Þreföld tvenna Kobe í sigri Lakers | Myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. desember 2014 07:04 Vísir/Getty LA Lakers vann afar sterkan og langþráðan sigur á Toronto Raptors á heimavelli sínum í nótt, 129-122, í framlengdum leik. Toronto er í efsta sæti Austurdeildarinnar og hafði unnið þrettán af fyrstu sextán leikjum sínum á tímabilinu sem er besta byrjun félagsins í sögu þess. Kobe Bryant fór mikinn í sigri Lakers en hann var með 31 stig, tólf stoðsendingar og ellefu fráköst. Þetta var hans 20. þrefalda tvenna á ferlinum. Alls voru sjö leikmenn Lakers með minnst tíu stig í leiknum. Kyle Lowry var með 29 stig, níu stoðsendingar og sex fráköst fyrir Toronto en Terrence Ross var með 20 stig. DeMar DeRozan, stigahæsti leikmaður Toronto, var ekki með liðinu í nótt vegna slæmra nárameiðsla sem hann varð fyrir í tapi Toronto gegn Dallas á föstudagskvöldið. Meistarar San Antonio unnu Boston, 111-89, á útivelli en þjálfari liðsins, Greg Popovich, sneri aftur á hliðarlíuna eftir að hafa gengist undir smávægilega aðgerð. Danny Green skoraði átján stig fyrir San Antonio og Boris Diaw fimmtán. Jeff Green var með sextán fyrir Boston sem hefur tapað sjö af síðust átta leikjum sínum. Rajon Rondo skoraði aðeins tvö stig í leiknum og klikkaði á báðum vítaskotunum sínum. Hann hefur nýtt aðeins níu af 30 vítaskotum sínum á tímabilinu til þessa.Golden State vann Detroit, 104-93, og þar með sinn níunda sigur í röð. Draymond Green var með 20 stig og Steph Curry bætti við sextán auk þess sem han ngaf tíu stoðsendingar. Þetta var áttunda tap Detroit í röð en það er lengsta taphrinan á ferli þjálfarans Stan Van Gundy.Miami vann New york, 86-79. Dwyane Wade sneri aftur eftir að hafa misst af síðustu sjö leikjum liðsins og skoraði 27 stig, þar af þrettán í fjórða leikhluta. Chris Bosh kom næstur með 20 stig. Carmelo Anthony skoraði 31 stig fyrir New York en hann hafði misst af tveimur leikjum vegna bakmemiðsla.Úrslit næturinnar: Boston - San Antonio 89-111 Brooklyn - Chicago 84-102 Detroit - Golden State 93-104 Sacramento - Memphis 85-97 New York - Miami 79-86 Phoenix - Orlando 90-93 Portland - Minnesota 107-93 LA Lakers - Toronto 129-122 NBA Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Fleiri fréttir Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Sjá meira
LA Lakers vann afar sterkan og langþráðan sigur á Toronto Raptors á heimavelli sínum í nótt, 129-122, í framlengdum leik. Toronto er í efsta sæti Austurdeildarinnar og hafði unnið þrettán af fyrstu sextán leikjum sínum á tímabilinu sem er besta byrjun félagsins í sögu þess. Kobe Bryant fór mikinn í sigri Lakers en hann var með 31 stig, tólf stoðsendingar og ellefu fráköst. Þetta var hans 20. þrefalda tvenna á ferlinum. Alls voru sjö leikmenn Lakers með minnst tíu stig í leiknum. Kyle Lowry var með 29 stig, níu stoðsendingar og sex fráköst fyrir Toronto en Terrence Ross var með 20 stig. DeMar DeRozan, stigahæsti leikmaður Toronto, var ekki með liðinu í nótt vegna slæmra nárameiðsla sem hann varð fyrir í tapi Toronto gegn Dallas á föstudagskvöldið. Meistarar San Antonio unnu Boston, 111-89, á útivelli en þjálfari liðsins, Greg Popovich, sneri aftur á hliðarlíuna eftir að hafa gengist undir smávægilega aðgerð. Danny Green skoraði átján stig fyrir San Antonio og Boris Diaw fimmtán. Jeff Green var með sextán fyrir Boston sem hefur tapað sjö af síðust átta leikjum sínum. Rajon Rondo skoraði aðeins tvö stig í leiknum og klikkaði á báðum vítaskotunum sínum. Hann hefur nýtt aðeins níu af 30 vítaskotum sínum á tímabilinu til þessa.Golden State vann Detroit, 104-93, og þar með sinn níunda sigur í röð. Draymond Green var með 20 stig og Steph Curry bætti við sextán auk þess sem han ngaf tíu stoðsendingar. Þetta var áttunda tap Detroit í röð en það er lengsta taphrinan á ferli þjálfarans Stan Van Gundy.Miami vann New york, 86-79. Dwyane Wade sneri aftur eftir að hafa misst af síðustu sjö leikjum liðsins og skoraði 27 stig, þar af þrettán í fjórða leikhluta. Chris Bosh kom næstur með 20 stig. Carmelo Anthony skoraði 31 stig fyrir New York en hann hafði misst af tveimur leikjum vegna bakmemiðsla.Úrslit næturinnar: Boston - San Antonio 89-111 Brooklyn - Chicago 84-102 Detroit - Golden State 93-104 Sacramento - Memphis 85-97 New York - Miami 79-86 Phoenix - Orlando 90-93 Portland - Minnesota 107-93 LA Lakers - Toronto 129-122
NBA Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Fleiri fréttir Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Sjá meira