Miðaldra konur heimta nýtt ræktarmix í gegnum Facebook Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 1. desember 2014 13:40 Óla Geir finnst gaman að gefa eitthvað af sér. myndir/einkasafn „Ég setti þetta inn á miðnætti í gær og það eru strax tæplega þúsund manns búnir að ná í það,“ segir plötusnúðurinn Óli Geir. Hann setti nýtt ræktarmix á Soundcloud-síðu sína í gær en mixið er ókeypis. Mixið samanstendur af vinsælustu lögum samtímans og er um klukkutími að lengd. „18.400 manns hjóluðu í ræktarmixið sem ég gaf út síðasta sumar. Nú stefni ég á að gera þetta fjórum sinnum á ári – vetur, sumar, vor og haust,“ segir Óli Geir. Hann segir mixin hafa vakið talsverða lukku erlendis. „Þegar flestir Íslendingar voru búnir að ná í síðasta mix breytti ég nafninu í „workout“-mix og sendi á líkamsræktarstöðvar úti. Allt í einu var þetta komið út um allt á stærstu fitness-síðum í heimi. Þá fóru hlustanirnar uppúr öllu valdi,“ segir Óli Geir en mixin eru einnig spiluð opinberlega hér á landi. „Ég var í ræktinni sjálfur áðan og þá var verið að nota þetta í spinning-tíma. Þjálfarar nota þetta í alls konar tíma því mörgum finnst erfitt að nálgast svona taktfasta tónlist,“ bætir hann við. Hann segir marga bíða í ofvæni eftir nýju mixi. „Fólk á öllum aldri, til dæmis fimmtugar konur senda mér póst á Facebook og spyrja hvenær næsta ræktarmix kemur. Ég er ekkert að bulla með það. Ég hef einnig fengið óteljandi pósta frá líkamsræktarstöðvum úti sem spyrja hvenær nýtt mix kemur og vilja fá það sent. Það er fullt af gaurum að gera svona en ég veit ekki af hverju mín eru að slá svona í gegn.“ Þó mixin séu svona vinsæl ætlar Óli Geir samt sem áður að halda sig við að gera bara fjögur á ári. „Það kemur ekki gott lag út á hverjum degi sem slær í gegn. Það eru alltaf sömu, vinsælu lögin í spilun í tvo til þrjá mánuði en konseptið í ræktarmixunum er að taka vinsælustu lög nútímans og setja þau saman í mix. Það tekur tíma að gera þetta og maður þarf að finna réttu lögin í þetta. Ég legg mikið í mixin og vil frekar gera færri og gera þau betri,“ segir plötusnúðurinn. Tónlist Mest lesið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ég setti þetta inn á miðnætti í gær og það eru strax tæplega þúsund manns búnir að ná í það,“ segir plötusnúðurinn Óli Geir. Hann setti nýtt ræktarmix á Soundcloud-síðu sína í gær en mixið er ókeypis. Mixið samanstendur af vinsælustu lögum samtímans og er um klukkutími að lengd. „18.400 manns hjóluðu í ræktarmixið sem ég gaf út síðasta sumar. Nú stefni ég á að gera þetta fjórum sinnum á ári – vetur, sumar, vor og haust,“ segir Óli Geir. Hann segir mixin hafa vakið talsverða lukku erlendis. „Þegar flestir Íslendingar voru búnir að ná í síðasta mix breytti ég nafninu í „workout“-mix og sendi á líkamsræktarstöðvar úti. Allt í einu var þetta komið út um allt á stærstu fitness-síðum í heimi. Þá fóru hlustanirnar uppúr öllu valdi,“ segir Óli Geir en mixin eru einnig spiluð opinberlega hér á landi. „Ég var í ræktinni sjálfur áðan og þá var verið að nota þetta í spinning-tíma. Þjálfarar nota þetta í alls konar tíma því mörgum finnst erfitt að nálgast svona taktfasta tónlist,“ bætir hann við. Hann segir marga bíða í ofvæni eftir nýju mixi. „Fólk á öllum aldri, til dæmis fimmtugar konur senda mér póst á Facebook og spyrja hvenær næsta ræktarmix kemur. Ég er ekkert að bulla með það. Ég hef einnig fengið óteljandi pósta frá líkamsræktarstöðvum úti sem spyrja hvenær nýtt mix kemur og vilja fá það sent. Það er fullt af gaurum að gera svona en ég veit ekki af hverju mín eru að slá svona í gegn.“ Þó mixin séu svona vinsæl ætlar Óli Geir samt sem áður að halda sig við að gera bara fjögur á ári. „Það kemur ekki gott lag út á hverjum degi sem slær í gegn. Það eru alltaf sömu, vinsælu lögin í spilun í tvo til þrjá mánuði en konseptið í ræktarmixunum er að taka vinsælustu lög nútímans og setja þau saman í mix. Það tekur tíma að gera þetta og maður þarf að finna réttu lögin í þetta. Ég legg mikið í mixin og vil frekar gera færri og gera þau betri,“ segir plötusnúðurinn.
Tónlist Mest lesið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira