Uppgreiðsluvandinn enn myllusteinn um háls Íbúðalánasjóðs Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. desember 2014 21:30 Fyrirséð er að Íbúðalánasjóður þurfi frekara fjármagn frá ríkissjóði til viðbótar við þá 50 milljarða króna sem sjóðurinn hefur fengið í eiginfjárframlag eftir hrun. Þetta segir forstjóri sjóðsins. Engin lausn er í sjónmáli á uppgreiðsluvanda hans. Íbúðalánasjóður hefur á síðustu árum fengið 50,5 milljarða króna íeiginfjárframlag frá ríkissjóði til að bregðast við vanda sjóðsins. Rót erfiðleika sjóðsins liggur í svokölluðum uppgreiðsluvanda hans. Uppgreiðsluvandi Íbúðalánasjóðs birtist í því að viðskiptavinir sjóðsins, almennir lántakendur, geta greitt upp lán sín ef þeir vilja endurfjármagna þau. Sjóðurinn getur hins vegar ekki greitt upp eigin skuldabréf og því eiga fjárfestar alltaf von á öruggri ávöxtun á bréf sín. Þetta þýðir að sjóðurinn situr uppi með tugi milljarða króna vegna uppgreiðslu viðskiptavina sem hann getur ekki notað til að gera upp eigin skuldir og tjón vegna vaxtamunar er eins og mein sem grefur um sig. Sigurður Erlingsson forstjóri Íbúðalánasjóðs segir í nýjasta þætti Klinksins að sjóðurinn þurfi frekara framlag frá ríkissjóði. „Meðan menn ætla að viðhalda eigin fé sjóðsins þá þarf að leggja honum til fé, en þessi fjárhæð fer samt lækkandi,“ segir Sigurður Erlingsson.Þannig að það er viðbúið að sjóðurinn þurfi frekara ríkisframlag? „Ef að markmiðið er að viðhalda eiginfjárhlutfalli þannig að það sé jákvætt hið minnsta.“ Á meðan ekki er búið að leysa uppgreiðsluvanda sjóðsins mun hann þurfa eigið fé frá ríkissjóði og vandinn er ekki á förum. „Þetta er svipað og tveir steypuklumpar, þeir eru bara þarna og það þarf að taka á þessu máli einu og sér,“ segir Sigurður. Kauphöllin stöðvaði viðskipti með skuldabréf Íbúðalánasjóðs í nóvember 2012 eftir að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis sagði að Íbúðalánasjóður þyrfti að endursemja um skilmála skulda sinna og þar með að fá eigendur skuldabréfanna til að samþykkja skilmálabreytingu sem heimilaði sjóðnum uppgreiðslu skuldabréfanna. Í raun var Sigríður bara að lýsa útbreiddri skoðun og segja það sem margir hugsa en ummælin voru túlkuð eins og Sigríður vildi afnema ríkisábyrgðina sem hvílir á skuldum sjóðsins. „Þessi vandi getur orðið sjóðnum mjög dýrkeyptur og hann er að hafa áhrif á rekstur sjóðsins. Alveg klárlega,“ segir Sigurður. Í velferðarráðuneytinu er unnið að lagafrumvörpum um framtíðarskipulag húsnæðiskerfisins á Íslandi í samræmi við tillögur sem kynntar voru síðasta vor og er búist við að þar verði ákvæði um Íbúðalánasjóð og framtíðarhlutverk hans. Klinkið Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Fyrirséð er að Íbúðalánasjóður þurfi frekara fjármagn frá ríkissjóði til viðbótar við þá 50 milljarða króna sem sjóðurinn hefur fengið í eiginfjárframlag eftir hrun. Þetta segir forstjóri sjóðsins. Engin lausn er í sjónmáli á uppgreiðsluvanda hans. Íbúðalánasjóður hefur á síðustu árum fengið 50,5 milljarða króna íeiginfjárframlag frá ríkissjóði til að bregðast við vanda sjóðsins. Rót erfiðleika sjóðsins liggur í svokölluðum uppgreiðsluvanda hans. Uppgreiðsluvandi Íbúðalánasjóðs birtist í því að viðskiptavinir sjóðsins, almennir lántakendur, geta greitt upp lán sín ef þeir vilja endurfjármagna þau. Sjóðurinn getur hins vegar ekki greitt upp eigin skuldabréf og því eiga fjárfestar alltaf von á öruggri ávöxtun á bréf sín. Þetta þýðir að sjóðurinn situr uppi með tugi milljarða króna vegna uppgreiðslu viðskiptavina sem hann getur ekki notað til að gera upp eigin skuldir og tjón vegna vaxtamunar er eins og mein sem grefur um sig. Sigurður Erlingsson forstjóri Íbúðalánasjóðs segir í nýjasta þætti Klinksins að sjóðurinn þurfi frekara framlag frá ríkissjóði. „Meðan menn ætla að viðhalda eigin fé sjóðsins þá þarf að leggja honum til fé, en þessi fjárhæð fer samt lækkandi,“ segir Sigurður Erlingsson.Þannig að það er viðbúið að sjóðurinn þurfi frekara ríkisframlag? „Ef að markmiðið er að viðhalda eiginfjárhlutfalli þannig að það sé jákvætt hið minnsta.“ Á meðan ekki er búið að leysa uppgreiðsluvanda sjóðsins mun hann þurfa eigið fé frá ríkissjóði og vandinn er ekki á förum. „Þetta er svipað og tveir steypuklumpar, þeir eru bara þarna og það þarf að taka á þessu máli einu og sér,“ segir Sigurður. Kauphöllin stöðvaði viðskipti með skuldabréf Íbúðalánasjóðs í nóvember 2012 eftir að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis sagði að Íbúðalánasjóður þyrfti að endursemja um skilmála skulda sinna og þar með að fá eigendur skuldabréfanna til að samþykkja skilmálabreytingu sem heimilaði sjóðnum uppgreiðslu skuldabréfanna. Í raun var Sigríður bara að lýsa útbreiddri skoðun og segja það sem margir hugsa en ummælin voru túlkuð eins og Sigríður vildi afnema ríkisábyrgðina sem hvílir á skuldum sjóðsins. „Þessi vandi getur orðið sjóðnum mjög dýrkeyptur og hann er að hafa áhrif á rekstur sjóðsins. Alveg klárlega,“ segir Sigurður. Í velferðarráðuneytinu er unnið að lagafrumvörpum um framtíðarskipulag húsnæðiskerfisins á Íslandi í samræmi við tillögur sem kynntar voru síðasta vor og er búist við að þar verði ákvæði um Íbúðalánasjóð og framtíðarhlutverk hans.
Klinkið Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun