Innlent

Sextíu skjálftar við Bárðarbungu

Stefán Árni Pálsson skrifar
fréttablaðið/egill
Um tíu skjálftar yfir fjórum stigum hafa mælst við Bárðarbungu síðasta sólarhringinn.

Stærsti varð í gærkvöldi rétt fyrir klukkan átta og var hann 4,4 af stærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Heildarfjöldi skjálfta við Bárðarbungu frá því í gærmorgun er um 60. Lítil virkni er í ganginum.

Ekki hefur sést til gossins á vefmyndavélum það sem af er degi enda norðan hvassviðri og snjókoma á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×