Körfubolti

Golden State aftur á sigurbraut

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Stephen Curry.
Stephen Curry. vísir/getty
Golden State Warriors vann Oklahoma City Thunder, 114-109, á heimavelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og batt með því endi á sjö leikja sigurgöngu OKC.

Stephen Curry átti enn einn stórleikinn fyrir Golden State, en hann skoraði 33 stig, tók 7 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Klay Thompson kom næstur með 19 stig.

Hjá gestunum frá Oklahoma var Russell Westbrook stigahæstur með 33 stig og Kevin Durant skoraði 30 stig.

Chicago Bulls vann New York Knicks, 103-97, þar sem Jimmy Butler var í miklu stuði hjá heimamönnum og skoraði 35 stig og Pau Gasol skoraði 20 stig.

Tim Hardaway yngri var stigahæstur hjá New York með 23 stig, en Carmelo Anthony var ekki með vegna meiðsla.

Úrslit næturinnar:

Chicago Bulls - New York Knicks 103-97

Houston Rockets - New Orleans Pelicans 90-99

Sacramento Kings - Milwaukee Bucks 107-108

Golden State Warriors - Oklahoma City Thunder - 114-109

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×