Frá þriggja stiga línunni á hliðarlínuna - Kerr aftur hluti af 72-10 leiktíð? Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. desember 2014 13:45 Steve Kerr var frábær þriggja skytta og virðist álíka góður þjálfari. vísir/getty Golden State Warriors er heitasta liðið í NBA-deildinni í körfubolta þessa dagana, en það vann 16. leikinn í röð í nótt þegar það lagði New Orleans Pelicans í framlengdum leik, 122-118. Golden State vann fyrstu fjóra leiki tímabilsins, tapaði svo tveimur í röð gegn Phoenix og San Antonio, en hefur síðan þá unnið hvern sigurinn á fætur öðrum. Liðið er nú búið að vinna 21 leik og tapa tveimur, en síðasta liðið sem tapaði aðeins tveimur leikjum af fyrstu 23 var Boston Celtics fyrir sex árum síðan.Steve Kerr í Bulls-galla 1996.vísir/gettyBoston-liðið, með þá Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen innanborðs, spilaði frábærlega leiktíðina 2008/2009 en þurfti að lúta í gras gegn Los Angeles Lakers í úrslitarimmunni. Síðasta liðið sem vann 21 leik af fyrstu 23 og stóð uppi sem NBA-meistari var Chicago Bulls tímabilið 1996/1996 sem er eitt besta lið sem spilað hefur í deildinni. Það vann 72 leiki af 82 í deildarkeppninni og stóð uppi sem meistari eftir 4-2 sigur á Seattle Supersonics í úrslitarimmunni. Chicago gerði reyndar enn betur og vann 23 af 25 fyrstu leikjum síðan áður en Reggie Miller og félagar í Indiana Pacers höfðu sigur á þessu frábæra liði, 103-97, á heimavelli sínum annan dag jóla 1995. Aðal maðurinn í liði Chicago á þessum árum var vitaskuld Michael Jordan, en einn traustasti leikmaður liðsins var þriggja stiga skyttan Steve Kerr. Steph Curry skoraði 34 stig í nótt: Kerr kom alltaf inn af bekknum og sturtaði niður þristum, en hann er ein besta skytta deildarinnar frá upphafi. Þetta umrædda tímabil skoraði hann 122 þriggja stiga körfur í 237 tilraunum sem gerir 51,5 prósent skotnýtingu fyrir utan teig. Ekki amalegt. Eftir farsælan feril þar sem hann vann fimm NBA-titla með Chicago og San Antonio Spurs gerði Kerr það gott sem körfuboltalýsandi, en í sumar var hann ráðinn þjálfari Golden State. Þetta skemmtilega og flotta lið Warriors hefur bætt sig mikið undir stjórn Kerr og er nú besta liðið í deildinni þegar ríflega fjórðungi hennar er lokið.Steph Curry í leik gegn Houston.vísir/gettyKerr lætur sitt lið sem körfubolta eins og honum var kennt af lærifeðrum sínum; Phil Jackson og Gregg Popovich. Það snýst allt um liðið. Það sást líka í nótt þegar ofurstjarna liðsins, leikstjórnandinn Steph Curry, gaf boltann á félaga sinn Klay Thompson þegar allir bjuggust við að hann myndi taka lokaskotið. Kerr tók sjálfur frægt lokaskot fyrir Chicago í sjötta leik lokaúrslitanna gegn Utah Jazz árið 1997. Hann fékk þá boltann galopinn þegar allir bjuggust við að Michael Jordan myndi taka skotið. Aðspurður eftir leikinn í nótt á blaðamannafundi hvers vegna fólk ætlast til að skærasta stjarna liðsins taki alltaf lokaskotið þegar allt er undir svaraði Kerr: „Það er vegna þess að fólk er fífl. Markmið leiksins er að fá opið skot þannig ef maðurinn með boltann fær tvo varnarmenn á sig á hann að gefa boltann. Þannig virkar leikurinn. Við gerum það og þess vegna erum við búnir að vinna tuttugu og eitthvað leiki. Vegna þess að við spilum liðskörfubolta.“ NBA Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira
Golden State Warriors er heitasta liðið í NBA-deildinni í körfubolta þessa dagana, en það vann 16. leikinn í röð í nótt þegar það lagði New Orleans Pelicans í framlengdum leik, 122-118. Golden State vann fyrstu fjóra leiki tímabilsins, tapaði svo tveimur í röð gegn Phoenix og San Antonio, en hefur síðan þá unnið hvern sigurinn á fætur öðrum. Liðið er nú búið að vinna 21 leik og tapa tveimur, en síðasta liðið sem tapaði aðeins tveimur leikjum af fyrstu 23 var Boston Celtics fyrir sex árum síðan.Steve Kerr í Bulls-galla 1996.vísir/gettyBoston-liðið, með þá Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen innanborðs, spilaði frábærlega leiktíðina 2008/2009 en þurfti að lúta í gras gegn Los Angeles Lakers í úrslitarimmunni. Síðasta liðið sem vann 21 leik af fyrstu 23 og stóð uppi sem NBA-meistari var Chicago Bulls tímabilið 1996/1996 sem er eitt besta lið sem spilað hefur í deildinni. Það vann 72 leiki af 82 í deildarkeppninni og stóð uppi sem meistari eftir 4-2 sigur á Seattle Supersonics í úrslitarimmunni. Chicago gerði reyndar enn betur og vann 23 af 25 fyrstu leikjum síðan áður en Reggie Miller og félagar í Indiana Pacers höfðu sigur á þessu frábæra liði, 103-97, á heimavelli sínum annan dag jóla 1995. Aðal maðurinn í liði Chicago á þessum árum var vitaskuld Michael Jordan, en einn traustasti leikmaður liðsins var þriggja stiga skyttan Steve Kerr. Steph Curry skoraði 34 stig í nótt: Kerr kom alltaf inn af bekknum og sturtaði niður þristum, en hann er ein besta skytta deildarinnar frá upphafi. Þetta umrædda tímabil skoraði hann 122 þriggja stiga körfur í 237 tilraunum sem gerir 51,5 prósent skotnýtingu fyrir utan teig. Ekki amalegt. Eftir farsælan feril þar sem hann vann fimm NBA-titla með Chicago og San Antonio Spurs gerði Kerr það gott sem körfuboltalýsandi, en í sumar var hann ráðinn þjálfari Golden State. Þetta skemmtilega og flotta lið Warriors hefur bætt sig mikið undir stjórn Kerr og er nú besta liðið í deildinni þegar ríflega fjórðungi hennar er lokið.Steph Curry í leik gegn Houston.vísir/gettyKerr lætur sitt lið sem körfubolta eins og honum var kennt af lærifeðrum sínum; Phil Jackson og Gregg Popovich. Það snýst allt um liðið. Það sást líka í nótt þegar ofurstjarna liðsins, leikstjórnandinn Steph Curry, gaf boltann á félaga sinn Klay Thompson þegar allir bjuggust við að hann myndi taka lokaskotið. Kerr tók sjálfur frægt lokaskot fyrir Chicago í sjötta leik lokaúrslitanna gegn Utah Jazz árið 1997. Hann fékk þá boltann galopinn þegar allir bjuggust við að Michael Jordan myndi taka skotið. Aðspurður eftir leikinn í nótt á blaðamannafundi hvers vegna fólk ætlast til að skærasta stjarna liðsins taki alltaf lokaskotið þegar allt er undir svaraði Kerr: „Það er vegna þess að fólk er fífl. Markmið leiksins er að fá opið skot þannig ef maðurinn með boltann fær tvo varnarmenn á sig á hann að gefa boltann. Þannig virkar leikurinn. Við gerum það og þess vegna erum við búnir að vinna tuttugu og eitthvað leiki. Vegna þess að við spilum liðskörfubolta.“
NBA Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira