Birtu laun Rogen og Franco fyrir The Interview Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2014 13:55 James Franco og Seth Rogen. Vísir/AFP Hakkarar sem taldir eru vera tengdir Norður-Kóreu birtu í dag laun leikaranna Seth Rogen og James Franco fyrir myndina The Interview. Upplýsingarnar voru hluti skjala sem tekin voru í tölvuárás á höfuðstöðvar kvikmyndadeildar Sony í Kaliforníu. Seth Rogen fær 8,4 milljónir dala í laun, sem samsvarar rétt rúmum milljarði króna. James Franco fær 6,5 milljónir dala, eða rúmar 800 milljónir króna. Kvikmyndin The Interview segir sögu tveggja fréttamanna sem ætla að taka viðtal við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Þeir dragast svo inn í áætlun CIA sem gengur út að ráða Kim Jong-un af lífi. Á vef Business Insider er rifjað upp hve harkalega yfirvöld í Norður-Kóreu brugðust við þegar söguþráður myndarinnar var gerður opinber. Meðal annars sögðu þeir myndina vera stríðsyfirlýsingu og hryðjuverk. Þá hótuðu þeir miskunnarlausum viðbrögðum. Þá segir frá því að öryggissérfræðingar hafi fundið kóða í kerfi Sony sem sé alveg eins og kóði sem fannst eftir árás á banka og sjónvarpsstöðvar í Suður-Kóreu. Tölvuárásir á fleiri fyrirtæki í Bandaríkjunum, eins og Home Depot, sem raktar hafa verið til Norður-Kóreu. Seth Rogen hefur þó komið myndinni til varnar á Twitter. „Persónulega er mér alveg sama þó myndin komi fram við Kim, þar sem hann er illur. Það er þó ekki ætlunin. Norður-Kóra hefur framleitt heilu tonnin af áróðursmyndum sem sýna eyðileggingu Bandaríkjanna,“ hefur Business Insider eftir Seth Rogen. Í árásinni á tölvukerfi Sony var kvikmyndum lekið sem jafnvel höfðu ekki verið sýndar í kvikmyndahúsum, auk mikilla gagna. Þar á meðal far skjal sem innihélt lykilorð, laun og margt fleira. Bíó og sjónvarp Sony-hakkið Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Hakkarar sem taldir eru vera tengdir Norður-Kóreu birtu í dag laun leikaranna Seth Rogen og James Franco fyrir myndina The Interview. Upplýsingarnar voru hluti skjala sem tekin voru í tölvuárás á höfuðstöðvar kvikmyndadeildar Sony í Kaliforníu. Seth Rogen fær 8,4 milljónir dala í laun, sem samsvarar rétt rúmum milljarði króna. James Franco fær 6,5 milljónir dala, eða rúmar 800 milljónir króna. Kvikmyndin The Interview segir sögu tveggja fréttamanna sem ætla að taka viðtal við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Þeir dragast svo inn í áætlun CIA sem gengur út að ráða Kim Jong-un af lífi. Á vef Business Insider er rifjað upp hve harkalega yfirvöld í Norður-Kóreu brugðust við þegar söguþráður myndarinnar var gerður opinber. Meðal annars sögðu þeir myndina vera stríðsyfirlýsingu og hryðjuverk. Þá hótuðu þeir miskunnarlausum viðbrögðum. Þá segir frá því að öryggissérfræðingar hafi fundið kóða í kerfi Sony sem sé alveg eins og kóði sem fannst eftir árás á banka og sjónvarpsstöðvar í Suður-Kóreu. Tölvuárásir á fleiri fyrirtæki í Bandaríkjunum, eins og Home Depot, sem raktar hafa verið til Norður-Kóreu. Seth Rogen hefur þó komið myndinni til varnar á Twitter. „Persónulega er mér alveg sama þó myndin komi fram við Kim, þar sem hann er illur. Það er þó ekki ætlunin. Norður-Kóra hefur framleitt heilu tonnin af áróðursmyndum sem sýna eyðileggingu Bandaríkjanna,“ hefur Business Insider eftir Seth Rogen. Í árásinni á tölvukerfi Sony var kvikmyndum lekið sem jafnvel höfðu ekki verið sýndar í kvikmyndahúsum, auk mikilla gagna. Þar á meðal far skjal sem innihélt lykilorð, laun og margt fleira.
Bíó og sjónvarp Sony-hakkið Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira