Innlent

Jólatónleikar Fíladelfíu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Árlegir jólatónleikar Fíladelfíu verða í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi á aðfangadagskvöld klukkan 23. Tónleikarnir glæsilegu voru haldnir þann 1. desember en þeir eru orðnir hluti af jólahaldi svo margra.

Tónlistastjóri er Óskar Einarsson og sérstakir gestir tónleikanna voru Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Meðal annarra einsöngvara voru Edgar Smári Atlason, Maríanna Másdóttir, Hrönn Svansdóttir, Íris Lind Verudóttir, Anna Sigríður Snorradóttir og Sigurður Ingimarsson.

Hljómsveitina skipuðu þeir Óskar Einarsson, Jóhann Ásmundsson, Brynjólfur Snorrason, Friðrik Karlsson, Davíð Sigurgeirsson, Margrét Árnadóttir og Haukur Pálmason. Flutt voru þekkt jólalög ásamt nýju efni sem boða frið og kærleika fyrir alla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×