Körfubolti

LeBron fram úr Barkley | Myndbönd

Lebron er á leiðinni upp listann.
Lebron er á leiðinni upp listann. Vísir/AP
LeBron James fór fram úr Charles Barkley yfir þá leikmenn sem hafa skorað flest stig í gegnum tíðina í NBA-boltanum. Lebron er kominn í 23. sæti listans eftir stigin 22 í nótt.

Cleveland vann Brooklyn Nets naumlega eða 95-91 eftir spennandi leik. Lebron var stigahæstur hjá Clevaland með 22 stig.

San Antonio Spurs tapaði fyrir Portland í nótt, en meistararnir í San Antonio töpuðu eftir þríframlengdan leik.

Dwyane Wade heldur áfram að keyra Miami-vagninn en hann var stigahæstur Miami-manna í nótt með 28 stig. Miami tapaði gegn Washington með tveimur stigum eftir að hafa leitt lengi vel. Nene og John Wall voru stigahæstir hjá Washington með 20 stig.

Öll úrslit næturinnar og nokkur tilþrif frá leikjunum má sjá hér að neðan.

Úrslit næturinnar:

Utah - Orlando 101-94

Charlotte Hornets - Philadephia 76ers

Minnesota - Boston 98-114

Brooklyn Nets - Cleveland 91-95

Toronto - Detroit 110-100

Washington - Miami 105-103

Chicago Bulls - Memphis Grizzlies 103-97

Portland - San Antonio Spurs 129-119

LA Clippers - Denver Nuggets 106-109

Oklahoma City - Los Angeles Lakers 104-103

Spennan í Portland - San Antonio: Westbrook og Jackson með veislu: Tilþrif!:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×