„Að sjálfsögðu verður maður fyrir vonbrigðum“ Kolbeinn Tumi Daðason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 4. desember 2014 13:22 Ragnheiður segir að ákvörðun Bjarna Benediktssonar hafi komið þingflokknum í opna skjöldu. Vísir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist vera í pólitík til þess að hafa áhrif. Skipun Ólafar Nordal í embætti innanríkisráðherra hafi komið á óvart. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, tilkynnti um skipun Ólafar á fundi með þingmönnum flokksins í morgun. „Þetta kom þingflokknum verulega á óvart. Hennar nafn hafði aldrei komið upp í þessari umræðu,“ segir Ragnheiður í samtali við Vísi. Skipun Ólafar kom fjölmiðlum einnig í opna skjöldu sem höfðu flestir spáð því að Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, yrði skipaður. Hann hafnaði hins vegar boði Bjarna um ráðherrastól. Sjá einnig: Pétur Blöndal vonsvikinn Ragnheiður leyndi því ekki í samtali við Vísi að hún væri svekkt með að gengið hefði verið framhjá sér. „Ef þú ert í pólitík þá ertu þar til að hafa áhrif. Ef þú telur þig hafa eiginleika og vera þokkalega menntuð, hafa reynslu, þá verður maður að sjálfsögðu fyrir vonbrigðum,“ segir Ragnheiður. Hún bætir þó við að svona sé lífið og það þýði ekki að velta sér upp úr svona hlutum. Ólöf sé flott kona og hún óski vinkonu sinni alls hins best í embætti.Ólöf Nordal er tuttugasti utanþingsráðherrann sem skipaður hefur verið.Vísir/ValliFormaðurinn fór óvenjulega leið Aðeins nítján ráðherrar hafa verið utan þings og segir stjórnamálfræðingur Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, fara nokkuð óvenjulega leið með því að velja Ólöfu Nordal sem nýjan innanríkisráðherra. Gengið sé framhjá þingflokksformanninum en Ólöf hefur verið dyggur stuðningmaður formannsins. Mörgum kom á óvart þegar tilkynnt var að Ólöf Nordal verði nýr innanríkisáðherra enda er hún ekki ein þeirra sem orðuð hafði verið við embættið. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir formann flokksins fara nokkuð óvenjulega leið. „Það sem maður getur svona séð að Bjarni hafi verið að hugsa um er að hann slær flugur í einu höggi. Hann fær konu með reynslu sem er jafnframt lögfræðingur. Það var svona sterk krafa um að kona yrði ráðherra enda svona hallar svolítið á konur í þessari ríkisstjórn og Ólöf er kona með reynslu úr stjórnmálunum,“ segir Stefanía.Bjarni ræðir við blaðamenn að loknum þingflokksfundi í morgun.Vísir/GVAGengið framhjá Ragnheiði Stjórnmálafræðingurinn minnir á að Ólöf hafi verið dyggur stuðningsmaður Bjarna í gegnum tíðina. „Svo kemur á móti að hún hefur verið að glíma við erfið veikindi og er að stíga upp úr því þannig að þetta verður töluvert mikið átak fyrir hana, jafnframt því að ná fullum bata. Svo getur maður velt því fyrir sér hvers vegna hann leitar út fyrir þingflokkinn. Það er nú hefð fyrir því að þingflokksformaður gangi fyrir sem svona næsti ráðherra þegar að það losnar. Í þessu tilviki er það Ragnheiður Ríkharðsdóttir en það er sem sagt gengið framhjá henni núna,“ segir Stefanía. Hún telur að það að Ragnheiður vilji ljúka aðildarviðræðunum við Evrópusambandið hafi mikið að segja um það. Þá segir Stefanía sjaldgæft að skipaðir séu ráðherrar sem sitja ekki á þingi. Aðeins hafi nítján slíkir ráðherrar verið skipaðir. Flestir hafi þó haft reynslu af þingstörfum. Tengdar fréttir Ólöf Nordal verður innanríkisráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti Ólöfu Nordal ákvörðun sína um kvöldmatarleytið í gær. 4. desember 2014 10:18 Pétur Blöndal er vonsvikinn „Mér líst vel á nýjan ráðherra en átti ekki von á þessu,“ segir Pétur Blöndal. 4. desember 2014 13:26 Mætti ekki á ríkisráðsfund Hanna Birna Kristjánsdóttir mætti ekki á ríkisráðsfundinn sem nú fer fram á Bessastöðum. 4. desember 2014 13:12 Endanleg ákvörðun um nýjan ráðherra tekin í gær Bjarni Benediktsson ræddi síðast í gær við Einar K. Guðfinnsson um skipan í ráðherraembætti. Um kvöldmatarleytið tilkynnti hann svo Ólöfu Nordal að hann hefði tekið endanlega ákvörðun. 4. desember 2014 11:01 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist vera í pólitík til þess að hafa áhrif. Skipun Ólafar Nordal í embætti innanríkisráðherra hafi komið á óvart. