Icelandair og Reykjavíkurborg styðja íslenska tónlist Stefán Árni Pálsson skrifar 12. desember 2014 12:21 Frá Iceland Airwaves-hátíðinni í ár. vísir/andri marinó Icelandair og Reykjavíkurborg verða aðalstyrktaraðilar Iceland Airwaves, Músíktilrauna og Reykjavíkur Loftbrúar næstu þrjú árin. Jafnframt styðja þessir aðilar þátttöku Íslands í tónlistarhátíðinni Eurosonic nú í janúar. Samningar um þetta voru undirritaðir í dag við athöfn á Icelandair Hótel Reykjavík Natura. Icelandair og Reykjavíkurborg hafa um árabil tekið virkan þátt í tónlistarlífinu á Íslandi með stuðningi sem miðast við að gera veg framsækinnar íslenskrar tónlistar sem mestan. „Þetta hefur gefið góða raun“, segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair. „Icelandair leggur mikla áherslu á að kynna Ísland fyrir umheiminum, ekki síst íslenska nútímamenningu þar sem tónlistin leikur lykilhlutverk. Borgir eins og Reykjavík sem þekktar eru fyrir öflugt og frjótt tónlistarlíf laða að sér gesti og þannig mætast hagsmunir Icelandair og tónlistarfólksins. Afurðirnar eru bæði efnahagslegar og listrænar. Þetta er því frjótt og skemmtilegt samstarf og ég vil þakka bæði tónlistarfólkinu sjálfu og forystumönnum þess fyrir uppbygginguna undanfarin ár. Með þeim samningum sem undirritaðir eru hér í dag erum við að staðfesta áframhaldandi sókn á þessu spennandi sviði,“ segir Birkir sem í dag undirritaði fjóra styrktarsamninga: Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík var ekki síður ánægður með samningana. „Reykjavíkurborg hefur lengi lagt mikinn metnað í að styrkja íslenska tónlist. Músíktilraunir urðu til í frístundastarfi hjá Reykjavíkurborg og borgin hefur lagt mikinn metnað í það starf í gegnum árin. Reykjavíkurborg hefur stutt Iceland Airwaves frá árinu 2000 og nemur stuðningurinn fram til þessa alls 77,5 milljónum króna. Markmiðið hefur verið að vekja jákvæða athygli á Reykjavík sem tónlistarborg. Borgin styrkir einnig Eurosonic hátíðina á næsta ári og er einn af stofnendum og helstu bakhjörlum sjóðsins Reykjavík Loftbrú. Það er mjög mikilvægt fyrir Reykjavíkurborg og íslenskt tónlistarlíf að Icelandair skuli styðja þessi verkefni af svo miklum myndarskap,“ segir borgarstjóri sem undirritaði í dag þrjá samninga fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Ákvörðun um áframhaldandi stuðning Reykjavíkurborgar við Iceland Airwaves er nú í höndum menningar- og ferðamálaráðs og mun liggja fyrir í byrjun næsta árs.1. Iceland Airwaves Icelandair stofnaði þessa stærstu tónlistarhátíð landsins árið 1999 og hefur verið helsti bakhjarl hennar frá upphafi. Auk þess að gefa Íslendingum og erlendum ferðamönnum tækifæri til að skemmta sér er tilgangur Iceland Airwaves að kynna íslenskar hljómsveitir fyrir fulltrúum erlendra útgáfufyrirtækja. Hátíðin hefur vaxið jafnt og þétt og nú í nóvember 2014 dró hún að níu þúsund gesti og þarf af um 5 þúsund erlendis fá. Reykjavíkurborg hefur styrkt Airwaves frá árinu 2000. Fyrir hönd Útón undirritað Gunnar Guðmundsson samninginn.2. Reykjavík Loftbrú Icelandair stofnaði sjóðinn Reykjavík Loftbrú árið 2003 ásamt Reykjavíkurborg, FÍH, FHF og STEF í þeim tilgangi að auðvelda framsæknu tónlistarfólki, höfundum/tónskáldum og útgefendum að koma sér og list sinni á framfæri erlendis. Alls hafa um 3,500 íslenskir tónlistarmenn flogið með Icelandair til tónleikahalds og kynningarstarfs undir merkjum Loftbrúarinnar. Fyrir hönd Reykjavíkurborgar undirritaði Dagur B Eggertsson borgarstjóri samninginn, Björn Th. Árnason fyrir hönd FÍH Ásmundur Jónsson fyrir hönd FHF, og Jakob Frímann Magnússon, fyrir hönd STEF.3. Músíkíktilraunir Undanfarin 33 ár hafa Músíktilraunir verið fastur liður í dagatali tónlistarunnenda og verður engin breyting þar á en hátíðin var lengst af haldin í Tónabæ en Hitt húsið heldur utan um Músíktilraunir á vegum Reykjavíkurborgar. Icelandair hefur undanfarin níu ár verið aðalstyrktaraðili Músíktilrauna, sem hefur verið einn helsti vettvangurinn fyrir ungar íslenskar hljómsveitir og tónlistarfólk á aldrinum 13-25 ára til að koma tónlist sinni á framfæri. Margar hafa náð miklum árangri og allir þátttakendur eru reynslunni ríkari. Fyrir hönd Reykjavíkurborgar undirritaði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri samninginn.4. Eurosonic Festival Icelandair er helsti bakhjarl þátttöku Íslands í Eurosonic hátíðinni í Hollandi árið 2015, en nú í janúar verður þessi stóra hátíð tileinkuð íslenskri tónlist með þátttöku 18 íslenskra hljómsveita eða tónlistarmanna. Eru þessir listamenn fulltrúar fyrir þá gróskumiklu og fjölbreyttu tónlistarsenu sem þrífst á Íslandi og hefur verið að skjóta rótum víða, en Eurosonic hefur þá stefnu að kynna helst unga og upprennandi listamenn fyrir tónlistarhátíðum og bókurum sem koma víða að. Fyrir hönd Útón undirritaði Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri. Borgarráð hefur nýlega samþykkt að styrkja framlag Íslands til hátíðarinnar.Samstarf frá upphafi alla leið út í heim Auk þess formlega samstarfs sem að framan er getið þá er Icelandair öflugur liðsmaður í kynningu og sölu íslenskrar tónlistar um borð í flugflota félagsins, bæði með flutningi tónlistar í afþreyingarkerfinu um borð og með sölu diska með íslenskri tónlist, einkum „Hot Spring“ diskanna með úrvali nýrrar íslenskrar tónlistar sem keyptir eru af erlendum farþegum. Þá hefur íslenskt tónlistarfólk verið öflugir liðsmenn Icelandair við margskonar hátíðir og kynningarstarf víða um lönd. Þannig myndar samstarf Icelandair, Reykjavíkurborgar og íslensks tónlistarfólks eina samfellda heild. „Þetta samstarf hefst í Músíktilraunum þegar fyrstu skrefin eru tekin, því er fylgt eftir með þátttöku í Iceland Airwaves og svo tekið stökkið út í heim með Reykjavík Loftbrú. Reykjavíkurborg hefur tekið virkan þátt í þessari uppbyggingu með tónlistarfólkinu eins og staðfest er með þátttöku borgarstjóra í þessari athöfn“, segir Birkir Hólm Guðnason. Hljómsveitin Vio, sem sigraði í Músíktilraunum 2014, lék nokkur lög við athöfnina í dag. Tónlist Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Icelandair og Reykjavíkurborg verða aðalstyrktaraðilar Iceland Airwaves, Músíktilrauna og Reykjavíkur Loftbrúar næstu þrjú árin. Jafnframt styðja þessir aðilar þátttöku Íslands í tónlistarhátíðinni Eurosonic nú í janúar. Samningar um þetta voru undirritaðir í dag við athöfn á Icelandair Hótel Reykjavík Natura. Icelandair og Reykjavíkurborg hafa um árabil tekið virkan þátt í tónlistarlífinu á Íslandi með stuðningi sem miðast við að gera veg framsækinnar íslenskrar tónlistar sem mestan. „Þetta hefur gefið góða raun“, segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair. „Icelandair leggur mikla áherslu á að kynna Ísland fyrir umheiminum, ekki síst íslenska nútímamenningu þar sem tónlistin leikur lykilhlutverk. Borgir eins og Reykjavík sem þekktar eru fyrir öflugt og frjótt tónlistarlíf laða að sér gesti og þannig mætast hagsmunir Icelandair og tónlistarfólksins. Afurðirnar eru bæði efnahagslegar og listrænar. Þetta er því frjótt og skemmtilegt samstarf og ég vil þakka bæði tónlistarfólkinu sjálfu og forystumönnum þess fyrir uppbygginguna undanfarin ár. Með þeim samningum sem undirritaðir eru hér í dag erum við að staðfesta áframhaldandi sókn á þessu spennandi sviði,“ segir Birkir sem í dag undirritaði fjóra styrktarsamninga: Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík var ekki síður ánægður með samningana. „Reykjavíkurborg hefur lengi lagt mikinn metnað í að styrkja íslenska tónlist. Músíktilraunir urðu til í frístundastarfi hjá Reykjavíkurborg og borgin hefur lagt mikinn metnað í það starf í gegnum árin. Reykjavíkurborg hefur stutt Iceland Airwaves frá árinu 2000 og nemur stuðningurinn fram til þessa alls 77,5 milljónum króna. Markmiðið hefur verið að vekja jákvæða athygli á Reykjavík sem tónlistarborg. Borgin styrkir einnig Eurosonic hátíðina á næsta ári og er einn af stofnendum og helstu bakhjörlum sjóðsins Reykjavík Loftbrú. Það er mjög mikilvægt fyrir Reykjavíkurborg og íslenskt tónlistarlíf að Icelandair skuli styðja þessi verkefni af svo miklum myndarskap,“ segir borgarstjóri sem undirritaði í dag þrjá samninga fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Ákvörðun um áframhaldandi stuðning Reykjavíkurborgar við Iceland Airwaves er nú í höndum menningar- og ferðamálaráðs og mun liggja fyrir í byrjun næsta árs.1. Iceland Airwaves Icelandair stofnaði þessa stærstu tónlistarhátíð landsins árið 1999 og hefur verið helsti bakhjarl hennar frá upphafi. Auk þess að gefa Íslendingum og erlendum ferðamönnum tækifæri til að skemmta sér er tilgangur Iceland Airwaves að kynna íslenskar hljómsveitir fyrir fulltrúum erlendra útgáfufyrirtækja. Hátíðin hefur vaxið jafnt og þétt og nú í nóvember 2014 dró hún að níu þúsund gesti og þarf af um 5 þúsund erlendis fá. Reykjavíkurborg hefur styrkt Airwaves frá árinu 2000. Fyrir hönd Útón undirritað Gunnar Guðmundsson samninginn.2. Reykjavík Loftbrú Icelandair stofnaði sjóðinn Reykjavík Loftbrú árið 2003 ásamt Reykjavíkurborg, FÍH, FHF og STEF í þeim tilgangi að auðvelda framsæknu tónlistarfólki, höfundum/tónskáldum og útgefendum að koma sér og list sinni á framfæri erlendis. Alls hafa um 3,500 íslenskir tónlistarmenn flogið með Icelandair til tónleikahalds og kynningarstarfs undir merkjum Loftbrúarinnar. Fyrir hönd Reykjavíkurborgar undirritaði Dagur B Eggertsson borgarstjóri samninginn, Björn Th. Árnason fyrir hönd FÍH Ásmundur Jónsson fyrir hönd FHF, og Jakob Frímann Magnússon, fyrir hönd STEF.3. Músíkíktilraunir Undanfarin 33 ár hafa Músíktilraunir verið fastur liður í dagatali tónlistarunnenda og verður engin breyting þar á en hátíðin var lengst af haldin í Tónabæ en Hitt húsið heldur utan um Músíktilraunir á vegum Reykjavíkurborgar. Icelandair hefur undanfarin níu ár verið aðalstyrktaraðili Músíktilrauna, sem hefur verið einn helsti vettvangurinn fyrir ungar íslenskar hljómsveitir og tónlistarfólk á aldrinum 13-25 ára til að koma tónlist sinni á framfæri. Margar hafa náð miklum árangri og allir þátttakendur eru reynslunni ríkari. Fyrir hönd Reykjavíkurborgar undirritaði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri samninginn.4. Eurosonic Festival Icelandair er helsti bakhjarl þátttöku Íslands í Eurosonic hátíðinni í Hollandi árið 2015, en nú í janúar verður þessi stóra hátíð tileinkuð íslenskri tónlist með þátttöku 18 íslenskra hljómsveita eða tónlistarmanna. Eru þessir listamenn fulltrúar fyrir þá gróskumiklu og fjölbreyttu tónlistarsenu sem þrífst á Íslandi og hefur verið að skjóta rótum víða, en Eurosonic hefur þá stefnu að kynna helst unga og upprennandi listamenn fyrir tónlistarhátíðum og bókurum sem koma víða að. Fyrir hönd Útón undirritaði Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri. Borgarráð hefur nýlega samþykkt að styrkja framlag Íslands til hátíðarinnar.Samstarf frá upphafi alla leið út í heim Auk þess formlega samstarfs sem að framan er getið þá er Icelandair öflugur liðsmaður í kynningu og sölu íslenskrar tónlistar um borð í flugflota félagsins, bæði með flutningi tónlistar í afþreyingarkerfinu um borð og með sölu diska með íslenskri tónlist, einkum „Hot Spring“ diskanna með úrvali nýrrar íslenskrar tónlistar sem keyptir eru af erlendum farþegum. Þá hefur íslenskt tónlistarfólk verið öflugir liðsmenn Icelandair við margskonar hátíðir og kynningarstarf víða um lönd. Þannig myndar samstarf Icelandair, Reykjavíkurborgar og íslensks tónlistarfólks eina samfellda heild. „Þetta samstarf hefst í Músíktilraunum þegar fyrstu skrefin eru tekin, því er fylgt eftir með þátttöku í Iceland Airwaves og svo tekið stökkið út í heim með Reykjavík Loftbrú. Reykjavíkurborg hefur tekið virkan þátt í þessari uppbyggingu með tónlistarfólkinu eins og staðfest er með þátttöku borgarstjóra í þessari athöfn“, segir Birkir Hólm Guðnason. Hljómsveitin Vio, sem sigraði í Músíktilraunum 2014, lék nokkur lög við athöfnina í dag.
Tónlist Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira