Innlent

Gosið í Holuhrauni hefur nú staðið í hundrað daga

Enn gýs við Holuhraun þótt eitthvað hafi dregið úr gosinu.
Enn gýs við Holuhraun þótt eitthvað hafi dregið úr gosinu. Vísir/Stefán
Eldgosið í Holuhrauni er hundrað daga gamalt í dag og hefur það sést óvenju vel á vefmyndavélum Mílu í nótt. Talið er að hraunbreiðan hafi nú náð 80 ferkílómetrum.

Heldur hefur dregið hefur úr útbreiðsluhraða gossins, en á móti er það að þykkna. Hraunflæðið er nú um hundrað rúmmetrar á sekúndu, sem er umþaðbil helmingi minna en í upphafi gossins. Vísindamenn telja þó að það geti staðið í nokkra mánuði í viðbót, að minnstakosti.

Engir stórskjálftar voru í Bárðarbungu í nótt en þar mældust tveir skjálftar á bilinu fjögur til fimm stig í gær. Gasmengun frá eldstöðvunum leggur nú til suðurs og suðausturs. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×