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, tilkynnti um skipun Ólafar á fundi með þingmönnum flokksins í morgun. „Þetta kom þingflokknum verulega á óvart. Hennar nafn hafði aldrei komið upp í þessari umræðu,“ segir Ragnheiður í samtali við Vísi. Skipun Ólafar kom fjölmiðlum einnig í opna skjöldu sem höfðu flestir spáð því að Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, yrði skipaður. Hann hafnaði hins vegar boði Bjarna um ráðherrastól. Sjá einnig: Pétur Blöndal vonsvikinn Ragnheiður leyndi því ekki í samtali við Vísi að hún væri svekkt með að gengið hefði verið framhjá sér. „Ef þú ert í pólitík þá ertu þar til að hafa áhrif. Ef þú telur þig hafa eiginleika og vera þokkalega menntuð, hafa reynslu, þá verður maður að sjálfsögðu fyrir vonbrigðum,“ segir Ragnheiður. Hún bætir þó við að svona sé lífið og það þýði ekki að velta sér upp úr svona hlutum. Ólöf sé flott kona og hún óski vinkonu sinni alls hins best í embætti.Ólöf Nordal er tuttugasti utanþingsráðherrann sem skipaður hefur verið.Vísir/ValliFormaðurinn fór óvenjulega leið Aðeins nítján ráðherrar hafa verið utan þings og segir stjórnamálfræðingur Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, fara nokkuð óvenjulega leið með því að velja Ólöfu Nordal sem nýjan innanríkisráðherra. Gengið sé framhjá þingflokksformanninum en Ólöf hefur verið dyggur stuðningmaður formannsins. Mörgum kom á óvart þegar tilkynnt var að Ólöf Nordal verði nýr innanríkisáðherra enda er hún ekki ein þeirra sem orðuð hafði verið við embættið. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir formann flokksins fara nokkuð óvenjulega leið. „Það sem maður getur svona séð að Bjarni hafi verið að hugsa um er að hann slær flugur í einu höggi. Hann fær konu með reynslu sem er jafnframt lögfræðingur. Það var svona sterk krafa um að kona yrði ráðherra enda svona hallar svolítið á konur í þessari ríkisstjórn og Ólöf er kona með reynslu úr stjórnmálunum,“ segir Stefanía.Bjarni ræðir við blaðamenn að loknum þingflokksfundi í morgun.Vísir/GVAGengið framhjá Ragnheiði Stjórnmálafræðingurinn minnir á að Ólöf hafi verið dyggur stuðningsmaður Bjarna í gegnum tíðina. „Svo kemur á móti að hún hefur verið að glíma við erfið veikindi og er að stíga upp úr því þannig að þetta verður töluvert mikið átak fyrir hana, jafnframt því að ná fullum bata. Svo getur maður velt því fyrir sér hvers vegna hann leitar út fyrir þingflokkinn. Það er nú hefð fyrir því að þingflokksformaður gangi fyrir sem svona næsti ráðherra þegar að það losnar. Í þessu tilviki er það Ragnheiður Ríkharðsdóttir en það er sem sagt gengið framhjá henni núna,“ segir Stefanía. Hún telur að það að Ragnheiður vilji ljúka aðildarviðræðunum við Evrópusambandið hafi mikið að segja um það. Þá segir Stefanía sjaldgæft að skipaðir séu ráðherrar sem sitja ekki á þingi. Aðeins hafi nítján slíkir ráðherrar verið skipaðir. Flestir hafi þó haft reynslu af þingstörfum.
Tengdar fréttir Ólöf Nordal verður innanríkisráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti Ólöfu Nordal ákvörðun sína um kvöldmatarleytið í gær. 4. desember 2014 10:18 Pétur Blöndal er vonsvikinn „Mér líst vel á nýjan ráðherra en átti ekki von á þessu,“ segir Pétur Blöndal. 4. desember 2014 13:26 Mætti ekki á ríkisráðsfund Hanna Birna Kristjánsdóttir mætti ekki á ríkisráðsfundinn sem nú fer fram á Bessastöðum. 4. desember 2014 13:12 Endanleg ákvörðun um nýjan ráðherra tekin í gær Bjarni Benediktsson ræddi síðast í gær við Einar K. Guðfinnsson um skipan í ráðherraembætti. Um kvöldmatarleytið tilkynnti hann svo Ólöfu Nordal að hann hefði tekið endanlega ákvörðun. 4. desember 2014 11:01 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Ólöf Nordal verður innanríkisráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti Ólöfu Nordal ákvörðun sína um kvöldmatarleytið í gær. 4. desember 2014 10:18
Pétur Blöndal er vonsvikinn „Mér líst vel á nýjan ráðherra en átti ekki von á þessu,“ segir Pétur Blöndal. 4. desember 2014 13:26
Mætti ekki á ríkisráðsfund Hanna Birna Kristjánsdóttir mætti ekki á ríkisráðsfundinn sem nú fer fram á Bessastöðum. 4. desember 2014 13:12
Endanleg ákvörðun um nýjan ráðherra tekin í gær Bjarni Benediktsson ræddi síðast í gær við Einar K. Guðfinnsson um skipan í ráðherraembætti. Um kvöldmatarleytið tilkynnti hann svo Ólöfu Nordal að hann hefði tekið endanlega ákvörðun. 4. desember 2014 11:01