáttaröðinni eru Sölvi Blöndal, Reykjavíkurdætur, Valgeir Sigurðsson í Bedroom Community og Boogie Trouble.
Þættirnir hétu áður Á bak við borðin og hafa verið í sýningu hér á Vísi síðan í fyrra. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá tökunum á þáttaröðinni.