Gallonið af bensíni undir 2 dollara vestanhafs Finnur Thorlacius skrifar 4. desember 2014 15:45 Þeir gleðjast bíleigendurnir í Bandaríkjunum um þessar mundir, sem víðar. Á bensínstöð einni í Oklahoma City í Bandaríkjunum má nú kaupa gallonið af bensíni á 1,99 dollara. Það samsvarar 65 krónum á hvern líter, eða 3,37 sinnum lægra en það verð sem í boði er á ódýrustu bensínstöðinni hérlendis. Meðalbensínverð í Bandaríkjunum er nú 2,746 dollarar, en mikill munur getur verið á milli bensínstöðva og fylkja þarlendis. Bensínverð hefur lækkað mjög hratt á undanförnum mánuðum og ræður þar mestu mikið framboð þess, þar sem OPEC ríkin hafa ekki viljað minnka framleiðslu sína og Bandaríkjamenn hafa að auki stóraukið framleiðslu sína með „fracking“-vinnslu á olíu. Áfram er spáð lækkun verðs á bensíni, sem og aukinni sölu á bílum í Bandaríkjunum þess vegna. Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent
Á bensínstöð einni í Oklahoma City í Bandaríkjunum má nú kaupa gallonið af bensíni á 1,99 dollara. Það samsvarar 65 krónum á hvern líter, eða 3,37 sinnum lægra en það verð sem í boði er á ódýrustu bensínstöðinni hérlendis. Meðalbensínverð í Bandaríkjunum er nú 2,746 dollarar, en mikill munur getur verið á milli bensínstöðva og fylkja þarlendis. Bensínverð hefur lækkað mjög hratt á undanförnum mánuðum og ræður þar mestu mikið framboð þess, þar sem OPEC ríkin hafa ekki viljað minnka framleiðslu sína og Bandaríkjamenn hafa að auki stóraukið framleiðslu sína með „fracking“-vinnslu á olíu. Áfram er spáð lækkun verðs á bensíni, sem og aukinni sölu á bílum í Bandaríkjunum þess vegna.
Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent