Geta vel hugsað sér að spila á Glastonbury hátíðinni Orri Freyr Rúnarsson skrifar 2. desember 2014 14:17 Meðlimir AC/DC hafa lýst því yfir að þeir séu áhugasamir um að spila á Glastonbury hátíðinni og þeir myndus segja já ef þeir fengju boðið. Þetta kom fram í viðtali við hljómsveitina á BBC6 Music útvarpstöðinni en þegar hátíðin kom fyrst til tals voru þeir ekki vissir um að AC/DC ættu heima þar. Söngvarinn Brian Johnson spurði til að mynda hvort að það væri pláss fyrir rokktónlist á hátíðinni og hvort að þetta væru ekki bara stígvél og stórfyrirtæki. Eftir að hafa verið upplýstir um að Metallica hafi spilað á hátíðinni síðasta sumar virtust þeir vera jákvæðari fyrir þessum möguleika og sögðust myndu spilar ef þeir hefðu tækifæri á því. En veðbankar telja líklegast að Foo Fighters og Oasis komi fram á hátíðinni næsta sumar. Meira af AC/DC því trommari þeirra, Phil Rudd, hefur lýst yfir sakleysi sínu fyrir dómstólum en hann er sakaður um hótanir og að hafa eiturlyf í fórum sínum. En trommarinn á allt að sjö ára fangelsi yfir höfði sínu. Upphaflega var hann einnig sakaður um að hafa reynt að skipuleggja morð en fallið var frá þeim ákærulið sökum skorts á sönnunargögnum. Málið verður að öllum líkindum tekið fyrir snemma á næsta ári. Enn berast fréttir af vandræðum Creed söngvarans Scott Stapp en nú hefur komið í ljós að eiginkona hans sótti um skilnað í síðasta mánuði. Eiginkona hans hafði reyndar áður stigið fram og sagt söngvarann vera djúpt sokkinn í eiturlyfjaneyslu og að hann hefði skilið eftir undarleg skilaboð um yfirvofandi árás ISIS á skólann sem sonur þeirra er í. Þá hefur hún nú sagt að hún hafi reynt að fá söngvarann lagðan inn á geðdeild. Nú hefur hún sagt fjölmiðlum meira og kom þar fram að Scott Stapp hafi yfirgefið heimili sitt snemma í október og hafi hótað því að skaða sjálfan sig og fjölskyldu sína. En þau hjónin hafa verið gift í átta ár og eiga saman þrjú börn. Harmageddon Mest lesið „Það er eins og enginn megi vita hverjir greiða veiðigjöld“ Harmageddon „Ég geri þá kröfu að þú hleypir mér héðan út!“ Harmageddon Sannleikurinn: Íslenskir læknar endast ekkert Harmageddon Margir miðlar staðfesta að skítugt fólk sé hættulegt Harmageddon Sannleikurinn: Feitasti auminginn okkar byrjar um áramótin Harmageddon „Þeir sleppa aðal sannleikanum“ Harmageddon Bangsahommahátíð í Reykjavík Harmageddon Oasis sú hljómsveit sem flestir vilja sjá á tónleikum Harmageddon Leoncie loksins komin heim Harmageddon Upptökur í búgarði gítarleikara Strokes Harmageddon
Meðlimir AC/DC hafa lýst því yfir að þeir séu áhugasamir um að spila á Glastonbury hátíðinni og þeir myndus segja já ef þeir fengju boðið. Þetta kom fram í viðtali við hljómsveitina á BBC6 Music útvarpstöðinni en þegar hátíðin kom fyrst til tals voru þeir ekki vissir um að AC/DC ættu heima þar. Söngvarinn Brian Johnson spurði til að mynda hvort að það væri pláss fyrir rokktónlist á hátíðinni og hvort að þetta væru ekki bara stígvél og stórfyrirtæki. Eftir að hafa verið upplýstir um að Metallica hafi spilað á hátíðinni síðasta sumar virtust þeir vera jákvæðari fyrir þessum möguleika og sögðust myndu spilar ef þeir hefðu tækifæri á því. En veðbankar telja líklegast að Foo Fighters og Oasis komi fram á hátíðinni næsta sumar. Meira af AC/DC því trommari þeirra, Phil Rudd, hefur lýst yfir sakleysi sínu fyrir dómstólum en hann er sakaður um hótanir og að hafa eiturlyf í fórum sínum. En trommarinn á allt að sjö ára fangelsi yfir höfði sínu. Upphaflega var hann einnig sakaður um að hafa reynt að skipuleggja morð en fallið var frá þeim ákærulið sökum skorts á sönnunargögnum. Málið verður að öllum líkindum tekið fyrir snemma á næsta ári. Enn berast fréttir af vandræðum Creed söngvarans Scott Stapp en nú hefur komið í ljós að eiginkona hans sótti um skilnað í síðasta mánuði. Eiginkona hans hafði reyndar áður stigið fram og sagt söngvarann vera djúpt sokkinn í eiturlyfjaneyslu og að hann hefði skilið eftir undarleg skilaboð um yfirvofandi árás ISIS á skólann sem sonur þeirra er í. Þá hefur hún nú sagt að hún hafi reynt að fá söngvarann lagðan inn á geðdeild. Nú hefur hún sagt fjölmiðlum meira og kom þar fram að Scott Stapp hafi yfirgefið heimili sitt snemma í október og hafi hótað því að skaða sjálfan sig og fjölskyldu sína. En þau hjónin hafa verið gift í átta ár og eiga saman þrjú börn.
Harmageddon Mest lesið „Það er eins og enginn megi vita hverjir greiða veiðigjöld“ Harmageddon „Ég geri þá kröfu að þú hleypir mér héðan út!“ Harmageddon Sannleikurinn: Íslenskir læknar endast ekkert Harmageddon Margir miðlar staðfesta að skítugt fólk sé hættulegt Harmageddon Sannleikurinn: Feitasti auminginn okkar byrjar um áramótin Harmageddon „Þeir sleppa aðal sannleikanum“ Harmageddon Bangsahommahátíð í Reykjavík Harmageddon Oasis sú hljómsveit sem flestir vilja sjá á tónleikum Harmageddon Leoncie loksins komin heim Harmageddon Upptökur í búgarði gítarleikara Strokes Harmageddon