Ólöf Nordal verður innanríkisráðherra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2014 10:18 "Ég er mjög þakklát,“ segir Ólöf í samtali við Vísi. Vísir/Valli Ólöf Nordal verður næsti innanríkisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, tilkynnti þingmönnum flokksins skipan nýs ráðherra á þingflokksfundi í Valhöll fyrir stundu. Ólöf tekur við embættinu af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem sagði af sér á dögunum. Bjarni Benediktsson greindi frá því í samtali við fjölmiðla að fundinum loknum að daginn sem Hanna Birna tilkynnti um afsögn sína hefði hann haft samband við Einar K. Guðfinnsson, forseta Alþingis. Einar afþakkaði hins vegar ráðherrastöðuna. Það var svo um kvöldmatarleytið í gær sem Bjarni tilkynnti Ólöfu ákvörðun sína. „Ég er mjög þakklát,“ segir Ólöf í samtali við Vísi. Hún mun gegna öllum þeim skyldum sem Hanna Birna gegndi eftir síðustu kosningar og Ögmundur Jónasson á undan henni. Það er, öllum þeim verkefnum sem áður heyrðu undir dómsmálaráðuneytið og samgönguráðuneytið.Frá þingflokksfundinum í morgun í Valhöll.Vísir/GVATuttugasti utanþingsráðherrann Ólöf er lögfræðimenntuð og formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands. Þá er hún fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur glímt við erfið veikindi eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Illkynja æxli var fjarlægt úr líkama hennar í sumar. Hún mun hins vegar hafa náð fullri heilsu og er klár í slaginn. Ólöf er tuttugasti utanþingsráðherrann sem skipaður hefur verið hér á landi. Tveir síðustu voru Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra og Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra. Boðað hefur verið til ríkisráðsfundar að Bessastöðum klukkan 13 í dag. Þar mun Hanna Birna formlega segja af sér embætti innanríkisráðherra og Ólöf taka við embætti. Sem kunnugt er óskaði hún eftir því að láta af embætti í kjölfar þess að aðstoðarmaður hennar var dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að leka persónulegum upplýsingum um hælisleitanda úr innanríkisráðuneytinu.Tilkynningin frá SjálfstæðisflokknumÞingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti rétt í þessu að skipa Ólöfu Nordal í embætti innanríkisráðherra. Ólöf tekur við ráðherradómi af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, varaformanni Sjálfstæðisflokksins á ríkisráðsfundi í dag. Samhliða skipun Ólafar færast dómsmálin í innanríkisráðuneytið að nýju.Ólöf var varaformaður Sjálfstæðisflokksins 2010–2013. Hún sat á Alþingi fyrir Norðausturkjördæmi 2007–2009 og Reykjavíkurkjördæmi suður 2009–2013. Ólöf er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA–gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur víðtæka starfsreynslu og hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa. Á þingi sat Ólöf meðal annars í samgöngunefnd sem varaformaður, í allsherjarnefnd, utanríkismálanefnd, stjórnskipunar– og eftirlitsnefnd, fjármálanefnd, kjörbréfanefnd og sérnefnd um stjórnarskrármál.Áður en hún tók sæti á Alþingi var hún framkvæmdastjóri Orkusölunnar og þar áður framkvæmdastjóri sölusviðs RARIK, 2004–2005 og yfirmaður heildsöluviðskipta hjá Landsvirkjun, 2002–2004.Ólöf var deildarstjóri lagadeildar Háskólans á Bifröst, frá 2001–2002 auk þess sem hún sinnti stundakennslu við skólann 1999–2002 samhliða starfi sínu sem lögfræðingur Verðbréfaþings Íslands á árunum 1999–2001. Á árunum 1996–1999 gegndi hún starfi deildarstjóra í samgönguráðuneytinu og starfaði í lögfræðideild Landsbanka Íslands 1995–1996.Eiginmaður Ólafar er Tómas Már Sigurðsson og eiga þau fjögur börn. Tengdar fréttir Hanna Birna: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér embætti innanríkisráðherra. Hún mun þó áfram sitja sem þingmaður og segist þannig ætla að axla ábyrgð. 21. nóvember 2014 15:18 Ólöf Nordal berst við óvænt veikindi "Ég bjóst ekki við þessu enda er best að búast ekki við svona,“ segir Ólöf Nordal í samtali við Vísi. Illkynja æxli var fjarlægt úr líkama hennar á dögunum. 13. ágúst 2014 16:37 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Sjá meira
Ólöf Nordal verður næsti innanríkisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, tilkynnti þingmönnum flokksins skipan nýs ráðherra á þingflokksfundi í Valhöll fyrir stundu. Ólöf tekur við embættinu af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem sagði af sér á dögunum. Bjarni Benediktsson greindi frá því í samtali við fjölmiðla að fundinum loknum að daginn sem Hanna Birna tilkynnti um afsögn sína hefði hann haft samband við Einar K. Guðfinnsson, forseta Alþingis. Einar afþakkaði hins vegar ráðherrastöðuna. Það var svo um kvöldmatarleytið í gær sem Bjarni tilkynnti Ólöfu ákvörðun sína. „Ég er mjög þakklát,“ segir Ólöf í samtali við Vísi. Hún mun gegna öllum þeim skyldum sem Hanna Birna gegndi eftir síðustu kosningar og Ögmundur Jónasson á undan henni. Það er, öllum þeim verkefnum sem áður heyrðu undir dómsmálaráðuneytið og samgönguráðuneytið.Frá þingflokksfundinum í morgun í Valhöll.Vísir/GVATuttugasti utanþingsráðherrann Ólöf er lögfræðimenntuð og formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands. Þá er hún fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur glímt við erfið veikindi eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Illkynja æxli var fjarlægt úr líkama hennar í sumar. Hún mun hins vegar hafa náð fullri heilsu og er klár í slaginn. Ólöf er tuttugasti utanþingsráðherrann sem skipaður hefur verið hér á landi. Tveir síðustu voru Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra og Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra. Boðað hefur verið til ríkisráðsfundar að Bessastöðum klukkan 13 í dag. Þar mun Hanna Birna formlega segja af sér embætti innanríkisráðherra og Ólöf taka við embætti. Sem kunnugt er óskaði hún eftir því að láta af embætti í kjölfar þess að aðstoðarmaður hennar var dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að leka persónulegum upplýsingum um hælisleitanda úr innanríkisráðuneytinu.Tilkynningin frá SjálfstæðisflokknumÞingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti rétt í þessu að skipa Ólöfu Nordal í embætti innanríkisráðherra. Ólöf tekur við ráðherradómi af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, varaformanni Sjálfstæðisflokksins á ríkisráðsfundi í dag. Samhliða skipun Ólafar færast dómsmálin í innanríkisráðuneytið að nýju.Ólöf var varaformaður Sjálfstæðisflokksins 2010–2013. Hún sat á Alþingi fyrir Norðausturkjördæmi 2007–2009 og Reykjavíkurkjördæmi suður 2009–2013. Ólöf er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA–gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur víðtæka starfsreynslu og hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa. Á þingi sat Ólöf meðal annars í samgöngunefnd sem varaformaður, í allsherjarnefnd, utanríkismálanefnd, stjórnskipunar– og eftirlitsnefnd, fjármálanefnd, kjörbréfanefnd og sérnefnd um stjórnarskrármál.Áður en hún tók sæti á Alþingi var hún framkvæmdastjóri Orkusölunnar og þar áður framkvæmdastjóri sölusviðs RARIK, 2004–2005 og yfirmaður heildsöluviðskipta hjá Landsvirkjun, 2002–2004.Ólöf var deildarstjóri lagadeildar Háskólans á Bifröst, frá 2001–2002 auk þess sem hún sinnti stundakennslu við skólann 1999–2002 samhliða starfi sínu sem lögfræðingur Verðbréfaþings Íslands á árunum 1999–2001. Á árunum 1996–1999 gegndi hún starfi deildarstjóra í samgönguráðuneytinu og starfaði í lögfræðideild Landsbanka Íslands 1995–1996.Eiginmaður Ólafar er Tómas Már Sigurðsson og eiga þau fjögur börn.
Tengdar fréttir Hanna Birna: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér embætti innanríkisráðherra. Hún mun þó áfram sitja sem þingmaður og segist þannig ætla að axla ábyrgð. 21. nóvember 2014 15:18 Ólöf Nordal berst við óvænt veikindi "Ég bjóst ekki við þessu enda er best að búast ekki við svona,“ segir Ólöf Nordal í samtali við Vísi. Illkynja æxli var fjarlægt úr líkama hennar á dögunum. 13. ágúst 2014 16:37 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Sjá meira
Hanna Birna: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér embætti innanríkisráðherra. Hún mun þó áfram sitja sem þingmaður og segist þannig ætla að axla ábyrgð. 21. nóvember 2014 15:18
Ólöf Nordal berst við óvænt veikindi "Ég bjóst ekki við þessu enda er best að búast ekki við svona,“ segir Ólöf Nordal í samtali við Vísi. Illkynja æxli var fjarlægt úr líkama hennar á dögunum. 13. ágúst 2014 16:37