Tífalt dýrara að bíða en framkvæma Svavar Hávarðsson skrifar 22. desember 2014 11:16 Vegna þess hve jarðvegsrof hefur verið mikið á Íslandi má segja að rof og ummerki þess sé meðal þess sem helst einkennir íslenskar umhverfisaðstæður. Mynd/Áskell Þórisson Fyrirbyggjandi aðgerðir gegn jarðvegs- og gróðureyðingar kosta aðeins tíunda hluta þess sem aðgerðir við landgræðslu kosta þegar allt hefur snúist til verri vegar. Illa leikið land hefur áhrif á veðurfar, kemur við sögu náttúruvár, skiptir meginmáli hvað fuglalíf varðar sem og viðkoma fiskistofna í ferskvatni.Eftir miklu að slægjast Stór hluti þeirra vistkerfa sem einkenndu Ísland við landnám hafa glatast og búsvæði fjölbreyttra lífvera hefur hnignað í beinu samhengi. Mikilvægi þess starfs sem lýtur að því að endurheimta gróður- og jarðvegsauðlindir landsins er óumdeilt, en fáir hafa það kannski hugfast eftir hversu miklu er að slægjast – bæði í lífsgæðum og fjárhagslega. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ákveðið að hefja vinnu við frumvarp að nýjum lögum um landgræðslu. Núgildandi lög voru staðfest í apríl 1965, og því löngu tímabært að endurskoða þau. Miðað er við að frumvarp til nýrra laga verði lagt fyrir næsta haustþing. Þrátt fyrir að gróðurfar á láglendi hafi styrkst með betri tíð, verður ekki litið fram hjá því að heildarúttekt Landgræðslunnar á gróðurfari landsins sýnir að græða þyrfti upp rúma milljón hektara lands [10.000 ferkílómetra] neðan 500 metra hæðarlínunnar, en almennt er ekki hugsað um landgræðslu ofar þeirri línu. Af þessari milljón hektara er mjög brýnt að ráðast í að græða 500.000 hektara, en árlega höfum við Íslendingar verið að vinna í landgræðslu á um 12.500 hekturum lands á ári, og er þá allt talið. Þá er náttúrulega óskert vistkerfi ekki víða að finna á landinu en auðnir og illa gróin svæði þekja nú um 40.000 ferkílómetra lands.Heldur ekki vatni Guðmundur Halldórsson, rannsóknarstjóri hjá Landgræðslunni, segir að gríðarlega margt hafi tapast; Íslendingar hafi lifað af þurrlendisvistkerfum landsins um aldir og álagið hafi tekið sinn toll. „Í raun hafa tapast mikil gæði sem koma ekki aftur, það er alveg klárt. Gróðurinn hefur svo mikla þýðingu fyrir dýrategundina manninn. Við áttum okkur ekki oft á því að þegar gróður hvarf af hálendinu hafði það töluverð áhrif á veðurfar. Þetta hafa rannsóknir sérfræðinga Veðurstofu Íslands sýnt fram á. Meðal þess sem tengist því er hversu miklu hraðar sandarnir hitna en gróið land. Það hefur líka áhrif á vatnafar. Þegar gróður hverfur þá heldur landið ekki vatninu, sem á skömmum tíma hverfur í næsta árfarveg og til sjávar. Þetta skiptir gríðarlega miklu máli,“ segir Guðmundur.Lax og silungur Fiskgengd í ám er ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar gróðureyðing er til umfjöllunar, en samhengið er engu að síður til staðar. „Allar okkar bestu laxveiðiár landsins renna annaðhvort af vel grónum heiðum eða úr mjög næringarríkum stöðuvötnum. Á bak við veiðiperlurnar sem renna í Húnaflóa er Arnarvatnsheiðin, svo dæmi sé tekið,“ segir Guðmundur. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar, segir ekkert ofsagt þegar samhengi landgæða og vatnakerfa eru til umræðu. „Árnar eru bara afrennsli af landinu, og í veröldinni er frjósemi vatna í beinu samhengi við gróður á vatnasviðinu, og þar sem er mest gróið hér á landinu er líka að finna fjölskrúðugasta vatnalífið,“ segir Sigurður en útskýrir að á Íslandi er tilbrigði við þetta stef. Á jarðfræðilega yngsta hluta landsins er árvatnið að ná í mikla næringu úr berggrunninum. Elliðaárnar eru gott dæmi; regn fellur í Heiðmörk og Bláfjöll sem hripar niður í jörðina og rennur neðanjarðar um ungt óveðrað berg og á þeirri leið hleður það í sig miklu af efnum. Sigurður segir ekki hægt að benda á einstakar ár sem hafa misst sína fiskistofna vegna rýrnunar lands, en það sé engum vafa undirorpið að þær ár sem njóta gróðursældar á sínu vatnasviði gætu mjög misst spón úr aski sínum við mikið landrof og gróðureyðingu. Hins vegar tapist gróður ekki hratt á eldri hluta landsins, og það séu góðu fréttirnar. „Það er svo eitt sem fylgja þarf sögunni. Þar sem mestur sandur er getur hann, og öskufall, lokað á öll búsvæði, og í sandi þrífst fátt,“ segir Sigurður.Náttúruvá Guðmundur segir að á meðal landgræðslufólks sé samhengi gróðureyðingar og náttúruvár mjög í deiglunni. „Gróður getur haft áhrif á afleiðingar eldgosa. Askan sem fellur á ógróna jörð er að fjúka fram og til baka um ár og aldir. Hún stoppar ekki. Það er ástæða til að beina augunum að þessum svæðum, og við þurfum að leggja miklu meiri áherslu á þau. Við erum mest að dútla við litla bletti, og kannski má segja að við séum að slökkva elda. Menn þurfa hins vegar langtímaáætlanir og í samstarfi við sveitarstjórnafólk skilgreina hver þörfin er og nýta kraftana á skilvirkari hátt. Jarðvísindafólkið okkar hefur gert áætlanir um hvar líklegast sé að falli aska og í raun þarf landgræðslustarf að beinast mun meira að því að við séum á undan eyðingaröflunum. Landgræðslufólk er að sinna bráðaþjónustu en ekki fyrirbyggjandi aðgerðum. Við eigum að spyrja hvar hægt er að koma inn fyrr til að styrkja svæði, áður en allt er komið í óefni og margfalt dýrara að gera eitthvað af viti,“ segir Guðmundur.Peningar Spurður hversu miklu ódýrara það sé að koma fyrr en seinna að uppgræðslu landsvæða segir Guðmundur að munurinn sé gríðarlegur. Hektari lands þar sem aðeins þarf að styrkja gróður með áburðargjöf kostar helmingi minna en þar sem bæði þarf áburð og grasfræ. Ef allt er farið á versta veg er kostnaðurinn að nálgast það að vera tífaldur, en þegar gengið er á Guðmund giskar hann á að hektarinn kosti um 60 til 70 þúsund þegar aðeins þarf áburð en hálfa milljón þegar beita þarf öllum þeim úrræðum sem illa farið land útheimtir. Ef menn vilja leika sér með tölur þá má minna á þá 500.000 hektara lands sem landgræðslustjóri telur brýnt að ráðast í að bæta sem allra fyrst – og hvað aðgerðarleysi kostar.Þrjú prósent eftir á Suðurlandi Eins og Fréttablaðið hefur fjallað um að undanförnu lýtur endurheimt vistkerfa á Íslandi ekki síst að því votlendi sem ræst hefur verið fram. Blaðið hefur nefnt dæmi um að 3.900 ferkílómetrar hafi verið þurrkaðir upp, en þá er ekki allt talið. Þegar einstök landsvæði eru skoðuð sérstaklega sést að í sumum landshlutum hefur allt að 90% votlendissvæða verið ræst fram. Einungis 3% alls votlendis á Suðurlandi standa eftir óraskað og einungis 18% votlendis á Vesturlandi. Landbúnaður er í einhverri mynd á 72% af þeim svæðum sem eru flokkuð sem mikilvæg fuglasvæði en stærsti hluti þeirra er votlendi. Yfir 90% íslenskra varpfugla, umferðarfugla og vetrargesta, byggja afkomu sína að einhverju eða öllu leyti á votlendi. Allt í allt er talið að 50-75% alls votlendis á láglendi hafi verið raskað meira eða minna.Fyrir 2020 Í greinargerð starfshóps umhverfisráðherra vegna vinnu við ný landgræðslulög segir frá því að árið 1994 fullgilti Alþingi samning um líffræðilega fjölbreytni. Í stefnumörkun Íslands um framkvæmd samningsins kemur fram það meginmarkmið að „vernda og endurheimta líffræðilega fjölbreytni Íslands og koma í veg fyrir frekari skerðingu hennar, tryggja sjálfbæra nýtingu lífríkisins og endurheimta þá þætti þess sem spillst hafa eða horfið vegna umsvifa mannsins“. Á 10. ársfundi aðildarríkja samningsins í október 2010 náðist samkomulag um framkvæmd samningsins næstu tíu árin og í því felast nokkur meginmarkmið. Samkomulagið felur t.d. í sér að dregið verði úr eyðingu búsvæða um 50-100%, og að landbúnaðar- og skógræktarsvæði séu nýtt á sjálfbæran hátt. Einnig að vistkerfi er veiti nauðsynlega þjónustu varðandi vatn, lífsviðurværi og velferð séu endurheimt. Að síðustu má nefna að stefnt er á að 15% laskaðra svæða verði endurheimt í þeim löndum sem fullgilt hafa samninginn – fyrir árið 2020. Helstu alþjóðasamningar sem tengjast landgræðslu eru:- Samningur Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn eyðimerkurmyndun hefur verið í gildi hér á landi frá 1996. Samningurinn kveður einnig á um að aðildarríkin starfi eftir sérstökum landgræðsluáætlunum sem hafi sjálfbæra þróun að leiðarljósi.- Árið 1994 fullgilti Alþingi samning um líffræðilega fjölbreytni. Þar segir að draga skuli úr eyðingu búsvæða um 50 til 100%. Endurheimta skal 15% laskaðra svæða.- Rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar tók gildi hér landi 1994. Kyoto-bókunin við samninginn felur í sér lagalega skuldbindandi ákvæði um samdrátt í losun einstakra aðildarríkja. Landgræðsla er skilvirk leið til að binda koltvísýring í gróðri og jarðvegi. Aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum, sem samþykkt var 2010, felur í sér samdrátt í nettólosun gróðurhúsalofttegunda um allt að 30% til ársins 2020.- Ísland er aðili að Ramsarsamningnum um votlendi, sem hefur það markmið að stuðla að verndun og skynsamlegri nýtingu votlendissvæða, sérstaklega alþjóðlegra mikilvægra búsvæða fyrir votlendisfugla. Áhersla er lögð á mikilvægi þess að koma í veg fyrir tap votlendissvæða og koma á þjóðaráætlunum um endurreisn votlendissvæða. Fréttaskýringar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Fyrirbyggjandi aðgerðir gegn jarðvegs- og gróðureyðingar kosta aðeins tíunda hluta þess sem aðgerðir við landgræðslu kosta þegar allt hefur snúist til verri vegar. Illa leikið land hefur áhrif á veðurfar, kemur við sögu náttúruvár, skiptir meginmáli hvað fuglalíf varðar sem og viðkoma fiskistofna í ferskvatni.Eftir miklu að slægjast Stór hluti þeirra vistkerfa sem einkenndu Ísland við landnám hafa glatast og búsvæði fjölbreyttra lífvera hefur hnignað í beinu samhengi. Mikilvægi þess starfs sem lýtur að því að endurheimta gróður- og jarðvegsauðlindir landsins er óumdeilt, en fáir hafa það kannski hugfast eftir hversu miklu er að slægjast – bæði í lífsgæðum og fjárhagslega. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ákveðið að hefja vinnu við frumvarp að nýjum lögum um landgræðslu. Núgildandi lög voru staðfest í apríl 1965, og því löngu tímabært að endurskoða þau. Miðað er við að frumvarp til nýrra laga verði lagt fyrir næsta haustþing. Þrátt fyrir að gróðurfar á láglendi hafi styrkst með betri tíð, verður ekki litið fram hjá því að heildarúttekt Landgræðslunnar á gróðurfari landsins sýnir að græða þyrfti upp rúma milljón hektara lands [10.000 ferkílómetra] neðan 500 metra hæðarlínunnar, en almennt er ekki hugsað um landgræðslu ofar þeirri línu. Af þessari milljón hektara er mjög brýnt að ráðast í að græða 500.000 hektara, en árlega höfum við Íslendingar verið að vinna í landgræðslu á um 12.500 hekturum lands á ári, og er þá allt talið. Þá er náttúrulega óskert vistkerfi ekki víða að finna á landinu en auðnir og illa gróin svæði þekja nú um 40.000 ferkílómetra lands.Heldur ekki vatni Guðmundur Halldórsson, rannsóknarstjóri hjá Landgræðslunni, segir að gríðarlega margt hafi tapast; Íslendingar hafi lifað af þurrlendisvistkerfum landsins um aldir og álagið hafi tekið sinn toll. „Í raun hafa tapast mikil gæði sem koma ekki aftur, það er alveg klárt. Gróðurinn hefur svo mikla þýðingu fyrir dýrategundina manninn. Við áttum okkur ekki oft á því að þegar gróður hvarf af hálendinu hafði það töluverð áhrif á veðurfar. Þetta hafa rannsóknir sérfræðinga Veðurstofu Íslands sýnt fram á. Meðal þess sem tengist því er hversu miklu hraðar sandarnir hitna en gróið land. Það hefur líka áhrif á vatnafar. Þegar gróður hverfur þá heldur landið ekki vatninu, sem á skömmum tíma hverfur í næsta árfarveg og til sjávar. Þetta skiptir gríðarlega miklu máli,“ segir Guðmundur.Lax og silungur Fiskgengd í ám er ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar gróðureyðing er til umfjöllunar, en samhengið er engu að síður til staðar. „Allar okkar bestu laxveiðiár landsins renna annaðhvort af vel grónum heiðum eða úr mjög næringarríkum stöðuvötnum. Á bak við veiðiperlurnar sem renna í Húnaflóa er Arnarvatnsheiðin, svo dæmi sé tekið,“ segir Guðmundur. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar, segir ekkert ofsagt þegar samhengi landgæða og vatnakerfa eru til umræðu. „Árnar eru bara afrennsli af landinu, og í veröldinni er frjósemi vatna í beinu samhengi við gróður á vatnasviðinu, og þar sem er mest gróið hér á landinu er líka að finna fjölskrúðugasta vatnalífið,“ segir Sigurður en útskýrir að á Íslandi er tilbrigði við þetta stef. Á jarðfræðilega yngsta hluta landsins er árvatnið að ná í mikla næringu úr berggrunninum. Elliðaárnar eru gott dæmi; regn fellur í Heiðmörk og Bláfjöll sem hripar niður í jörðina og rennur neðanjarðar um ungt óveðrað berg og á þeirri leið hleður það í sig miklu af efnum. Sigurður segir ekki hægt að benda á einstakar ár sem hafa misst sína fiskistofna vegna rýrnunar lands, en það sé engum vafa undirorpið að þær ár sem njóta gróðursældar á sínu vatnasviði gætu mjög misst spón úr aski sínum við mikið landrof og gróðureyðingu. Hins vegar tapist gróður ekki hratt á eldri hluta landsins, og það séu góðu fréttirnar. „Það er svo eitt sem fylgja þarf sögunni. Þar sem mestur sandur er getur hann, og öskufall, lokað á öll búsvæði, og í sandi þrífst fátt,“ segir Sigurður.Náttúruvá Guðmundur segir að á meðal landgræðslufólks sé samhengi gróðureyðingar og náttúruvár mjög í deiglunni. „Gróður getur haft áhrif á afleiðingar eldgosa. Askan sem fellur á ógróna jörð er að fjúka fram og til baka um ár og aldir. Hún stoppar ekki. Það er ástæða til að beina augunum að þessum svæðum, og við þurfum að leggja miklu meiri áherslu á þau. Við erum mest að dútla við litla bletti, og kannski má segja að við séum að slökkva elda. Menn þurfa hins vegar langtímaáætlanir og í samstarfi við sveitarstjórnafólk skilgreina hver þörfin er og nýta kraftana á skilvirkari hátt. Jarðvísindafólkið okkar hefur gert áætlanir um hvar líklegast sé að falli aska og í raun þarf landgræðslustarf að beinast mun meira að því að við séum á undan eyðingaröflunum. Landgræðslufólk er að sinna bráðaþjónustu en ekki fyrirbyggjandi aðgerðum. Við eigum að spyrja hvar hægt er að koma inn fyrr til að styrkja svæði, áður en allt er komið í óefni og margfalt dýrara að gera eitthvað af viti,“ segir Guðmundur.Peningar Spurður hversu miklu ódýrara það sé að koma fyrr en seinna að uppgræðslu landsvæða segir Guðmundur að munurinn sé gríðarlegur. Hektari lands þar sem aðeins þarf að styrkja gróður með áburðargjöf kostar helmingi minna en þar sem bæði þarf áburð og grasfræ. Ef allt er farið á versta veg er kostnaðurinn að nálgast það að vera tífaldur, en þegar gengið er á Guðmund giskar hann á að hektarinn kosti um 60 til 70 þúsund þegar aðeins þarf áburð en hálfa milljón þegar beita þarf öllum þeim úrræðum sem illa farið land útheimtir. Ef menn vilja leika sér með tölur þá má minna á þá 500.000 hektara lands sem landgræðslustjóri telur brýnt að ráðast í að bæta sem allra fyrst – og hvað aðgerðarleysi kostar.Þrjú prósent eftir á Suðurlandi Eins og Fréttablaðið hefur fjallað um að undanförnu lýtur endurheimt vistkerfa á Íslandi ekki síst að því votlendi sem ræst hefur verið fram. Blaðið hefur nefnt dæmi um að 3.900 ferkílómetrar hafi verið þurrkaðir upp, en þá er ekki allt talið. Þegar einstök landsvæði eru skoðuð sérstaklega sést að í sumum landshlutum hefur allt að 90% votlendissvæða verið ræst fram. Einungis 3% alls votlendis á Suðurlandi standa eftir óraskað og einungis 18% votlendis á Vesturlandi. Landbúnaður er í einhverri mynd á 72% af þeim svæðum sem eru flokkuð sem mikilvæg fuglasvæði en stærsti hluti þeirra er votlendi. Yfir 90% íslenskra varpfugla, umferðarfugla og vetrargesta, byggja afkomu sína að einhverju eða öllu leyti á votlendi. Allt í allt er talið að 50-75% alls votlendis á láglendi hafi verið raskað meira eða minna.Fyrir 2020 Í greinargerð starfshóps umhverfisráðherra vegna vinnu við ný landgræðslulög segir frá því að árið 1994 fullgilti Alþingi samning um líffræðilega fjölbreytni. Í stefnumörkun Íslands um framkvæmd samningsins kemur fram það meginmarkmið að „vernda og endurheimta líffræðilega fjölbreytni Íslands og koma í veg fyrir frekari skerðingu hennar, tryggja sjálfbæra nýtingu lífríkisins og endurheimta þá þætti þess sem spillst hafa eða horfið vegna umsvifa mannsins“. Á 10. ársfundi aðildarríkja samningsins í október 2010 náðist samkomulag um framkvæmd samningsins næstu tíu árin og í því felast nokkur meginmarkmið. Samkomulagið felur t.d. í sér að dregið verði úr eyðingu búsvæða um 50-100%, og að landbúnaðar- og skógræktarsvæði séu nýtt á sjálfbæran hátt. Einnig að vistkerfi er veiti nauðsynlega þjónustu varðandi vatn, lífsviðurværi og velferð séu endurheimt. Að síðustu má nefna að stefnt er á að 15% laskaðra svæða verði endurheimt í þeim löndum sem fullgilt hafa samninginn – fyrir árið 2020. Helstu alþjóðasamningar sem tengjast landgræðslu eru:- Samningur Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn eyðimerkurmyndun hefur verið í gildi hér á landi frá 1996. Samningurinn kveður einnig á um að aðildarríkin starfi eftir sérstökum landgræðsluáætlunum sem hafi sjálfbæra þróun að leiðarljósi.- Árið 1994 fullgilti Alþingi samning um líffræðilega fjölbreytni. Þar segir að draga skuli úr eyðingu búsvæða um 50 til 100%. Endurheimta skal 15% laskaðra svæða.- Rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar tók gildi hér landi 1994. Kyoto-bókunin við samninginn felur í sér lagalega skuldbindandi ákvæði um samdrátt í losun einstakra aðildarríkja. Landgræðsla er skilvirk leið til að binda koltvísýring í gróðri og jarðvegi. Aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum, sem samþykkt var 2010, felur í sér samdrátt í nettólosun gróðurhúsalofttegunda um allt að 30% til ársins 2020.- Ísland er aðili að Ramsarsamningnum um votlendi, sem hefur það markmið að stuðla að verndun og skynsamlegri nýtingu votlendissvæða, sérstaklega alþjóðlegra mikilvægra búsvæða fyrir votlendisfugla. Áhersla er lögð á mikilvægi þess að koma í veg fyrir tap votlendissvæða og koma á þjóðaráætlunum um endurreisn votlendissvæða.
Fréttaskýringar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira