Jordan Spieth sigraði örugglega á Hero World Challenge 7. desember 2014 23:53 Jordan Spieth var vel að sigrinum kominn. AP Jordan Spieth sigraði á Hero World Challege með yfirburðum nú í kvöld en þessi ungi Bandaríkjamaður lék hringina fjóra á Isleworth vellinum á 26 höggum undir pari. Spieth sýndi fádæma yfirburði í móti þar sem aðeins 18 stigahæstu kylfingar heims höfðu þátttökurétt en í öðru sæti, heilum tíu höggum á eftir Spieth, kom Henrik Stenson á 16 höggum undir pari. Þetta er annað mótið á tveimur vikum sem Spieth sigrar í en hann lék best allra á Opna ástralska meistaramótinu sem fram fór um síðustu helgi. Fyrir sigrana tvo hefur hann halað inn rúmlega 250 milljónum í verðlaunafé sem verður að teljast ágæt desemberuppbót fyrir 21 árs strák sem fyrir nákvæmlega tveimur árum gerðist atvinnumaður í golfi.Tiger Woods lék lokahringinn í endurkomu sinni á 72 höggum eða pari en hann sýndi ágæta takta á köflum um helgina þrátt fyrir að vera með leiðinda flensu. Þá var eflaust mikilvægt fyrir Woods að hafa ekki fundið fyrir neinum meiðslum í bakinu en fyrir utan mörg slæm mistök í stutta spilinu þá virtist hann í góðu formi. PGA-mótaröðin fer í jólafrí núna en um miðjan janúar hefst regluleg dagskrá á ný með móti meistarana á Hawaii. Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Jordan Spieth sigraði á Hero World Challege með yfirburðum nú í kvöld en þessi ungi Bandaríkjamaður lék hringina fjóra á Isleworth vellinum á 26 höggum undir pari. Spieth sýndi fádæma yfirburði í móti þar sem aðeins 18 stigahæstu kylfingar heims höfðu þátttökurétt en í öðru sæti, heilum tíu höggum á eftir Spieth, kom Henrik Stenson á 16 höggum undir pari. Þetta er annað mótið á tveimur vikum sem Spieth sigrar í en hann lék best allra á Opna ástralska meistaramótinu sem fram fór um síðustu helgi. Fyrir sigrana tvo hefur hann halað inn rúmlega 250 milljónum í verðlaunafé sem verður að teljast ágæt desemberuppbót fyrir 21 árs strák sem fyrir nákvæmlega tveimur árum gerðist atvinnumaður í golfi.Tiger Woods lék lokahringinn í endurkomu sinni á 72 höggum eða pari en hann sýndi ágæta takta á köflum um helgina þrátt fyrir að vera með leiðinda flensu. Þá var eflaust mikilvægt fyrir Woods að hafa ekki fundið fyrir neinum meiðslum í bakinu en fyrir utan mörg slæm mistök í stutta spilinu þá virtist hann í góðu formi. PGA-mótaröðin fer í jólafrí núna en um miðjan janúar hefst regluleg dagskrá á ný með móti meistarana á Hawaii.
Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira