Körfubolti

Varejao úr leik hjá Cleveland

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Verjao er enn og aftur kominn á sjúkralistann.
Verjao er enn og aftur kominn á sjúkralistann. vísir/afp
Brasilíski miðherjinn Anderson Varejao leikur ekki meira með liði Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta á tímabilinu vegna meiðsla.

Varejao fór meiddur af velli í sigri Cleveland á Minnesota Timberwolves í fyrrinótt og eftir skoðun í gær kom í ljós að hann er með slitna hásin.

Þetta er mikið áfall fyrir Cleveland en Varejao gefur liðinu mikið með krafti sínum og baráttu. Hann skoraði 9,8 stig og tók 6,5 fráköst að meðaltali í leik á tímabilinu.

Varejao hefur verið með eindæmum óheppinn með meiðsli á ferlinum, en hann hefur misst af 166 leikjum vegna meiðsla á undanförnum fjórum tímabilum. En þrátt fyrir langa meiðslasögu skrifaði hann undir nýjan þriggja ára samning við Cleveland í október.

Cleveland mætir Miami Heat í kvöld, en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 22:00.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×