Woods: Stutta spilið var hræðilegt 5. desember 2014 16:45 Tiger Woods AP Tiger Woods lýsti stutta spilinu hjá sér sem „hræðilegu“ eftir fyrsta hring á Hero World Challenge í gær enda virtist þessi goðsagnakenndi kylfingur eiga langt í land til þess að berjast við þá bestu á ný eftir langt hlé vegna meiðsla. Woods lék Isleworth völlinn í Flórída, sem hefur verið heimavöllur hans til margra ára, á 77 höggum í gær eða fimm yfir pari en hann virtist sjálfur mjög hissa á frammistöðu sinni í viðtali við fréttamenn eftir hringinn. „Þetta var svona einn af þessum dögum þar sem ekkert gekk eftir hjá mér. Ég sló mörg góð högg en mér tókst ekki að nýta þá sénsa sem ég bjó til.“ Þá segir Woods að hann hafi ekki hugmynd um af hverju stutta spilið gekk svona illa en hann þurfti stundum að vippa tvisvar inn á flatir sem hann hitti ekki af örfáum metrum. „Það var ekkert sem undirbjó mig undir þetta, stutta spilið var hræðilegt. Ég á bara erfitt með að átta mig hvernig ég fór að því að klúðra einföldum vippum á svona hátt.“ Það verður áhugavert að fylgjast með því í hvernig stuði Woods mætir til leiks í dag en annar hringur frá Isleworth verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:00 í kvöld. Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods lýsti stutta spilinu hjá sér sem „hræðilegu“ eftir fyrsta hring á Hero World Challenge í gær enda virtist þessi goðsagnakenndi kylfingur eiga langt í land til þess að berjast við þá bestu á ný eftir langt hlé vegna meiðsla. Woods lék Isleworth völlinn í Flórída, sem hefur verið heimavöllur hans til margra ára, á 77 höggum í gær eða fimm yfir pari en hann virtist sjálfur mjög hissa á frammistöðu sinni í viðtali við fréttamenn eftir hringinn. „Þetta var svona einn af þessum dögum þar sem ekkert gekk eftir hjá mér. Ég sló mörg góð högg en mér tókst ekki að nýta þá sénsa sem ég bjó til.“ Þá segir Woods að hann hafi ekki hugmynd um af hverju stutta spilið gekk svona illa en hann þurfti stundum að vippa tvisvar inn á flatir sem hann hitti ekki af örfáum metrum. „Það var ekkert sem undirbjó mig undir þetta, stutta spilið var hræðilegt. Ég á bara erfitt með að átta mig hvernig ég fór að því að klúðra einföldum vippum á svona hátt.“ Það verður áhugavert að fylgjast með því í hvernig stuði Woods mætir til leiks í dag en annar hringur frá Isleworth verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:00 í kvöld.
Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira