Tiger Woods átti hræðilega endurkomu á golfvöllinn 4. desember 2014 22:05 Tiger var hálf bugaður á Isleworth. AP Tiger Woods átti dag á golfvellinum sem hann vill eflaust gleyma sem fyrst en eftir að hafa tekið sér nokkurra mánaða frí frá keppnisgolfi snéri hann til baka á Hero World Challenge í kvöld. Woods lék fyrsta hring á Isleworth vellinum á 77 höggum eða fimm yfir pari, en hann gerði sig sekur um mörg klaufaleg byrjendamistök í kring um flatirnar. Það var á tímum pínlegt að horfa á Woods sem virkaði greinilega ryðgaður eftir fjarveru sína en hann fékk skolla á fyrstu tveimur holunum, komst aldrei almennilega í gang og situr í síðasta sæti mótsins. Á meðan fór Jordan Spieth á kostum en hann leiðir mótið eftir fyrsta hring upp á 66 högg eða sex undir pari. Hann sigraði á Emirates Australian Open um síðustu helgi eftir magnaðan lokahring upp á 63 högg en þessi ungi Bandaríkjamaður virðist vera í frábæru formi þessa dagana. Sigurvegari síðasta árs, Zach Johnson, deilir öðru sætinu á fimm höggum undir pari ásamt Rickie Fowler, Steve Stricker og Henrik Stenson. Annar hringur á Hero World Challenge verður í beinni útsendingu á morgun frá klukkan 19:00 á Golfstöðinni. Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger Woods átti dag á golfvellinum sem hann vill eflaust gleyma sem fyrst en eftir að hafa tekið sér nokkurra mánaða frí frá keppnisgolfi snéri hann til baka á Hero World Challenge í kvöld. Woods lék fyrsta hring á Isleworth vellinum á 77 höggum eða fimm yfir pari, en hann gerði sig sekur um mörg klaufaleg byrjendamistök í kring um flatirnar. Það var á tímum pínlegt að horfa á Woods sem virkaði greinilega ryðgaður eftir fjarveru sína en hann fékk skolla á fyrstu tveimur holunum, komst aldrei almennilega í gang og situr í síðasta sæti mótsins. Á meðan fór Jordan Spieth á kostum en hann leiðir mótið eftir fyrsta hring upp á 66 högg eða sex undir pari. Hann sigraði á Emirates Australian Open um síðustu helgi eftir magnaðan lokahring upp á 63 högg en þessi ungi Bandaríkjamaður virðist vera í frábæru formi þessa dagana. Sigurvegari síðasta árs, Zach Johnson, deilir öðru sætinu á fimm höggum undir pari ásamt Rickie Fowler, Steve Stricker og Henrik Stenson. Annar hringur á Hero World Challenge verður í beinni útsendingu á morgun frá klukkan 19:00 á Golfstöðinni.
Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira