Innlent

Fjórir jafnstórir við Bárðarbungu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/auðunn níelsson
Síðasta sólarhring hafa fjórir skjálftar af stærðinni 4,3 mælst við norðanverðan öskjubarm Bárðarbungu. Einn um klukkan fjögur í gær og hinir þrír það sem af er þessum degi.

Lítil virkni er í ganginum líkt og undanfarna daga. Ágætlega sést til gossins á vefmyndavélum og virðist góður gangur í því.

Gasmengun frá eldgosinu í Holuhrauni berst til suðurs og austurs í dag, en vindur er hægur. Loftgæði voru með ágætum á öllum sjálfvirkum mælistöðvum klukkan sex í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×