Foringinn fimmtugur - nýtt myndband frá Kátum piltum Tinni Sveinsson skrifar 22. nóvember 2014 11:00 Hallur Helgason, Hafnfirðingur, Færeyringur, barnastjarna, leikari, trymbill, fyrrverandi leikhús- og útvarpsstjóri, einkaflugmaður og rútubílstjóri, er fimmtugur í dag. Efnt verður til samkomu af því tilefni í húsakynnum Leikfélags Hafnarfjarðar í kvöld. Eins og upptalningin gefur til kynna er Halli margt til lista lagt, en ef undan er skilið aðalhlutverk í kvikmyndinni Punktur, punktur, komma, strik, er hann líkast til þekktastur fyrir það að vera trymbill í hinni fornfrægu sveit Kátum piltum úr Hafnarfirði, en þeir laumuðust í stúdíó til Jóns Indriðasonar af þessu tilefni og sungu lag sem fjallar um Hall -- og er honum til heiðurs. Sérstök afmælisútgáfa. Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður, æskuvinur Halls, klippti svo saman við lagið nokkur atriði frá ferli hans, eins og sjá má í meðfylgjandi vídeói. Lagið heitir Teppabúðin og hefur aldrei verið flutt opinberlega. Það var samið í einum af túrum hljómsveitarinnar um landið, á Dalvík nánar tiltekið. Þá hafði Atli Geir Grétarsson söngvari hljómsveitarinnar vogað sér að finna að því að völlur var á Halli, og bað hann vinsamlegast um að halda sig á mottunni. Hallur, eða Foringinn eins og hann er jafnan kallaður, svaraði yfir sig hneykslaður af bragði: „Á mottunni?! Ég á alla teppabúðina!“ Og á eftir fylgdi þvílík ræða að við henni var ekkert svar til nema semja lag. En, nú stendur mikið til og munu Kátir piltar og Stuðmenn skemmta í afmælishófinu í kvöld. „Já, eins ótrúlega og það nú hljómar þá mun þetta vera í fyrsta skipti sem það gerist að Stuðmenn og Kátir piltar troða upp saman. Eða, eru á sama venjúínu eins og það heitir víst nú,“ segir Steinn Ármann Magnússon, leikari, félagi Halls og Kátur piltur. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að dr. Gunni rokksöguspekingur sé að taka niður punkta, því þetta er sögulegur viðburður. Og, slíkur er máttur Foringjans.“Foringinn? „Já, hann hefur nú lengstum verið kallaður Foringinn. Hefur reyndar verið kallaður eitt og annað í gegnum tíðina svo sem Luri lúnkni, Rakarinn, Flónarinn og það nýjasta sem er Halli frjálsi. En Foringinn er það nú helst. Og saga frá því að segja hvernig sú nafngift kom til, en sú saga verður aldrei sögð opinberlega. Eða, kannski í kvöld.“ Tónlist Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Hallur Helgason, Hafnfirðingur, Færeyringur, barnastjarna, leikari, trymbill, fyrrverandi leikhús- og útvarpsstjóri, einkaflugmaður og rútubílstjóri, er fimmtugur í dag. Efnt verður til samkomu af því tilefni í húsakynnum Leikfélags Hafnarfjarðar í kvöld. Eins og upptalningin gefur til kynna er Halli margt til lista lagt, en ef undan er skilið aðalhlutverk í kvikmyndinni Punktur, punktur, komma, strik, er hann líkast til þekktastur fyrir það að vera trymbill í hinni fornfrægu sveit Kátum piltum úr Hafnarfirði, en þeir laumuðust í stúdíó til Jóns Indriðasonar af þessu tilefni og sungu lag sem fjallar um Hall -- og er honum til heiðurs. Sérstök afmælisútgáfa. Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður, æskuvinur Halls, klippti svo saman við lagið nokkur atriði frá ferli hans, eins og sjá má í meðfylgjandi vídeói. Lagið heitir Teppabúðin og hefur aldrei verið flutt opinberlega. Það var samið í einum af túrum hljómsveitarinnar um landið, á Dalvík nánar tiltekið. Þá hafði Atli Geir Grétarsson söngvari hljómsveitarinnar vogað sér að finna að því að völlur var á Halli, og bað hann vinsamlegast um að halda sig á mottunni. Hallur, eða Foringinn eins og hann er jafnan kallaður, svaraði yfir sig hneykslaður af bragði: „Á mottunni?! Ég á alla teppabúðina!“ Og á eftir fylgdi þvílík ræða að við henni var ekkert svar til nema semja lag. En, nú stendur mikið til og munu Kátir piltar og Stuðmenn skemmta í afmælishófinu í kvöld. „Já, eins ótrúlega og það nú hljómar þá mun þetta vera í fyrsta skipti sem það gerist að Stuðmenn og Kátir piltar troða upp saman. Eða, eru á sama venjúínu eins og það heitir víst nú,“ segir Steinn Ármann Magnússon, leikari, félagi Halls og Kátur piltur. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að dr. Gunni rokksöguspekingur sé að taka niður punkta, því þetta er sögulegur viðburður. Og, slíkur er máttur Foringjans.“Foringinn? „Já, hann hefur nú lengstum verið kallaður Foringinn. Hefur reyndar verið kallaður eitt og annað í gegnum tíðina svo sem Luri lúnkni, Rakarinn, Flónarinn og það nýjasta sem er Halli frjálsi. En Foringinn er það nú helst. Og saga frá því að segja hvernig sú nafngift kom til, en sú saga verður aldrei sögð opinberlega. Eða, kannski í kvöld.“
Tónlist Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira