Körfubolti

Loks vann Knicks | 41 stig frá James dugði ekki til

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Carmelo Anthony og félagar unnu loks leik í nótt.
Carmelo Anthony og félagar unnu loks leik í nótt. vísir/afp
New York Knicks vann sjaldséðan sigur á Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld, en fyrir leikinn hafði liðið tapað tíu leikjum í röð.

Carmelo Anthony var stigahæstur í liði Knicks með 22 stig og þá átti Amare Stoudemire góðan leik, skoraði 20 stig og tók sjö fráköst.

Jeff Green skoraði 28 stig fyrir Boston sem tapaði sínum þriðja leik í röð.

41 stig frá LeBron James dugði Cleveland Cavaliers ekki til sigurs á New Orleans Pelicans í Smoothie King Center í New Orleans.

Heimamenn voru sterkari aðilinn í leiknum, leiddu með 13 stigum fyrir fjórða leikhluta og unnu að lokum fimm stiga sigur, 119-114.

Tyreke Evans átti stórgóðan leik í liði New Orleans með 31 stig og tíu stoðsendingar.

Þá vann Los Angeles Lakers sinn annan leik í röð þegar liðið lagði meistara San Antonio Spurs, 112-100, í framlengdum leik.

Nick Young var hetja Lakers, en hann skoraði sigurkörfuna sjö sekúndum fyrir leikslok. Young var stigahæstur hjá Lakers með 29 stig, en Tim Duncan og Danny Green skoruðu 19 stig hvor fyrir Spurs.

Öll úrslit næturinnar:

Chicago Bulls 115-106 Portland Trail Blazers

Washington Wizards 104-96 LA Clippers

Atlanta Hawks 87-81 Orlando Magic

Boston Celtics 95-101 New York Knicks

Brooklyn Nets 88-70 Philadelphia 76ers

Toronto Raptors 106-94 Indiana Pacers

Memphis Grizzlies 113-107 Charlotte Hornets

Minnesota Timberwolves 92-111 Oklahoma City Thunder

New Orleans Pelicans 119-114 Cleveland Cavaliers

Phoenix 103-105 Detroit Pistons

Utah Jazz 95-100 Miami Heat

San Antonio Spurs 110-112 LA Lakers

Sigurkarfa Nicks Young LeBron James átti frábæran leik
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×