Körfubolti

Wade eyðilagði heimkomu James | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wade og James eigast við í nótt.
Wade og James eigast við í nótt. vísir/afp
Dwayne Wade skoraði 31 stig þegar Miami Heat lagði LeBron James og félaga í Cleveland Cavaliers, 101-91, í NBA-deildinni vestanhafs í nótt.

Þetta fyrsti leikur James gegn sínum gömlu félögum, en hann færði sig sem kunnugt er um set til Cleveland í sumar eftir fjögur farsæl ár í Miami, þar sem hann vann tvo meistaratitla.

Wade var stigahæstur hjá Miami en hann skoraði 24 af sínum stigum í fyrri hálfleik. Loul Deng kom næstur með 25 stig, en hann tók einnig átta fráköst og gaf átta stoðsendingar.

James var atkvæðamestur í liði Cleveland í nótt með 30 stig og átta stoðsendingar. Kyrie Irving kom næstur með 25 stig.

Fjórir aðrir leikir fóru fram í gær og nótt.

Oklahoma City Thunder lét fjarveru Kevins Durant ekki trufla sig og vann góðan sigur á meisturum San Antonio Spurs, og þá tapaði New York Knicks enn einum leiknum, nú gegn Washington Wizards. Um þessa tvo leiki má lesa hér.

Los Angels Clippers vann góðan sigur á Golden State Warriors, efsta liði deildarinnar, 100-86, í Staples Center.

Jamal Crawford skoraði 24 stig fyrir Clippers og Chris Paul bætti 22 stigum við. Blake Griffin átti einnig góðan leik með 18 stig, 15 fráköst og sex stoðsendingar.

Klay Thompson var stigahæstur í liði Golden State með 15 stig. Stephen Curry skoraði 14 stig, tók níu fráköst og gaf sjö stoðsendingar.

Þá vann Chicago Bulls öruggan 20 stiga sigur á Los Angeles Lakers, 113-93.

Pau Gasol átti stórleik fyrir Chicago, en Spánverjinn skoraði 23 stig og tók 13 fráköst. Jimmy Butler kom næstur með 21 stig.

Wesley Johnson var stigahæstur hjá Lakers með 19 stig, en hann tók auk þess níu fráköst.

Áhorfendur í Miami tóku vel á móti James Wade og James áttust við í nótt Rosaleg troðsla hjá DeAndre Jordan
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×