Ferðamenn ánægðir með jólin á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 25. desember 2014 20:00 Ferðamenn sem sækjast eftir norrænum jólum geta ekki kvartað undan veðrinu í höfuðborginni þar sem snjór liggur yfir öllu og gengur á með éljum. Enda voru þeir ferðalangar sem Heimir Már rakst á í dag hæst ánægðir með dvölina í borginni yfir jóladagana. Lögð hefur verið áhersla á það undanfarin ár að fjölga erlendum ferðamönnum í landinu yfir vetrarmánuðina og það hefur svo sannarlega tekist. Þúsundir ferðamanna eru í höfuðborginni yfir jóladagana og þeir koma alls staðar að. Já fyrir utan Nordica rákumst við t.d. á þessa tvo frakka frá Avignon í suður Frakklandi en annar þeirra var að láta æskudraum um Íslandsheimsókn rætast, enda á hann ættir að rekja til Norðurlanda og Þýskalands. „Sérðu það ekki á mér að ég er dansk- þýsk blandaður,“ segir Anthony og hlær. En hann segist geta rakið ættir sínar m.a. til hanover og Lubeck í Þýsklandi. Þá sé hann mjög hrifinn af norrænni menningu, sögu víkinganna og tungumálinu. „Ég heiti Anthony,“ segir hann stoltur af íslenskukunnáttunni og býður svo gleðileg jól upp á íslensku og bætir svo við: „Takk fyrir allt.“ Þórir Baldvin Hrafnsson vaktstjóri í gestamóttökunni á Hilton-Nordika segir stemminguna góða og mun meira að gera en um síðustu jól. Full þjónusta er á hótelinu og svo finni fólk sér eitthvað að gera, þótt allir hafi ekki gert sér grein fyrir hvað margt er lokað yfir jólin. „Sumir vita ekki að það er þetta mikið lokað. En ferðaþjónustufyrirtækin eru með túra yfir daginn. Það eru hlutir að gera fyrir fólk en það er auðvitað minna en á venjulegum dögum. Það segir sig sjálft,“ segir Þórir Baldvin. Á Nordika hittum við fjölskyldu sem kemur alla leið frá Kænugarði í Úkraínu til að eyðja jólunum á Íslandi. Þau sögðust ánæð með að hvíla sig á spennunni í heimalandinu fyrir framan arineldinn á Nordika og eru ánægð með snjóinn. „Við höfum ekki fengið snjó í Kænugarði þennan veturinn. Ástandið þar er mjög erfitt og þegar ég fæ tækifæri nýt ég þess að ferðast,“ segir David Krebs ungur maður í fjölskyldunni. Það geri lítið til þó margt sé lokað, þau slappi þá bara af við lestur fyrir framan arininn.Hvað á að gera í kvöld, á jóladagskvöldi? „Við förum saman út að borða á veitingastað og fáum okkur vín saman. Á morgun förum við sennilega upp á jökul á Super Jeeps. Það verður gaman,“ segir David Krebs. Jólafréttir Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira
Ferðamenn sem sækjast eftir norrænum jólum geta ekki kvartað undan veðrinu í höfuðborginni þar sem snjór liggur yfir öllu og gengur á með éljum. Enda voru þeir ferðalangar sem Heimir Már rakst á í dag hæst ánægðir með dvölina í borginni yfir jóladagana. Lögð hefur verið áhersla á það undanfarin ár að fjölga erlendum ferðamönnum í landinu yfir vetrarmánuðina og það hefur svo sannarlega tekist. Þúsundir ferðamanna eru í höfuðborginni yfir jóladagana og þeir koma alls staðar að. Já fyrir utan Nordica rákumst við t.d. á þessa tvo frakka frá Avignon í suður Frakklandi en annar þeirra var að láta æskudraum um Íslandsheimsókn rætast, enda á hann ættir að rekja til Norðurlanda og Þýskalands. „Sérðu það ekki á mér að ég er dansk- þýsk blandaður,“ segir Anthony og hlær. En hann segist geta rakið ættir sínar m.a. til hanover og Lubeck í Þýsklandi. Þá sé hann mjög hrifinn af norrænni menningu, sögu víkinganna og tungumálinu. „Ég heiti Anthony,“ segir hann stoltur af íslenskukunnáttunni og býður svo gleðileg jól upp á íslensku og bætir svo við: „Takk fyrir allt.“ Þórir Baldvin Hrafnsson vaktstjóri í gestamóttökunni á Hilton-Nordika segir stemminguna góða og mun meira að gera en um síðustu jól. Full þjónusta er á hótelinu og svo finni fólk sér eitthvað að gera, þótt allir hafi ekki gert sér grein fyrir hvað margt er lokað yfir jólin. „Sumir vita ekki að það er þetta mikið lokað. En ferðaþjónustufyrirtækin eru með túra yfir daginn. Það eru hlutir að gera fyrir fólk en það er auðvitað minna en á venjulegum dögum. Það segir sig sjálft,“ segir Þórir Baldvin. Á Nordika hittum við fjölskyldu sem kemur alla leið frá Kænugarði í Úkraínu til að eyðja jólunum á Íslandi. Þau sögðust ánæð með að hvíla sig á spennunni í heimalandinu fyrir framan arineldinn á Nordika og eru ánægð með snjóinn. „Við höfum ekki fengið snjó í Kænugarði þennan veturinn. Ástandið þar er mjög erfitt og þegar ég fæ tækifæri nýt ég þess að ferðast,“ segir David Krebs ungur maður í fjölskyldunni. Það geri lítið til þó margt sé lokað, þau slappi þá bara af við lestur fyrir framan arininn.Hvað á að gera í kvöld, á jóladagskvöldi? „Við förum saman út að borða á veitingastað og fáum okkur vín saman. Á morgun förum við sennilega upp á jökul á Super Jeeps. Það verður gaman,“ segir David Krebs.
Jólafréttir Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira