Verður Fred Couples næsti fyrirliði Bandaríkjamanna í Rydernum? 20. desember 2014 23:00 Couples er mjög vinsæll kylfingur. AP Bandaríska golfsambandið setti á dögunum á laggirnar nefnd sem fær það verkefni að breyta gengi bandaríska Ryderliðsins á komandi árum en liðið hefur tapað fyrir Evrópuúrvalinu í síðustu þrjú skipti sem þetta sögufræga mót hefur verið haldið. Síðast tapaði bandaríska liðið fyrir því evrópska í haust en í kjölfarið fóru af stað margar sögusagnir um ósætti innan liðsins og beindust spjót meðal annars að fyrirliða þess, Tom Watson, þar sem margar ákvarðanir hans voru gagnrýndar harðlega. Í nefndinni eru mörg stór nöfn í bandarísku golfi, meðal annars Rickie Fowler, Tiger Woods og Phil Mickelson en hennar starf er að sjá til þess að fjórða tapið í röð verði ekki staðreynd. Eftir fyrsta fund hennar fyrr í vikunni fékk goðsögnin Fred Couples símtal þar sem hann var spurður út í áhuga sinn á því að verða fyrirliði liðsins árið 2016 þegar að Ryderinn fer fram á Hazeltine vellinum í Minnesota, en Golfchannel greinir frá þessu. Couples hefur aldrei tekið við fyrirliðastöðunni í Ryder-bikarnum en hann hefur farið fyrir bandaríska liðinu í síðustu þremur sigrum þess í Forsetabikarnum. Þá er Couples mjög vinsæll meðal kylfinga og golfáhugamanna um allan heim en hann myndi eflaust hjálpa bandaríska liðinu mikið verði hann fyrir valinu. Golf Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Bandaríska golfsambandið setti á dögunum á laggirnar nefnd sem fær það verkefni að breyta gengi bandaríska Ryderliðsins á komandi árum en liðið hefur tapað fyrir Evrópuúrvalinu í síðustu þrjú skipti sem þetta sögufræga mót hefur verið haldið. Síðast tapaði bandaríska liðið fyrir því evrópska í haust en í kjölfarið fóru af stað margar sögusagnir um ósætti innan liðsins og beindust spjót meðal annars að fyrirliða þess, Tom Watson, þar sem margar ákvarðanir hans voru gagnrýndar harðlega. Í nefndinni eru mörg stór nöfn í bandarísku golfi, meðal annars Rickie Fowler, Tiger Woods og Phil Mickelson en hennar starf er að sjá til þess að fjórða tapið í röð verði ekki staðreynd. Eftir fyrsta fund hennar fyrr í vikunni fékk goðsögnin Fred Couples símtal þar sem hann var spurður út í áhuga sinn á því að verða fyrirliði liðsins árið 2016 þegar að Ryderinn fer fram á Hazeltine vellinum í Minnesota, en Golfchannel greinir frá þessu. Couples hefur aldrei tekið við fyrirliðastöðunni í Ryder-bikarnum en hann hefur farið fyrir bandaríska liðinu í síðustu þremur sigrum þess í Forsetabikarnum. Þá er Couples mjög vinsæll meðal kylfinga og golfáhugamanna um allan heim en hann myndi eflaust hjálpa bandaríska liðinu mikið verði hann fyrir valinu.
Golf Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira