Les úr bók ömmu sinnar Jakob Bjarnar skrifar 19. desember 2014 16:50 Vera ásamt fræku sinni Elísabetu Jökulsdottur. Afkomendur Jóhönnu Kristjónsdóttur eru venju fremur fyrirferðarmiklir á jólabókamarkaði -- auk hennar sjálfrar. Svarthvítir dagar, bók Jóhönnu Kristjónsdóttur hefur slegið rækilega í gegn, og var hún valin af bóksölum sem ævisaga ársins. Bóksalar eru þeir sem helst eru í snertingu við jólabækurnar og þykir rithöfundum mikið til viðurkenningar úr þeim ranni koma. Hrafn Jökulsson rithöfundur, sonur Jóhönnu, hefur farið víða og lesið uppúr bókinni og nú er komið að ömmubarni Jóhönnu, Veru Illugadóttur fréttamanni, að lesa úr bókinni. Það verður á morgun, laugardag, á mikilli skáldaveislu sem Hrafn stendur fyrir á veitingastaðnum Einari Ben við Ingólfstorg. Líkast til er engin fjölskylda sem státar af eins háu hlutfalli rithöfunda innan sinna vébanda og Jóhanna og afkomendur hennar. Afköst þeirra með penna eru mikil -- og ritfær með afbrigðum. Og þau eru áberandi á bókamarkaði nú um stundir. Elísabet Jökulsdóttir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir bók sína Ástin ein taugahrúga – Enginn dans við Ufsaklett. Þar segir frá ofbeldissambandi sem hún var í og Illugi Jökulsson er höfundur bókarinnar Háski á hafi. Illugi er faðir Veru, svo öllu sé til haga haldið. Sjálfur er rithöfundurinn Hrafn ekki með bók fyrir þessi jólin en er þeim mun afkastameiri við að standa fyrir ýmsum uppákomum. Þetta er þó ekki ættarmót, veislan sem Hrafn býður nú til. „Skáldaveislu sem hefst klukkan 16,“ segir Hrafn og byrjar að þylja upp: „Lesið verður úr fimm nýjum bókum og meistari Bjartmar Guðlaugsson tekur lagið. Dagskráin stendur liðlega klukkustund, er mjög fjölbreytt. Einar Kárason les úr skáldsögunni Skálmöld, þar sem glæsimennið Sturla Sighvatsson er í aðalhlutverki; Yrsa Sigurðardóttir les úr spennusögunni DNA sem er meðal mest seldu bóka ársins; Þórdís Gísladóttir les úr ljóðabókinni Velúr sem tilnefnd er til íslensku bókmenntaverðlaunanna; Ófeigur Sigurðsson les úr skáldsögunni Öræfi sem hlotið hefur stórfellt lof og er tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Og svo er það Vera Illugadóttir, frænka Hrafns, sem les úr endurminningabók ömmu sinnar, móður Hrafns, Jóhönnu Kristjónsdóttur, sem dregur upp ógleymanlegar myndir af veröld bernskunnar. „Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Gestir eru hvattir til að mæta tímanlega,“ segir Hrafn sem telur vart hægt að hugsa sér betri upptakt að hátíð sem nú fer í hönd -- bókajólum hjá fjölskyldu Jóhönnu; hjá því verður vart komist. Menning Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Sjá meira
Svarthvítir dagar, bók Jóhönnu Kristjónsdóttur hefur slegið rækilega í gegn, og var hún valin af bóksölum sem ævisaga ársins. Bóksalar eru þeir sem helst eru í snertingu við jólabækurnar og þykir rithöfundum mikið til viðurkenningar úr þeim ranni koma. Hrafn Jökulsson rithöfundur, sonur Jóhönnu, hefur farið víða og lesið uppúr bókinni og nú er komið að ömmubarni Jóhönnu, Veru Illugadóttur fréttamanni, að lesa úr bókinni. Það verður á morgun, laugardag, á mikilli skáldaveislu sem Hrafn stendur fyrir á veitingastaðnum Einari Ben við Ingólfstorg. Líkast til er engin fjölskylda sem státar af eins háu hlutfalli rithöfunda innan sinna vébanda og Jóhanna og afkomendur hennar. Afköst þeirra með penna eru mikil -- og ritfær með afbrigðum. Og þau eru áberandi á bókamarkaði nú um stundir. Elísabet Jökulsdóttir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir bók sína Ástin ein taugahrúga – Enginn dans við Ufsaklett. Þar segir frá ofbeldissambandi sem hún var í og Illugi Jökulsson er höfundur bókarinnar Háski á hafi. Illugi er faðir Veru, svo öllu sé til haga haldið. Sjálfur er rithöfundurinn Hrafn ekki með bók fyrir þessi jólin en er þeim mun afkastameiri við að standa fyrir ýmsum uppákomum. Þetta er þó ekki ættarmót, veislan sem Hrafn býður nú til. „Skáldaveislu sem hefst klukkan 16,“ segir Hrafn og byrjar að þylja upp: „Lesið verður úr fimm nýjum bókum og meistari Bjartmar Guðlaugsson tekur lagið. Dagskráin stendur liðlega klukkustund, er mjög fjölbreytt. Einar Kárason les úr skáldsögunni Skálmöld, þar sem glæsimennið Sturla Sighvatsson er í aðalhlutverki; Yrsa Sigurðardóttir les úr spennusögunni DNA sem er meðal mest seldu bóka ársins; Þórdís Gísladóttir les úr ljóðabókinni Velúr sem tilnefnd er til íslensku bókmenntaverðlaunanna; Ófeigur Sigurðsson les úr skáldsögunni Öræfi sem hlotið hefur stórfellt lof og er tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Og svo er það Vera Illugadóttir, frænka Hrafns, sem les úr endurminningabók ömmu sinnar, móður Hrafns, Jóhönnu Kristjónsdóttur, sem dregur upp ógleymanlegar myndir af veröld bernskunnar. „Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Gestir eru hvattir til að mæta tímanlega,“ segir Hrafn sem telur vart hægt að hugsa sér betri upptakt að hátíð sem nú fer í hönd -- bókajólum hjá fjölskyldu Jóhönnu; hjá því verður vart komist.
Menning Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Sjá meira