Snickers-smákökur Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 4. desember 2014 18:00 Snickers-smákökur 4 bollar hveiti 1 tsk matarsódi 1 tsk lyftiduft 2 tsk maizena 3/4 tsk salt 1 1/4 bolli brúnað smjör 1/4 bolli mjúkur rjómaostur 1 1/2 bolli púðursykur 1 bolli sykur 2 egg 1 msk vanilludropar 1 bolli súkkulaðibitar 1/2 bolli 60% súkkulaðibitar 1/2 bolli Snickers, saxað (má vera meira) 24 karamellur, skornar í helminga (eða karamellusósa) Byrjið á að brúna smjörið. Bræðið smjörið yfir miðlungshita og leyfið því að sjóða í pottinum þangað til það verður brúnt og lyktar eins og hnetur. Setjið í skál og kælið. Blandið hveiti, matarsóda, lyftidufti, maizena og salti saman í skál og setjið til hliðar. Blandið smjöri, rjómaosti, púðursykri og sykri saman í skál og hrærið í 3 til 4 mínútur. Bætið eggjunum saman við, einu í einu og vanilludropunum. Blandið þurrefnunum varlega saman við. Blandið súkkulaðinu og Snickers saman við með sleif. Kælið deigið í ísskáp yfir nótt. Hitið ofninn í 180°C og setjið bökunarpappír á ofnplötur. Búið til kúlur úr deiginu og setjið karamellu í miðjuna eða karamellusósu. Fletjið kökurnar aðeins út og setjið á ofnplötu. Bakið í 10 til 12 mínútur.Fengið hér. Smákökur Uppskriftir Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Snickers-smákökur 4 bollar hveiti 1 tsk matarsódi 1 tsk lyftiduft 2 tsk maizena 3/4 tsk salt 1 1/4 bolli brúnað smjör 1/4 bolli mjúkur rjómaostur 1 1/2 bolli púðursykur 1 bolli sykur 2 egg 1 msk vanilludropar 1 bolli súkkulaðibitar 1/2 bolli 60% súkkulaðibitar 1/2 bolli Snickers, saxað (má vera meira) 24 karamellur, skornar í helminga (eða karamellusósa) Byrjið á að brúna smjörið. Bræðið smjörið yfir miðlungshita og leyfið því að sjóða í pottinum þangað til það verður brúnt og lyktar eins og hnetur. Setjið í skál og kælið. Blandið hveiti, matarsóda, lyftidufti, maizena og salti saman í skál og setjið til hliðar. Blandið smjöri, rjómaosti, púðursykri og sykri saman í skál og hrærið í 3 til 4 mínútur. Bætið eggjunum saman við, einu í einu og vanilludropunum. Blandið þurrefnunum varlega saman við. Blandið súkkulaðinu og Snickers saman við með sleif. Kælið deigið í ísskáp yfir nótt. Hitið ofninn í 180°C og setjið bökunarpappír á ofnplötur. Búið til kúlur úr deiginu og setjið karamellu í miðjuna eða karamellusósu. Fletjið kökurnar aðeins út og setjið á ofnplötu. Bakið í 10 til 12 mínútur.Fengið hér.
Smákökur Uppskriftir Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira