Hugleikur sár og svekktur út í Þjóðleikhúsið Jakob Bjarnar skrifar 16. desember 2014 13:04 Hugleikur segir Ara hafa fengið blóðnasir, svo ömurlegt var handritið sem hann bauð leikhúsfólki Þjóðleikhússins uppá. Vísir/Valli/Stefán Stjórnendur Þjóðleikhússins hafa farið í nokkra endurskipulagningu á boðaðri verkefnadagskrá; söngleik eftir Hugleik Dagsson hefur verið frestað um óákveðinn tíma sem og nýju verki eftir Brynhildi Guðjónsdóttur: Fíll. Hugleikur er, samkvæmt yfirlýsingu sem hann birti á Facebook-vegg sínum, langt í frá ánægður með þetta og bregður fyrir sig háði og ýkjustíl: „Þetta var versta handrit sem Þjóðleikhúsið hafði lesið. Það þurfti að lofta út eftir samlestur og Ari fékk blóðnasir þegar hann las fyrsta söngtextann.“ Vefritið Nútíminn ræddi við Ara vegna frestunarinnar en hann segir ástæðuna fyrir frestuninni meðal annars vera að handritið var ekki tilbúið til æfinga ásamt því að leikarar og hljómsveitarmeðlimir voru í öðrum verkefnum. Selma Björnsdóttir er leikstjórinn en rokksöngleikur Hugleiks, Loki, byggir á goðafræðinni með augum Hugleiks. Á vefsíðu Þjóðleikhússins er greint frá því að Arnmundur Ernst Backman, Hannes Óli Ágústsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Saga Garðarsdóttir og Stefán Karl Stefánsson séu á meðal leikara. Ekki tilbúið handrit, að sögn Ara, en Hugleikur bætir í og virðist telja eitt og annað ósagt þar um: „Þetta leikhús kann bara ekki slæmt að meta. Alltaf að heimta að ég setti „sögu“ og „boðskap“ í verkið. Hvað í andskotanum sem það nú er,“ spyr Hugleikur. Menning Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Stjórnendur Þjóðleikhússins hafa farið í nokkra endurskipulagningu á boðaðri verkefnadagskrá; söngleik eftir Hugleik Dagsson hefur verið frestað um óákveðinn tíma sem og nýju verki eftir Brynhildi Guðjónsdóttur: Fíll. Hugleikur er, samkvæmt yfirlýsingu sem hann birti á Facebook-vegg sínum, langt í frá ánægður með þetta og bregður fyrir sig háði og ýkjustíl: „Þetta var versta handrit sem Þjóðleikhúsið hafði lesið. Það þurfti að lofta út eftir samlestur og Ari fékk blóðnasir þegar hann las fyrsta söngtextann.“ Vefritið Nútíminn ræddi við Ara vegna frestunarinnar en hann segir ástæðuna fyrir frestuninni meðal annars vera að handritið var ekki tilbúið til æfinga ásamt því að leikarar og hljómsveitarmeðlimir voru í öðrum verkefnum. Selma Björnsdóttir er leikstjórinn en rokksöngleikur Hugleiks, Loki, byggir á goðafræðinni með augum Hugleiks. Á vefsíðu Þjóðleikhússins er greint frá því að Arnmundur Ernst Backman, Hannes Óli Ágústsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Saga Garðarsdóttir og Stefán Karl Stefánsson séu á meðal leikara. Ekki tilbúið handrit, að sögn Ara, en Hugleikur bætir í og virðist telja eitt og annað ósagt þar um: „Þetta leikhús kann bara ekki slæmt að meta. Alltaf að heimta að ég setti „sögu“ og „boðskap“ í verkið. Hvað í andskotanum sem það nú er,“ spyr Hugleikur.
Menning Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira