Raikkonen ætlar ekki að aðlaga sig að bílnum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 30. desember 2014 22:45 Kimi Raikkonen á Ferrari fák sínum. Vísir/Getty Kimi Raikkonen segist ekki sjá ástæðu til að breyta um akstursstíl. Hann telur að það muni ekki gera hann hraðskreiðari. Hann hefur hvatt Ferrari til að hanna bíl sem hentar sínum akstursstíl. Finnski ökumaðurinn vill að bíllinn geti beygt inn á miklum hraða án þess að missa grip á framdekkjunum. Slakt loftflæði á 2014 bíl Ferrari hefur ekki hjálpað Raikkonen. Hann segir sjálfur að því sé um að kenna hversu slakur hann var miðað við Fernando Alonso. Heimsmeistarinn frá 2007 telur þó að hann þurfi ekki að breyta um akstursstíl því það muni ekki leysa vandamálið. „Ég sé ekki tilganginn í að breyta um akstursstíl. Ég gæti ekki ekið neitt hraðar ef ég æki öðruvísi. Vandamálið er ekki hvernig ég keyri heldur hvernig við getum lagað vandamálið í bílnum, þá munum við ná góðum úrslitum,“ sagði Raikkonen. „Ég get ekið í kringum sum vandamál en ég vona að við getum lagað aðal vandamálið. Ég hef verið í Formúlu 1 í þónokkur ár og ég hef aldrei breytt akstursstílnum og það mun aldrei vera lausnin að breyta honum. Það er ekki rétta leiðin til að leysa vandamálin,“ bætti Raikkonen við. Finninn er sannfærður um að Ferrari nái framförum á næsta ári með betri bíl, betri heildarpakka og með áunna reynslu frá 2014 í farteskinu. Formúla Tengdar fréttir Horner: Slakt gengi 2014 gerir Vettel betri Liðsstjóri Red Bull, Christian Horner telur að fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel hafi grætt á erfiðleikum liðsins á árinu. 26. desember 2014 22:45 Segir frásögn af bata Schumacher uppspuna Ár liðið frá skíðaslysi Michael Schumacher í frönsku Ölpunum. 29. desember 2014 11:30 Ég er ekki töframaður Nýr liðsstjóri Ferrari, Maurizio Arrivabene segist ekki geta gert nein kraftaverk fyrir næsta tímabil og því verði það líklega erfitt fyrir ítalska liðið. 23. desember 2014 18:45 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Kimi Raikkonen segist ekki sjá ástæðu til að breyta um akstursstíl. Hann telur að það muni ekki gera hann hraðskreiðari. Hann hefur hvatt Ferrari til að hanna bíl sem hentar sínum akstursstíl. Finnski ökumaðurinn vill að bíllinn geti beygt inn á miklum hraða án þess að missa grip á framdekkjunum. Slakt loftflæði á 2014 bíl Ferrari hefur ekki hjálpað Raikkonen. Hann segir sjálfur að því sé um að kenna hversu slakur hann var miðað við Fernando Alonso. Heimsmeistarinn frá 2007 telur þó að hann þurfi ekki að breyta um akstursstíl því það muni ekki leysa vandamálið. „Ég sé ekki tilganginn í að breyta um akstursstíl. Ég gæti ekki ekið neitt hraðar ef ég æki öðruvísi. Vandamálið er ekki hvernig ég keyri heldur hvernig við getum lagað vandamálið í bílnum, þá munum við ná góðum úrslitum,“ sagði Raikkonen. „Ég get ekið í kringum sum vandamál en ég vona að við getum lagað aðal vandamálið. Ég hef verið í Formúlu 1 í þónokkur ár og ég hef aldrei breytt akstursstílnum og það mun aldrei vera lausnin að breyta honum. Það er ekki rétta leiðin til að leysa vandamálin,“ bætti Raikkonen við. Finninn er sannfærður um að Ferrari nái framförum á næsta ári með betri bíl, betri heildarpakka og með áunna reynslu frá 2014 í farteskinu.
Formúla Tengdar fréttir Horner: Slakt gengi 2014 gerir Vettel betri Liðsstjóri Red Bull, Christian Horner telur að fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel hafi grætt á erfiðleikum liðsins á árinu. 26. desember 2014 22:45 Segir frásögn af bata Schumacher uppspuna Ár liðið frá skíðaslysi Michael Schumacher í frönsku Ölpunum. 29. desember 2014 11:30 Ég er ekki töframaður Nýr liðsstjóri Ferrari, Maurizio Arrivabene segist ekki geta gert nein kraftaverk fyrir næsta tímabil og því verði það líklega erfitt fyrir ítalska liðið. 23. desember 2014 18:45 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Horner: Slakt gengi 2014 gerir Vettel betri Liðsstjóri Red Bull, Christian Horner telur að fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel hafi grætt á erfiðleikum liðsins á árinu. 26. desember 2014 22:45
Segir frásögn af bata Schumacher uppspuna Ár liðið frá skíðaslysi Michael Schumacher í frönsku Ölpunum. 29. desember 2014 11:30
Ég er ekki töframaður Nýr liðsstjóri Ferrari, Maurizio Arrivabene segist ekki geta gert nein kraftaverk fyrir næsta tímabil og því verði það líklega erfitt fyrir ítalska liðið. 23. desember 2014 18:45