GKJ og GOB í eina sæng - Golfklúbbur Mosfellsbæjar stofnaður í gær 12. desember 2014 16:34 Frá Hlíðavelli í Mosfellsbæ. GKJ Í gær var samþykkt með afgerandi meirihluta á félagsfundum Golfklúbbs Bakkakots og Golfklúbbsins Kjalar að sameina klúbbana tvo undir merkjum Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Ný stjórn fyrir klúbbinn var kosin en í þessum nýja klúbbi eru rúmlega 1200 meðlimir sem munu hafa aðgang að tveimur golfvöllum, Hlíðavelli í Mosfellsbæ og Bakkakotsvelli í Mosfellsdal. Guðjón Karl Þórisson var valinn nýr formaður klúbbsins en hann var áður formaður Golfklúbbsins Kjalar. Hann segir í samtali við Vísi að sameiningin sé mikið heillaskref fyrir golfíþróttina í Mosfellsbæ. „Það eru alls konar kostir við að sameina klúbbana en þar má nefna hagræði í rekstri, betri þjónusta við meðlimi, svigrúm til að byggja flott klúbbhús, meiri samkeppnishæfni við aðra klúbba og auðveldari samskipti við bæjaryfirvöld sem hingað til hafa verið öll af vilja gerð til þess að styðja bak við golfið í Mosfellsbæ.“ Golf er í eðli sínu íhaldsöm íþrótt og hefðirnar sem klúbbarnir tveir í Mosfellsbæ hafa skapað í gegn um tíðina margar. Guðjón segist ekki vera hræddur um að þær glatist þótt að af sameiningunni hafi orðið. „Við munum reyna að halda hefðunum sem hafa sérkennt GKJ og GOB í gegn um tíðina ásamt því að skapa nýjar hefðir með nýjum klúbbi. Það hefur verið frábær andrúmsloft í báðum klúbbum hingað til og tækifærin fyrir okkur eru mörg. Það er mikil en spennandi vinna framundan.“ Golf Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Í gær var samþykkt með afgerandi meirihluta á félagsfundum Golfklúbbs Bakkakots og Golfklúbbsins Kjalar að sameina klúbbana tvo undir merkjum Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Ný stjórn fyrir klúbbinn var kosin en í þessum nýja klúbbi eru rúmlega 1200 meðlimir sem munu hafa aðgang að tveimur golfvöllum, Hlíðavelli í Mosfellsbæ og Bakkakotsvelli í Mosfellsdal. Guðjón Karl Þórisson var valinn nýr formaður klúbbsins en hann var áður formaður Golfklúbbsins Kjalar. Hann segir í samtali við Vísi að sameiningin sé mikið heillaskref fyrir golfíþróttina í Mosfellsbæ. „Það eru alls konar kostir við að sameina klúbbana en þar má nefna hagræði í rekstri, betri þjónusta við meðlimi, svigrúm til að byggja flott klúbbhús, meiri samkeppnishæfni við aðra klúbba og auðveldari samskipti við bæjaryfirvöld sem hingað til hafa verið öll af vilja gerð til þess að styðja bak við golfið í Mosfellsbæ.“ Golf er í eðli sínu íhaldsöm íþrótt og hefðirnar sem klúbbarnir tveir í Mosfellsbæ hafa skapað í gegn um tíðina margar. Guðjón segist ekki vera hræddur um að þær glatist þótt að af sameiningunni hafi orðið. „Við munum reyna að halda hefðunum sem hafa sérkennt GKJ og GOB í gegn um tíðina ásamt því að skapa nýjar hefðir með nýjum klúbbi. Það hefur verið frábær andrúmsloft í báðum klúbbum hingað til og tækifærin fyrir okkur eru mörg. Það er mikil en spennandi vinna framundan.“
Golf Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira